blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 blaöiö „Álverið gæti breytt öllu" Alcoa valdi Bakka við Húsavík sem hugsanlegt stœði undir álver á Norðurlandi. Efafverður yrði hafist handa við smíðina um 2010 og síðari áfanga Ijúka um 2015. nú um 2.500 manns, en íbúum gæti fjölgað um 1.000. Það myndi breyta öllu.“ Framkvæmdir gætu hafist 2010 Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- ráðherra, og Bernt Reitan, aðstoð- arforstjóri Alcoa Corporation, undirrituðu í gær samkomulag um að hefja ítarlega könnun á hag- kvæmni þess að reisa nýtt, 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík. Verði niðurstaðan sú að ráðast í smíðina verður notast við jarð- varmaorku úr Þingeyjarsýslu, en hugsanlegar framkvæmdir hefjast ekki fyrr en um 2010. Valgerður Sverrisdóttir sagðist í samtali við Blaðið afar glöð yfir því að þessum áfanga hefði verið náð. „En það er ekkert í hendi ennþá. Nú þarf að leggjast í mikla rannsókn- arvinnu, en það verður vafalaust orkuþátturinn, sem mestu mun skipta. Við þurfum svo líka að huga að félagslega þættinum, því þetta mun ekki aðeins efla Húsa- vík heldur Norðurland allt.“ Gífurleg vinna framundan Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa, tók í sama streng. „Það er gífurleg vinna framundan. Við þurfum að rannsaka alla þætti til hlítar, efnahagslega, vistfræði- lega, félagslega o.s.frv. En á end- anum veltur þetta allt á orkunni. Við erum mjög spenntir fyrir að nota hreinan, endurnýjanlegan orkugjafa eins og jarðvarma og ég hygg að í þessu verkefni gætu falist spennandi möguleikar fyrir Landsvirkjun og það ekki aðeins hér á landi.“ Orkuverðið lykillinn Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, kvaðst ekki geta tjáð sig mikið um staðarvalið, enda hefði Landsvirkjun ekki komið að ferl- inu til þessa. „En orkuverðið er lyk- illinn, þeir fara ekki af stað nema orkuverðið sé þeim skaplegt og við förum ekki af stað nema við séum ánægðir með verðið.“ Friðrik sagði að helst væri horft til Kröflusvæð- isins, Bjarnarflags, Þeistareykja og Gjástykkis. Rannsóknir af þessu tagi væru hins vegar afar dýrar, gert væri ráð fyrir að tilraunabor- anir gætu kostað um tvo milljarða króna, þó þær myndu að vísu nýt- ast til virkjunar ef af yrði. .Stemningin hér var alveg frábær þegar fréttirnar bárust,“ sagði Ör- lygur Hnefill Jónsson, varaþing- maður Samfylkingarinnar, í sam- tali við. Blaðið, þar sem hann var staddur á svonefndri álversvöku á Húsavík, þar sem menn biðu fregna af staðarvali Alcoa undir hugsanlegt álver á Norðurlandi. ,Menn gengu inn með jafnaðargeði, við öllu búnir, og ég skal ekki neita því að spennan var mikil. En þegar ljóst var að Húsavík hafði orðið fyrir valinu var því vel fagnað.“ Örlygur Hnefill segir að frétt- irnar hafi ekki komið Húsvík- ingum algerlega í opna skjöldu. ,Hér er þessi mikla orka skammt undan og mikil eining um fram- kvæmdir af þessu tagi, það hefur vafalaust vegið þungt.“ Hann minnti á að ekkert væri þó enn ákveðið, en ef af yrði myndu breyt- ingarnar verða miklar. „Hér búa Mikil gleði braust út á vertshúsinu Gamla Bauk á Húsavík þegar Ijóst var að Alcoa hafði valið Bakka, kippkorn frá bænum, sem hugsan- legt álversstæði. blaðite Bæjarlind 14—16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 51Q 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 51Q 3744 netfang: auglysingar@bladid.net „Stjórnvöld föst í gamal dags stóriðjuhugsun" Leggja þarf meiri áherslu á þekk- ingar- og hátækniiðnað í stað þess að byggja fleiri álver að mati Hlyns Hallssonar, þingmanns vinstri grænna. Hann telur hugsanlega byggingu álvers á Bakka við Húsa- vík vera lýsandi dæmi um gjaldþrot byggðarstefnuríkisstjórnarinnar. Bananalýðveldi Hlynur Hallsson, þingmaður vinstri grænna, telur að ríkisstjórnin hafi brugðist meirihluta þjóðarinnar með yfirlýsingu varðandi hugsan- lega byggingu álvers á Norðurlandi. ,Um 63% þjóðarinnar vilja ekki fleiri álver. Stjórnvöld eru að reyna að skorast undan ábyrgð með því að segja að þetta sé ekki í okkar höndum og láta Alcoa ákveða hvar þeir hlunka niður sínu álveri. Svo er iðnaðar- og viðskiptaráðherra kall- aður út til New York til þess að hlýða á stóradóm. Hafi hugtakið banana- lýðveldi einhverju sinni átt við þá er það núna.“ Eldshöfða 16 Sími:616 9606 Opið virka daga mifli 12 og 16 nema fimmtud. milli 12og18 Hlynur Hallsson, þingmaður. Bladii/SleinarHuqi Hlynur segir stóriðjustefnu ríkis- stjórnarinnar vera lýsandi dæmi um gjaldþrot byggðarstefnunnar. „Fyrst er kvótinn tekinn af fólkinu. Svo er því stillt upp við vegg og látið annað hvort þiggja álver eða ekki neitt.“ Setja meiri kraft í ferðaþjónustuna Hlynur bendir á að stóriðjustefnan hafi nú þegar skaðað útflutnings- greinarnar og bygging nýs álvers muni aðeins ýta undir þann skaða. „Við ættum að leggja meiri áherslu á nýsköpun. Allar þjóðir i kringum okkur eru að keppast við að fá til sín þekkingar- og hátækniiðnað á meðan stjórnvöld hér eru föst í gam- aldags stóriðjuhugsun,“ Þá segir Hlynur að styrkja þurfi ferðaþjónustuna á svæðinu og með því ætti að vera hægt að skapa fleiri störf en með byggingu og rekstri álvers. „Það á að halda áfram að byggja upp ferðaþjónustuna á Húsa- vík og setja meiri kraft í það. Það á al- veg að vera hægt að tryggja atvinnu á þessu svæði án þess að fara út í álversframkvæmdir.“ Fylgi Sjálfstæð- isflokks 52% í Reykjavík MBL.IS | Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mælist 52% samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins, en fylgi flokksins í borginni mældist 55% fyrir mánuði. Fylgi Samfylk- ingar mælist nú 34,5% og hefur farið vaxandi að undanförnu. Fylgi VG er um 7%, fylgi Framsóknarflokks tæp 5% og Frjálslynda flokksins 2%. Yrðu þetta úrslit í borgar- stjórnarkosningum fengi Sjálf- stæðisflokkur 8 borgarfulltrúa af 15, Samfylking 6 og VG 1. Á landsvísu mældist fylgi Sjálf- stæðisflokksins tæp 42%, fylgi Samfylkingar rúm 29%, fýlgi VG um 16%, fylgi Framsóknarflokks 9,5% og Frjálslynda flokksins rúm 3%. Um 54% sögðust styðja ríkisstjórnina. Könnunin var gerð á tímabilinu 31. janúar til 27. febrúar og var heildar- úrtakið um 4.500 manns. 19% vildu ekki svara og 6% sögðust ekki ætla að kjósa eða myndu skila auðu. (^) Helðskfrt 0 Léttskýjaö Skýjað ^ Alskýjað s Rignlng, lítilsháttar //' Rigning 9 9 Súld sjc Snjókoma Slydda Snjóél Skúr Amsterdam 03 Barcelona 11 Berlin 01 Chicago 03 Frankfurt 01 Hamborg 02 Helsinki -06 Kaupmannahöfn 0 London 04 Madrid 07 Mallorka 13 Montreal -10 New York 02 Orlando 10 Osló -03 París 03 Stokkhólmur -04 Þórshöfn 01 Vín 03 Algarve 13 Dublin 02 Glasgow 03 4^Dq° Veðurhorfur i dag kl: 15.00 Veðursíminn K)2 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.