Bifreiðin


Bifreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 3

Bifreiðin - 01.07.1938, Blaðsíða 3
-3- miðstjórn Alþýðuflokksins? en hann mun í raun og veru aldrei hafa verið stofn aður. En það tók út yfir allt, þegar Alþýðusambandið varð að gripa til þess crþrifaráðs að^heimta af félögunum, að þau gengju á snið ^við lýðrísðið, þegar þau áttu að kjósa fulltrúa á sambandsþing, til tryggingar því, að fulltrúarnir væru ekki andvígir jafn- aðarstefnunni. Þetta einræði var Al- þýðuflckknum til framdráttar, inn á við, en lýðræðishugsjónin er^aðal lífS' taijgin út á við. Af þessu sjást veil- urnar mjög ljóst, sem eru í byggingu flokksins. Nú, þegar þessi flokkur er klofn- aður, virðist mér sagan ætla að end- urtaka sig. Þann 2þ. febr. flýtur^Nýtt land ávarp til íslenzkrar alþýðu frá stjórn' endiom verklýðsfélaga ofl. Ávarpið er undirskrifað af stjórnum eða hluta af stjórnum 17 verklýðsfélaga í Reykja- vík og Hafnarfirði. Þar á meðal er Hreyfill. Ég hefi orðið þess var, að sumir fé- lagar okkar hafa litið svo á, að þess- ar undirskriftir væru að vissu deyti fyrir hönd félaganna, og stjórnirnar gert þetta í heimildarleysi. En að mínu viti er það mesti misskilningur. Eg lít svo á, að þessir menn hafi að eins^skrifað undir ávarpið fyrir eigin persónu. En hinsvegar misráðið og jafnvel óviðeigandi af blaðinu að taka það fram úr hvaða félögum þeir væru, því það bendir til þess, að aðstand- endur blaðsins ætli að taka upp sama skrípaleikinn og áður var háður, Einmitt nú finnst mér vera gott tækifæri til þess að kippa gömlu mis- fellunum í lag. Verkiýðsfélögin geta haldið sömu stefnu og áður, að vera óplitísk. Alþýðusambandið getur þá ekki undir neinum kringumstæðum verið politískt, svo nokkurt vit sé í. Al- þýðuflokk á svo að vera hægt að bygg.ja upp, eins og hvern annan stjórnmála- flokk. Þá fyrst er hægt að fara^á stúfana og athuga hvað stefnan á marga liðsmenn innan verklýðsfélaganna. Kristýán Jóhannesson. F Y R 0 G N U. Bifreiðastjórafélagið Hreyfill var stofnað, eins og við munum, vegna þess óþolandi ástands, sem ríkti við þessa atvinnu. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, þó væri ekkert á móti því að rifja eitthvað af því upp. Við samanburð á ástandinu, eins og það^var og eins og það er, fæst bezt séð, hvort félagið hefir nokkru áorkað eða ekki. Eg, sem þessar línur rita, er nokkuð kunnugur akstri hér í Reykja- vík^á síðastliðnum 10 árum. Bifreiða- stjórafélög voru hvað eftir annað stofnuð, en þau dóu von bráðar aftur. Það var meira;að segja orðið svo, aö við vorum hættir að hafa trú á því, að við. gætum nokkurntima haldið hóp- inn. Þetta^mun nokkuð -hafa stafað af því, að stéttin var fámennari þá en nú. Það var líka gert sem hægt var til að hindra félagsstarfsemina,t.d. með því að halda stöðvunum svo lengi opnum, þau kvöldin, sém fundir áttu að vera, að ekki yrði fundarfært, Nú eru slíkir möguleikar ekki fyrir hendij félaginu verður eklci á þann hátt á kné komið, en það eru fleiri leiðir og efast ég ekki um, að eitt- hvað verður reynt. Aður en "Hreyfill" var stofnaður, þótti það sæmilegt þegar vinnutíminn. fór ekki yfir 15 klst. í sólarhring og var það eiginlega lágmarkið. Þ.e.a.s. menn urðu að fara beint úr bilnum í rúmið og beint úr rúminu í bílinn. Kaupið fyrir þessa vinnu var afar misjafnt, Sumir höfðu lítið meir en vinnukonukaup, en aðrir aftur all- gott. Leitast var við að halda stranglega leyndu, hvað hver fékk, til þess að ekki brytist út óánægja fyrir þá ástæðu. Frí höfðu ársmenn í mesta lagi 1 dag í mánuði, er. stundum gleymdust þeir og það jefnvel allir. Ekki er hægt að neita því, að þetta hefur nokkuð breytzt. Fyrsta verk "Hreyfils var að ná samningum við atvinnurekendur um kaup o^ kjör bifreiðastjóra. Að vísu var pa samn-

x

Bifreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bifreiðin
https://timarit.is/publication/933

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.