Afmælisblað Hvítabandsins - 01.04.1945, Page 10
ætti að draga mig í hlé eða starfa í hans
nafni.
Eg var farin að lesa biblíuna, — þó
ekki að staðaldri, — og nú trúði ég því,
að þar myndi Guð svara mér. Þess vegna
lauk ég henni upp. Við mér blasti niður-
lag fyrsta kapítulans í spádómsbók Jere-
og tala til þeirra allt, sem ég býð þér.
mia: ,En gyrð þú lendar þínar, statt upp
Vertu ekki hræddur við þá.‘ (Jerem. 1.
17.) I trausti þeirra orða kom ég fram
næsta sunnudag til þess að bera vitni um
trú mína frammi fyrir þjóð minni.“
Frásögn Olafíu af lífi sínu þennan
sunnudag er svo lærdómsrík, að við
skulum halda áfram að láta hana segja
frá.
»
„Fyrri hluta sunnudagsins hafði ég
komið á spítalaim til að vitja um mann,
sem fengið hafði heilablóðfall og virtist
ekki eiga langt eftir. Hann hafði ráð og
rænu, og ég mun hafa reynt að segja
eitthvað, sem væri honum til huggunar.
Eg fann að ég ætti að biðja fyrir honum,
en kom mér ekki til þess. Eg hafði aldrei
beðizt fyrir svo aðrir heyrðu. Að vísu
hafði ég oft átt erindi til sjúkra og fá-
tækra, með því að starfsemi Hvítabands-
ins í Reykjavík laut einkum að því að
hjálpa því fólki eftir beztu getu, og svo
vitanlega heimsótt margan í bindindis-
starfi mínu.
Þegar ég kom á fundinn klukkan 6 um
kvöldið, lagðist sú hugsun þyngra og'
þyngra á mig, að ég skyldi ekki hafa
beðið fyrir þessum dauðvona manni.
Hvernig átti ég að koma fram og tala
um Guð, úr því að ég kom mér ekki að
biðja til hans svo aðrir heyrðu? Mér
fannst, að mér væri ómögulegt að tala
einarðlega, þegar þessi ásökun hvíldi á
samvizku minni.
Eg spurði þá hinn, sem átti að tala,
hvort hann vildi ekki tala á undan, með-
an ég brygði mér frá. Hann játaði því.
Það var ekki langt til spítalans. Ég
nam staðar úti fyrir dyrum sjúkraher-
bergisins og heyrði hvernig hjartað
barðist af kvíða í brjósti mér. Oft gekk
ég að dyrunum og út aftur að uppgöng-
unni. Loksins lauk ég upp og gekk inn
að rúminu. Ég veit ekki hvernig ég hafði
djörfung til að krjúpa á kné, eða hvað
ég sagði. En þegar ég fór út, hefði ég
glöð getað gengið fram fyrir alla þjóðina
og borið vitni um, hvað Kristur væri
fyrir mig og að ég tryði, að hami væri
frelsari mannkynsins.“
Þannig var Ólafía. Hún var svo hrein
og flekklaus í starfi. Eins og hláturinn
hennar var silfurskær og bjartur, svo
voru heilindi hennar í öllu því starfi,
sem hún tók sér fyrir hendur.
Hún starfaði mikið með bindindisvin-
um þennan vetur. Fóstra hennar veiktist
þetta ár og dó 6. janúar 1903. Ólafía
segir um fóstru sína og móðursystur:
„Hún var konungborinn kvistur af
keltneskum stofni, vaxinn úr íslenzkri
moldu. Þaðan var henni kominn þróttur,
táp og andlegur eldur. Og þjóð sinni
fórnaði hún ávöxtum starfsamrar ævi.“
Eftir lát frænku sinnar hvíldi hún sig
það sem eftir var vetrar. Um sumarið
sótti hún alheimsfund Hvítabandsins, er
haldinn var í Genf. Hún gerði nú ráð
fyrir að vera að heiman um nokkur ár.
Nú ætlaði hún að ljúka því starfi, sem
hún hafði orðið að hætta við í Noregi
fyrir Hvítabandið þar.
Miðstjórn alheims Hvítabandsins réð
hana til að starfa fyrir sín málefni. Hún
átti að starfa í Noregi og vera þar fram
á haust. — „Nú fannst mér ég geta ráðið
ráðum mínum, án þess að hugsa nokkuð
um aðra. Þá var eins og hin taumlausa
frelsisþrá mín ætti að fá að njóta sín, án
þess að henni væru reistar nokkrar
8 hvítabandið