blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 02.03.2006, Blaðsíða 24
24 I VIÐTAL FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 blaði6 Galdurinn í tilverunni BlaSiö/lngó Hilmar Örn Hilmarsson, tón- skáld, er önnum kafinn, eins og svo oft áður. Hann er að vinna að tveimur verkefnum þar sem hann leitast við að gera íslensku goðafræðina aðgengilega. Verkin eru tónverk og kvikmyndatónlist við teiknimynd eftir Þrymskviðu. Þriðja verkefnið er á dagskrá en Hilmar Örn vill lítið ræða það, segist vera of hjátrúarfullur til að geta rætt um vinnu sem ekki er komin á fullt skrið. „Tónlistin hefur brauðfætt mig, hún er líka ástríða mín. Ég ætlaði mér hins vegar aldrei að enda sem tónlistarmaður. En það er sama hvað ég geri, alltaf sný ég aftur til tónlistarinnar,“ segir hann. Hvað œtlaðirþúað leggjafyrirþig, efekki tónlist? „Ég átti lengi þann draum að verða rithöfundur. Mér fannst að það gæti ekki verið tilviljun að ég á sama af- mælisdag og Shakespeare, Laxness og Nabokov. Það hlyti að hafa dýpri merkingu, væru forlög. Þetta setti á mig ákveðna pressu og ég varð afar gagnrýninn á allt sem ég skrif- aði. Svo komst ég að því að Shirley Temple á afmæli þennan dag. Ég sá að ég gæti farið sömu leið og hún og fyrst ég gat ekki farið í pifukjól og dansað ákvað ég að semja tónlist fyrir kvikmyndir. Eg fór handan við orðin og nálgaðist texta í gegnum tónlist. Góð kvikmynd er galdur: orð, mynd og hljóð. Það er vett- vangur sem hæfir mér. Skáldskapur, tónlist, kvikmyndir og fornleifafræði hafa alltaf heillað mig í einhverri mynd. Allt frá því að ég las Fornar grafir og fræðimenn hefur mig dreymt um að grafa upp Trójuborg. Ég hef náð því að stunda einhvers konar fornleifagröft í gegnum tónlistina. Ég hef alltaf séð fortíðina í rómantísku ljósi. Ég hef áhuga á alls kyns fræðum en gæti aldrei orðið fræðimaður því ég er svo mikill rómantíker. Ég yrði 19. aldar fræðimaður og það yrði hlegið að mér. Akademían myndi loka á mig.“ Áhrif Mary Poppins Þú talar um kvikmyndir, hvaða kvikmyndir hafa haft áhrif á þig? „Kvikmyndin Sultur hafði mikil áhrif á mig. Eftir að hafa séð hana fylltist ég efasemdum um að ég ætti að gerast rithöfundur. Hún lagði grunninn að þvi að ég gerði plan-B. Onnur kvikmynd varð örlagavaldur. Það er Mary Poppins. Ég held að ég hafi verið átta ára gamall þegar ég sá hana fyrst. Mynd sem hefur þann boðskap að hægt sé að stökkva inn í ævintýraheim og dansa við mör- gæsir. Mynd sem segir okkur að lífið snúist nú kannski ekki aðallega um það að vinna í banka frá 9-5. Þetta er heillandi boðskapur. Ég held að Mary Poppins hafi haft meiri áhrif á hippakynslóðina en Woodstock." Fortíðarþrá og rómantík hlýtur að hafa kallað á ákveðna óþolinmæði gagnvart nútímanum. Hvernig horfirðu á nútímann? „Mér finnst nútíminn vera nokkuð leiðinlegur. En eftir því sem árin líða hefur óþreyjan og pirringurinn vikið fyrir húmor. Nú finnst mér ágætt að sitja álengdar á góðum bekk og fylgjast með þessu sprikli. Þá verður nútíminn á margan hátt fyndinn.“ Á einhverju tímabili hlýturðu að hafa fundið fyrir því að þú œttir aðfylgja straumnum og vera eins og allir aðrir. Hvenœr ákvaðstu að þú ætlaðir að vera þú sjálfur, sama hvað hver segði? „Það var ákveðin pressa á mér. Starfsferill föðurættarinnar er á þann veg að nokkuð ljóst var að ég yrði að verða læknir og móður- ættin lagði einnig áherslu á að ég legði fyrir mig eitthvað sem væri praktískt. Að upplagi er ég smáborg- ari og svo snobbaður að ég myndi ekki einu sinni heilsa sjálfum mér á götu. Á einhverju tímabili, ætli það hafi ekki verið um átján ára ald- urinn, tókst mér að brjótast undan eigin fordómum og þeirri hneigð að vera ráðsettur. Eftir það varð ekki aftur snúið. Á erfiðum tímum hef ég stundum setið í kulda og trekki í útlöndum og hugsað með mér að ég hefði kannski átt að velja mér aðra eið og annan starfsvettvang en ég hverf alltaf til tónlistarinnar. Þar er ég sáttastur. Sköpunarferlið er annig að ég vinn mjög oft með fólki. g þrífst á samskiptum við aðra og í minum geira er mikið af skemmti- legu fólki. Það er kannski það sem hefur haldið mér gangandi." Ertu þá félagsvera sem lyndir við allafremur en einfari? „Ég á erfitt með að lenda upp á kant við fólk. Ég verð reyndar ein- rænni eftir því sem árin líða og hef minni þörf fyrir félagsskap en ég hafði áður. í mér er samt einhvers konar félagsmálabaktería og áður en ég veit af er ég kominn í félags- skap fólks og farinn að vinna með því að verkefnum." Hinfuilkomna mynd Þú hefur fengið fjöldann allan af verðlaunum og viðurkenningum. Skiptir það þig máli? „Mér finnst alltaf að verðlaunin séu samneyti við þetta góða fólk. RAUTT EÐAL GINSENG Skerpir athygli - eykur þol 1. Meiri virkni. i,_ _ _ _ ... c . Virka m.a. gegn: 2. Mun meiri andoxunarefm. . . . 5 ■ 3. Minni líkur á aukaverkunum. Einbeitingarskorti, streitu, 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár þreytu og afkastarýrnun samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs. Einnig gott fyrir aldraða! www.ginseng.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.