blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 18.10.2006, Blaðsíða 32
40 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 blaðiA 000. HtfBBB.it Britney aftur sæt Britney Spears hefur haldiö kyrru fyrir eftir fæðingu sonar síns, Sutton Pierce, og látiö eiginmann sinn, Kevin Federline, um sviösljósið. Á sunnudag sást þó til hennar í verslunarferö í Malibu og þaö kom mörgum á óvart hversu vel hún leit út og virðist hafa orðið á henni viösnúningur en útliti hennar hefur hingað til þótt hafa farið heldur hnignandi. Britney hefur litað hárið aðeins Ijósara og klætt sig á smekkvísari máta. Blaóiö/Frikki Enduro-keppni á Langasandi Ólafur Þ. Gíslason hefur veg og vanda af skipulagningu fyrstu enduro-keppninnar á Langasandi sem haldin veróur á laugardag. Pólitíska hornið... ^ vinstri, HÆGRI snú! Ég verð að taka upp þráðinn þar sem aðrir hafa horfið frá í um- ræðunni um styttri vinnu- dag. Sem ung móðir, nýkomin úr námi, verð ég að segja að mér blöskrar sá langi vinnu- dagur og sá fjöldi klukkustunda sem ég er frá barninu mínu á degi hverjum. Ég var svo heppin að eignast þennan frumburð á meðan ég var enn í námi en þá var hægt að haga flestum dögum að vild, hætta snemma suma daga, vera heima í rólegheitum ef unginn varð lasinn svo ekki sé minnst á mánaðar jólafrí og tveggja vikna páskafrí. Á íslandi fara fjölskyldan og vinnumarkaðurinn einfaldlega ekki saman. Vinnudagurinn er alltof langur og gerir það að verkum að börn eru að heiman í 8-9 klukkustundir á degi hverjum án þess að hafa nokkuð um það að segja. Þrátt fyrir að flestir og vonandi allir foreldrar vilji eyða meiri tíma með börnum sínum þá er lausnin ekki sú að annað for- eldrið fórni starfsframa sínum og sé heima allan daginn enda tel ég nauðsynlegt að börn fái að njóta alls þess sem leikskól- inn hefur upp á að bjóða. Sú þróun sem er eðlilegust og öllum í hag er að stytta vinnu- vikuna en það væri draumur ef vinnudagurinn væri aðeins sex klukkustundir. Þá gætu bæði börn og fullorðnir notið samvista og lífið fælist í einhverju öðru en löngum vinnudegi, kvöldmat og stuttu spjalli við barnið á meðan það burstar tennurnar. í mörgum löndum Evrópu er þessi þróun í gangi en þar virð- ast menn bera meiri virðingu fyrir tíma fjölskyldunnar. Annars hef ég afar litla trú á að nokkuð muni breytast hér á landi á meðan þessir stjórnarflokkar eru við lýði. Hilda Cortez ■ Zjm&gm ._;4, \íl timan Atö „Það er erfitt að keppa í sandi vegna þess að hann breytist við hvern hring og verður öldóttari eft- ir því sem menn keyra lengur í hon- um,” segir Ólafur Þ. Gíslason, hjá Vélhjólaíþróttaklúbbnum. Fyrsta enduro-keppni landsins fer fram á Langasandi á Akranesi næsta laugardag og lofar Ólafur miklum átökum. „Sandkeppnin er eitt það erfið- asta sem menn fara í, þar er ekkert útreiknanlegt, engir fastir punktar þar sem þú nærð að slaka á. Sandur- inn krefst þess að þú sért i átökum allan tímann. Um leið og þú ferð að slaka á ræðurðu verr við hjólið og þá er meiri hætta á að þú hrynjir á hausinn,“ segir Ólafur sem hefur veg og vanda af skipulagningu mótsins. Keppt verður í tveimur flokkum eftir stærð hjóla og reynslu kepp- enda og verður ekið í sandinum í þrjátíu til fjörutíu mínútur sleitu- laust. Útbúin verður braut með hæðum og hólum og ýmsum þraut- um til að gera keppendum erfiðara fyrir. Þá má búast við því að sand- urinn reynist mörgum hjólamann- inum erfiður. Galgoparnir prjóna Enduro-keppnin hefst klukkan tólf en klukkutíma fyrr verður hald- in sérstök prjónkeppni þar sem mót- orhjólakapparnir sýna hvað þeir geta á afturdekkinu. „Það eru ýms- ir galgopar sem telja sig geta mikið sem ætla að sýna sig þar. Þeir þrír bestu í prjónkeppninni keppa síðan til úrslita eftir enduro-keppnina en það verður mun erfiðara hjá þeim vegna þess að þá er farið að flæða að og menn keyra þá í þeirri braut sem búið er að hjóla í. Þá er spurn- ing hvað þeir geta á afturdekkinu þegar það eru komnar einhverjar torfærur lika,“ segir Ólafur. Vonandi árlegur viðburður Keppnin á Langasandi verður að öllum líkindum síðasta keppni mót- ókrossmanna á árinu. „Ef vel tekst til og allir haga sér eins og á að haga sér í svona keppni þá er væntanlega hægt að gera þetta að árlegumviðburði. Það ernýstofn- aður klúbbur uppi á Akranesi sem kemur til með að vinna í þessu með okkur í VÍK á keppnisdegi og það er okkar von að þeir taki við þessu í framtíðinni," segir Ólafur. Að kvöldi laugardagsins halda VÍK-verjar árshátið sína og upp- skeruhátíð og býst Ólafur við að þeir verði orðnir glaðir og reifir eft- ir keppnina. „Þetta er ekki keppni þar sem er mikil hætta á meiðslum þannig að það ættu allir að verða glaðir eftir að hafa fengið smáútrás um daginn. Það verður frítt fyrir alla í sundlaug- ina á eftir þannig að fólk getur skellt sér í sund og jafnvel gufu og þá ættu allir að vera klárir í árshátíðina." V J

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.