Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 4
6. TBL. 6. ÁRG. SEPTEMBER 1992 Halldór Blöndal á aðalfundi SB: TVÍBENT HVORT ÁKVEÐNAR JAÐARBYGGÐIR EIGI AÐ FARAí EYÐI Halldór Blöndal, landbúnaðar- ráöherra, tók til máls í eldhúsdags- umræðum Stéttarsambandsfull- trúa og sagði meðal annars að í umræðunum hefðu ýmsir fest sig viö smáatriði miðaö viö þann vanda sem sauöfjárbændur ættu í sem heild. Hann sagði að á sfðasta hausti hefði verið erfitt að meta hvort misræmi yrði á milli fullvirðisréttar og greiðslumarks og ekki hefði verið rétt að stefna markaðs- áætluninni þannig aö hætta yröi á kjötskorti. Þá ræddi landbúnaðarráðherra byggðamál og kvað tvíbent hvort ákveðnar jaðarbyggðir ættu að fara í eyði. Lækka þyrfti kostnað við aðföng til landbúnaðar og hagræða yrði á öllum stigum - framleiðslu, vinnslu, dreiftngu og sölu. Þá yrði að ganga fast eftir að innflutningsreglur yrðu virtar þegar innflutningur landbúnaðar- afurða yrði aukinn og herða eftirlit í því sambandi. Iialldór kvað reglugerð með mjólkursamningn- um vera næstum tilbúna og yrði hún gefin út innan fárra daga. HENTU EKKI BILUÐUM HLUT - SPURÐU OKKUR FYRST Viö viljum leysa vanda þinn. Velkominn sértu vinurinn. RENNISMÍÐI - FRÆSIVINNA - SLÍPUN - VÉLAVIÐGERÐIR • Endurbyggjum bensín og díselvélar. • Slípum sveifarása, borum blokkir. • Réitum af höfuölegusæti í blokkum. • Lögum legusæti og kambása í heddum. • Breytum og endumýjum drifsköft. • Plönum hedd, blokkir o.fl. • Rennum ventla og ventilsæti. • Lögum legu-og slitfleti með stál- kopar- keramikefnum o.fl. • Margskonar nýsmíði. ALLT ÞETTA OG MARGT MARGT FLEIRA VÉLAVERKSTÆÐIÐ EGILL H.F. SMIÐJUVEGI 9A 200 KÓPAVOGI. SÍMI: 91-44445. Hann sagði að núverandi ríkis- stjórn væri ekki verr við íslenskan landbúnaö en öðrum ríkisstjórnum heföi veriö, - hún hefði aðeins úr minna að spila og þvf yröi að miðla. Þá ræddi landbúnaðarráðherra málefni Baulu hf. og sagði að tilkoma fyrirtækisins hefði aukið eftirspurn eftir jógúrt. Grundvöllur þess haft hinsvegar verið veikur og íyrirtækið ekki fengið að njóta jafnréttis gagnvart öðrum mjólkur- iðnaöi. Því hefði verið sanngirnis- mál að verða viö beiöni stjórnar Mjólkursamlagsins á Húsavík aö rekstur Baulu hf. yrði reiknaður inn f uppgjör mjólkursamlagsins með tilliti til verðmiðlunar. Þá ræddi landbúnaðarráðherra um fjárfestingar í mjólkuriönaöi og sagði aö bygging Mjólkursamsöl- unnar f Reykjavík hefði verið of- fjárfesting sem nú kallaði á að leggja yrði Mjólkursamlagið í Borgarnesi niður og ef til vill Flóabúið líka. Einnig hefði lölu- verð offjárfesting átt sér stað f sláturhúsum. Landbúnaðarráðherra lauk máli sínu með því að skýra frá að því, að því miður heföi hann ekki umboö til að geta lýst því yfir á þessum fundi að staðiö yrði við bókun sex í búvörusamningi (um skógræktarstörf bænda). Þá sagði Halldór að nú væri unniö að breytingum á jarða- og ábúðar- lögurn með tilliti til væntanlegra milliríkjasamninga. BÆNDABLAÐIÐ & LANDSBYGGÐIN Einar á Skörðugili: RÚLLUTÆKNIN FÆKKAR ATVINNUTÆKIFÆRUM í SVEITUM "Rúllutæknin fækkar atvinnu- tækifærum í sveitum," sagði Einar E. Gíslason á Syðra Skörðugili í Skagafirði meðai annars í eldhúsdagsumræðum á aðaifundi Stéttarsambands bænda. Einar kvaðst ekki hafa tekið þessa heyverkunaraðferð í notkun og af þeim sökum geta veitt þrem- ur ungmennum atvinnu við hey- skapinn í sumar sem annars hefðu aö öllum líkindum ekki téngið neitt að gera. Einar sagði að rúllutæknin, sem nú hefði rutt sér til rúms um allar sveitir, hefði mikinn stofn- kostnað í för með sér sem óvíst væri hvort bændur næðu til baka meö aukinni hagræðingu. Rúllu- hey hentaði auk þess illa til fóörunar hrossa og heföi heldur enga kosti umfram hey sem vél- bundið væri í litla bagga þegar fóðrun sauðfjár og jafnvel naut- gripa ætti f hlut. Hann kvaðst ekki kom auga á þá allsherjar hagræð- ingu sem f þessari heyverkunar- aðferö ætti að felast og nú þegar að kreppti með atvinnu í dreilbýl- inu fækkaði hún atvinnutækifær- um f sveitum. ÞI TANDUR sf. Dugguvogi 1,104 Reykjavík Sími 91 - 688855 KÚAbÆNdllR! Notkun efnanna frá TANDRI auðveldar ykkur baráttuna gegn júgurbólgu D - 90 Gerileyðandi hreinsir fyrir mjaltakerfi. Mjög virkur. Kemur í veg fyrir útfellingar. Aðeins 100 g. í hvern þvott. 1 fata = 200 þvottar. SöllJSTAðÍR Mjólkursamlag Borgfirðinga Mjólkursamlagið í Búðardal Mjólkursamlagið á Patreksfirði Hafsteinn Vilhjálmsson, ísafirði Vélsm. Húnvetninga, Blönduósi Heildv. Röst, Sauðárkróki Þvottahúsið Mjallhvít, Akureyri Á. G. Guömundsson, Húsavík Mjólkursamlagið KHB, Egilsstöðum Mjólkurbú Flóamanna, Selfossi JOnuYFA JoðdýÍA Sótthreinsar, mýkir, græðir. Joðdýfa eftir mjaltir kemur í veg fyrir júgurbólgusmitun. JÚqURllREÍNSÍR Sótthreinsandi. Inniheldur Chlorhexidine glúkonat ásamt mýkjandi yfirborðsvirkum efnum. JucíukkkkM JÚqURkREM MEÖ SÓlvÖRN Joðófor - júgurkrem. Endist daglangt. Græðir og fyrirbyggir þurrkmyndun.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.