Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 01.09.1992, Blaðsíða 5
6. TBL 6. ÁRG. SEPTEMBER 1992 GERÐ VERÐI UTTEKT A ÁHRIFUM SAMDRÁTTARINS í LANDBÚNAÐI - og fjármunum varið tii atvinnusköpunar samkvæmt búvörusamningi Aðaifundur Stéttarsambands bænda gerði þá kröfu til stjórnvalda að nú þegar verði unnin ítarleg úttekt á áhrifúm þess mikla samdráttar er nú á sér stað í land- búnaði á framtíð einstakra sveita og byggöa. Fundurinn minnti á hlutverk Byggðastofnunar um mótun at- vinnustefnu og eflingu atvinnu í dreifbýlinu. Fundurinn minnti eínnig á þá fjármuni sem renna eiga til atvinnusköpunar sam- kvæmt búvörusamningi og gerði í því sambandi ákveðnar kröfur til að Byggðastofhun verði falið að vinna athuganir og tillögur sfnar í nánu samráði við heildarsamtök bænda auk staðbundinna samtaka landbúnaöarins. Þá fól aöalfundur Stéttarsam- bands bænda stjóm þcss að leita eftir samstarfi við Samband ís- lenskra sveitarfélaga um tillögur tif að mæta afleiðingum samdráttar í hefðbundnum landbúnaði. Aðalfundur Stéttarsambands- ins taldi nauðsynlegt að búnaðar- samböndin, hvert á sínu svæöi, eigi aðild að þeim atvinnuþróunarverk- efnum sem unnið sé að á við- komandi stöðum á hvetjum tíma. Þá taldi fundurinn einnig mjög brýnt að fólk í sveitum eigi greiðan aðgang að fræðslu, starfsþjálfun og endurmenntun og öðlist þannig aukna fæmi til að takast á viö ný viðfangsefni. Aðalfundur Stéttarsambands- ins benti einnig á þá miklu þörf sem virðist vera fyrir vistun bama og unglinga í sveitum og hvatti til eflingar samstarfs við ffæðslu- yfirvöld í því sambandi. Fundurinn lagði ennfremur áherslu á samstarf milli hagsmunafélags Ferðaþjón- ustu bænda og framleiðslugrein- anna þannig að nýta megi þau tengsl scm ferðaþjónustan skapar við neytendur, hefðbundnum búgreinum til ffamdráttar. W MJÓLKURBÚVÖRUSAMNINGUR SAMÞYKKTUR AÐ VIÐHÖFÐU NAFNAKALLI Tíllaga um að bera samninginn undir allsherjaratkvæði kúabænda kolfelld Miklar umræður urðu um ný- gerðan búvörusamning um mjólkurframleiösluna á aðal- fundi Stéttarsambands bænda á Laugum. Aðalfundur Lands- sambands kúabænda hafði samþykkt aö beina þeim til- mælum til Stéttarsambandsins aö samþykkja samninginn. Umræöur um félagskerfi land- búnaðarins blönduðuðust nokkuð inn f umræðurnar. Mörgum fundarmanna þótti skjóta skökku við að hagsmunaaðilar samnings- ins, kúabændur, gætu ekki tekið endanlega afstööu til máls er varðaöi þá sérstaklega, heldur yrði Stéttarsambandsfundur, þar sem sætu fulltrúar annarra búgreina, aö leggja blessun sína yfir gjörning- inn. Allmargir þcirra er til máls tóku höföu sitthvaö við samning- inn að athuga - einkum í sambandi við að fjármunum úr verð- miðlunarsjóði mjólkur verði variö til að greiða fyrir niðurfærslu á fullvirðisrétti, en ekki tekið fé til þess úr ríkissjóði eins og til greiðslu bóta fyrir fullviröisrétt til ffamleiðslu sauöfjárafurða. Stefán A. Jónsson á Kagaðarhóli myndaði minnihluta í framleiðslunefnd á fundinum og lagði fram svohljóö- andi bókun. '7 þeim samningi um sljómun mjólkurframleiðslunnar sem nú liggur fyrir fundinum eru ýmis ákvceði sem ejlir er að útfœra til þess að hœgt sé að gera sér fulla grein fyrir afleiðingum hans og önnur atriði orka tvímtelis. íþví sambandi má nefha óeðlilega ráðstöfun á verðmiðlunasjóði mjólkur. Inn í samninginn vantar ákvœði um takmörkun innjlutnings mjólkurafurða og gjaldtöku af þeim ef GATT, EES eða aðrir alþjóðasamn- ingar laka gildi. Einnig þarfþá að koma til skuldbinding ríkis- sjóðs um að sala innjluttra mjólkurvara leiði ekki beint til Uekkunar á greiðslumarki mjólkur á samningstímabilinu vegna minnkandi sölu innlendra mjólkurafurða. Vegna þess að framangreind atriði skipta miklu máU fyrir íslenskan landbúnað sit ég hjá við afgreiðslu þessa samnings." Kristján Theodórsson á Brún- um flutti tillögu um aö búvöru- samningurinn um framleiðslu mjólkur yröi borinn undir alls- berjaratkvæöi á meðal mjólkur- framleiðenda og vitnaði því til stuðnings í samþykkt aöalfundar Stéttarsambandsins frá sfðasta ári þar sem heimilað var að beita allsherjaratkvæöagreiöslu f málum er varða landbúnaðinn. Þrátt fyrir gagnrýni á samninginn fékk tillaga Kristjáns harkalegar viðtökur og aðilar úr forystusveit Stéttar- sambandsins töldu ÖU tormerki á ffamkvæmd slíkrar atkvæöa- greiðslu. Meðal annars ætti eftir að útfæra nánari reglur varðandi ÁBURÐARVERKSMIÐJUNNI BREYTT í HLUTAFÉLAG - þrátt fyrír nánast vonlausa samkeppnisaðstöðu Ríkisstjórnin hefúr tekið ákvörðun um að breyta Áburð- arverksmiöju ríkisins í Gufú- nesi í hlutafélag og fvrirhugað er að leggja frumvarp þess efú- is fram á Alþingi í október í haust. Þessar upplýsingar komu ffam f ræöu HaUdórs Blöndal, land- búnaðarráðherra á aðalfundi Stéttarsambands bænda. Halldór sagði að áburöamotkun hefði minnkað jafnt og þétt á undan- fömum ámm og dragi það úr hag- kvæmni í rekstri verksmiðjunnar. Einnig sé ljóst að með samn- ingunum um F.vrópska efnahags- svæðið veröi innflutningur á áburöi gefinn fijáls eigi síðar en 1. janúar 1995. við innfluttan áburð Samkvæmt upplýsingum sem komið hafa fiam, - meðal annars í könnun sem Gunnar Einarsson, bóndi á Daðastööum í Öxarfirði hefur gert um verð aðfanga í landbúnaði í Skotlandi, er Ijóst að mikill munur er á veröi áburöar eða allt að 10 þúsund krónur á tonniö. Miðað við þann verðmun og mínnkandi hagkvæmni í rekstri Áburöarverksmiðju ríkisins, þrátt fy-rir núgildandi verölag, sirðist Ijóst að samkeppnishæfni hennar við erlendar verksmiðjur er lítil. Hlutafélagsformiö mun breyta þar litlu um ef ekki tekst að hagræða f rekstri hennar og gera hann hag- kvæmari. Spumingin er um hvetjir vilji hætta áhættufjármagni f rekst- ur áburðarverksmiöjunnar við þær aðstæður sem nú virðast ríkja. W STÉTTARSAMBANDIÐ FAGNAR VIÐLEITNI TIL ENDURVINNSLU Aöalfundur Stéttarsambands bænda fagnaði þeirri viðleitni til endurvinnslu brotajárns og umbúðaefna sem falla til við nútíma landbúnað og skoraði á umhverfisráðuneytið að styðja dyggilega þær tilraunir sem unnið er að jafnframt því að athuga hvaða leiðir finnist til eyðingar úrgangs. í ályktun frá fundinum segir meöal annars að breytt tækni við ffamleiðslu búvara, heyöflun og heyverkun hafi í för með sér mikla aukningu brotajárns út um sveitir auk umbúðaefna, sérstaklega hey- rúlluplasts, sem auðveldlega geti leitt til óþolandi umhverfisspjalla, veröi ekki brugðist við með skjót- um hætti. Skorað er á sveitar- stjómir að vinna að þessum mál- um í samráði við félagssamtök bænda og ráðunauta þeirra. Þá segir í ályktun aðalfúndar- ins að jafhframt því sem bændur verði að gera strangari kröfur tif kosningu af þessu tagi þótt ár væri liðið frá því heimild um hana var samþykkt á Stéttarsambandsfundi. Eftir að Kristján Theodórsson hafði neitað að verða við áskomn um að draga tillöguna til baka var hún borin undir atkvæði og kol- felld - með atkvæðum allra full- trúa gegn atkvæöi Kristjáns sjálfs. Að tillögunni fallinni var búvörusamningurinn borinn undir sjálffa súi hvað umgengni viö landið varðar, verði að koma skýr- um en einföldum upplýsingum til ferðamanna, innlendra og er- lendra, um góða umgengnishætti. Þá er bent á að umgengni og við- skilnaður á eyðibýlum sé vfða með þeim hætti að óforsvaranlegt sé og skoraði fundurinn á sveitarstjómir aö þær geri sitt til að úr verði bætt. í ályktun ffá fundinum er bent á að ístenskir bændur hafi löngum talið sig framleiöa heilnæmar og ómengaðar afurðir í hreinu landi og sú skoðun veriö staðfest með bættu matvælaeftirliti. H1 að varðveita þessa fmynd gagnvart gæöum íslenskra landbúnaðar- afuröa sé nauðsynlegt að bæta ffágang á úrgangi og sorpi og spoma við útbreiðslu vargfugls. Bent er á að góö umgengni treysti gæðin og sé í raun sá tilveru- gmndvöllur sem tsienskir bændur geti byggt hvað mest á f harönandi samkeppni á komandí ámm og varist ásókn f innflutning búvara. W atkvæöi að viðhöföu nafnakalli að kröfu Rögnvaldar Ólafssonar. Samningurinn var samþykktur meö 37 atkvæöum gegn atkvæði Kristjáns Theodórssonar en 25 fulltrúar sátu hjá. Margir þeirra gerðu grein fyrir hjásetu sinni og vitnuðu til svipaðra ástæöna og koma ffam í bókun Stefáns A. Jónssonar. W

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/910

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.