blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 HVAÐ MANSTU? GENGI GJALDMIÐLA blaöiö Lið-a-mót FRA www.nowfoods.com 1. ,Hvað heitir hundur George Bush, forseti Bandaríkjanna? 2. Hvað heitir höfuðborg Túrkmenistans? 3. Hvaða gagnmerka hljómsveit flutti lagið Yaketty yak, smacketty smack? 4. Hver er umsjónarmaður og spyriil í þáttunum Orð skulu standa á Rás 1? 5. Hvaða kviða hefst með orðunum: „Reiður var þá Vingþór, er hann vaknaði.”? 1m Bandarikjadaiur KAUP 68,23 SALA 69,55 m Sterlingspund 127,45 128,07 ■I II Dönsk króna 11,456 11,524 3S Norsk króna 10,09 10,15 ■ Ni ■ ■■ Sænsk króna 9,225 9,279 BB Evra 86,43 86,91 Gúmmívinnustofan em j-i.v POIAR VETRARDEKK JEPPLINGADEKK POLAR RAFGEYMAR Svör: i- CM co ** in GÓÐ HEILSA GULLI BETRI rtSUJ z OJ- <a n o» 0) 3 3 W Cmm* rT.v.i'iT'" Qucósamifle | s Qiondroitiii APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR 5103737 SMÁAUGLÝSINGAR blaðiö Virðisaukaskattur: Mannleg yfirsjón „Samkeppnisstaða geisladisks- ins á íslandi, ekki síst á því stóra gjafamarkaðstímabili sem nú fer í hönd, veikist gríðarlega og var þó afar ójöfn fyrir,“ segir Jakob Frímann Magnússon, for- maður Félags tónskálda og textahöfunda. 1 tillögum ríkisstjórnarinnar til lækkunar vöruverðs verður virðis- aukaskattur lækkaður úr fjórtán prósentum í sjö, meðál annars á bókum. Lækkunin nær þó ekki til geisladiska. „Ég vil láta menn njóta vafans og tel að hér hafi verið um mannlega yfirsjón að ræða sem verði leiðrétt.“ Lftið atvinnuleysi á Islandi Auðvelt að verða sér úti um vinnu um þessar mundir. . Atvinnuleysi í lágmarki: Ofrískar konur fá síður vinnu en aðrir GÚMMÍVINNUSTOFAN Skipholti 35 105 RVK Sími: 553 1055 www.gummivinnustofan.is Opið: (Vlán - fös 8-18 • LaU 9-15 Opnunartimi: Virka daga 16-22 Um helgar 12 - 22 Stór pizza mcð 2 áleggjum Kr. 1.199 TVÆR Á 2.000 onoTMnc I Hækkaöu.t,i9 r nr lliUO upp um emn P I Z Z fl 8 L-±.Jr..h...V 1 5? 12345 Núpalind 1 Kópavogi Hverafold 1-5 Grafarvogi Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði alla miövikudaga Auglýslngasímlnn er 510 3744 i «1 ■ Varla hægt að tala um atvinnuleysi ■ Gríðarleg þensla á vinnumarkaði Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Erfiðast er fyrir ófrískar konur að fá vinnu í því góðæri sem nú gengur yfir að sögn forstöðumanns Vinnu- miðlunar höfuðborgarsvæðisins. Hún segir atvinnuástandið óvenju- lega gott um þessar mundir og að fólk stoppi stutt á atvinnuleysisskrá. Sérfræðingur hjá Greiningardeild KB banka segir að mikill innflutn- ingur á erlendu vinnuafli hafi komið í veg fyrir launskrið og vax- andi verðbólgu. Ólíklegt þykir að ástandið breytist verulega á næstu mánuðum. Markvissari vinna „Erlendir starfsbræður mínir hlæja bara þegar ég segi þeim frá atvinnuleysinu hér. Þeim finnst varla hægt að tala um atvinnuleysi yfirhöfuð,“ segir Hugrún Jóhannes- dóttir, forstöðumaður Vinnumiðl- unar höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt samantekt Vinnu- málastofnunar mældist atvinnu- leysi í síðastliðnum septembermán- uði eitt prósent. Það jafngildir því að Atvinnuástandið endurspeglar mikla þenslu i þjóðfélaginu Þóra Helgadóttir, hjá Grelningardeild KB banka 1.628 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum en áætlaður mannafli á vinnumark- aðinum er um 161 þúsund manns. Til samanburðar má geta þess að almennt jafnvægisatvinnuleysi er talið vera á bilinu 3 til 3,5 prósent. Hugrún segir auðvelt að útvega fólki vinnu um þessar mundir og að fólk stoppi frekar stutt á atvinnu- leysisskrá. „1 þessu ástandi gefst okkur líka tækifæri til að vinna miklu markvissara og betur með hvern og einn. Að sumu leyti er þetta því mjög skemmtileg tilfinn- ing og gefur okkur færi á alls konar vinnubrögðum sem við höfum að öllu jöfnu ekki tíma til að gera.“ Að sögn Hugrúnar eru það helst ófrískar konur og fólk með heilsu- farsleg vandamál sem eiga erfiðast með verða sér úti um vinnu. „Þetta eru ófrískar konur eða konur sem eru nýbúnar að eignast börn. Því miður virðast þær ekki vera vinsælar í vinnu. Svo eru hérna öryrkjar og fólk með heilsufarsleg vandamál.“ Mikil þensla Þóra Helgadóttir, sérfræðingur hjá Greiningardeild KB-banka, segir lágt atvinnuleysi í landinu endurspegla gríðarlega þenslu í hag- kerfinu um þessar mundir. Hún á ekki von á því að ástandið breytist fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. „Þá mun hægja verulega á einkaneyslu og fjárfestingar dragast saman í ljósi þess að stóriðjuframkvæmd- irnar klárast. Þetta mun ýta undir að atvinnuleysi mun vaxa eitthvað á næsta ári.“ Þóra bendir á að undir venju- legum kringumstæðum ýti lágt at- vinnuleysi á launaskrið sem síðan valdi verðbólgu. Mikill innflutn- ingur á erlendu vinnuafli hafi hins vegar unnið gegn þeirri þróun og skapað meira jafnvægi á vinnumark- aði. „Þessi mikli innflutningur á vinnuafli kemur í veg fyrir launa- skrið fari af stað og þá verðbólga.“ Saddam Hussein: Hvetur til Saddam Hussein, fyrrverandi forseti íraks, hvetur Iraka til þess að standa saman í baráttunni gegn bandaríska hernámsliðinu í landinu. Þetta kemur fram í bréfi sem Hussein hefur skrifað til írösku þjóðarinnar og var skrifað niður af lögfræðingi hans á laugardag. í bréfinu segir Hussein Iraka vera að „ganga í gegnum mestu þrengingar einingar í sögu þjóðarinnar” en að þeir verði að standa saman og berjast gegn her- námsliðinu og forðast innbyrðis átök sín á milli. Hussein kennir ennfremur útlendingum um að hafa sáð fræjum óeiningar í „sameinuðu landi”. Réttað er yfir Hussein í Bagdad vegna ásakana um að bera ábyrgð á þjóðarmorðum og glæpum gegn mannkyni. Fyrrum forseti í dómsal Saddam Hussein skrifaði írösku þjóðinni bréf um helgina.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.