blaðið - 13.12.2006, Page 8

blaðið - 13.12.2006, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 blaAiö J22U* i Bruni í Gamla Stan Tveir slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna á efri hæðum fjölbýlishúss í Gamla Stan, elsta hluta Stokkhólms, í gærmorgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og lagði slökkvilið áherslu á að vernda nálæg hús. Húsið er frá 17. öld og stendur við Lilla Nygatan. Færri á dauðadeild Föngum sem bíða eftir að vera teknir af lífi hefur fækkað í Bandaríkjunum. [ lok árs 2005 voru 3.254 á dauðadeild, en þeir voru 3.601 í lok árs 2000. í fyrra voru 125 dæmdir til dauða í Bandaríkjunum samanborið við 325 árið 1995. Ástralía: Kjarreldar skapa hættu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast nú við mikla kjarrelda sem hafa eyðilagt fjölda húsa og stór ræktarlönd í fjórum ríkjum í Ástralíu. Verstu eldarnir eru á Tasmaníu og í Viktoríu-ríki þar sem einn eldurinn nær yfir um 250 kilómetra svæði. Nokkrir bæir á Tasmaniu-eyju eru í hættu og rúmlega tuttugu heimili hafa þegar orðið eldi að bráð. Kjarreldar eru algengir á sumrin i Ástralíu, en langvar- andi þurrkar hafa gert ástandið alvarlegra en oft áður. Fáir hafa slasast enn sem komið er, en yfir- völd segja ástandið vera alvarlegt. Noregur: Anastasía er spænsk Konan sem vildi láta kalla sig Anastasíu jerúsalem og hefur verið lögreglunni í Bergen ráð- gáta um hríð heitir í raun Mari Carmen Arocas og kemur frá Spáni. Samanburður á fingra- förum hjá norsku og spænsku lögreglunni leiddi þetta í ljós. Arocas verður nú send aftur til heimabæjarins L’Alcudia, skammt frá Valencia. Bróðir kon- unnar segist vera mjög ánægður að vita að systir sín sé á lífi. „Nú viljum við fá hana aftur heim og að hún fái þá hjálp sem hún þarf á að halda.“ Hraðatakmarkanir í pallbíla: Takmarka á hraða allra ■ Taktleysi í aðgerðum ■ Hættan blasir við ■ Alvarleg slys vegna pallbíla Gjafakarfa sælkerans * Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Þetta er í raun tvíbent. Þó svo hraða- takmarkanir séu til þess fallnar að auka öryggi þá geta þær aukið hættu þegar sum ökutæki eru takmörkuð en önnur ekki. í mínum huga er mikilvægt að halda takti í þessum aðgerðum og takmarka hraða yfir línuna," segir Ágúst Mogensen, for- stöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Um áramót verður komið fyrir hraðatakmörkun í öllum ökutækjum yfir 3,5 tonnum og undir það falla margir af þeim stóru pallbílum sem hafa verið vinsælir hér á landi um nokkurt skeið. Lögin eru ekki aftur- virk og munu því aðeins gilda um öku- tæki sem skráð verða eftir gildistöku. Umferðarstofa fagnar aðgerðunum og segir þær til þess fallnar að auka um- ferðaröryggi. Aðrir gagnrýna að verið sé að mismuna bileigendum og telja þetta aðeins bjóða hættunni heim. Vaida alvarlegum slysum Árni Friðleifsson, varðstjóri um- ferðardeildar lögreglunnar í Reykja- vík, telur málið mjög viðkvæmt en fagnar þó öllum tilraunum til að fækka alvarlegum umferðarslysum. Hann hefur áhyggur af því að fram- úrakstur kunni að aukast og ítrekar að ábyrgðin liggi ávallt hjá ökumönn- unum sjálfum. „Þessir þungu pall- bílar eru öflugir og komast leikandi á mikinn hraða. Ef til slyss kemur af þeirra völdum þá erum við að horfa á mjög alvarlegt slys vegna þess hversu þungir þeir eru,“ segir Árni. „Reynslan af hraðatakmörkunum er- lendis hefur verið góð og auðvitað erum við ánægðir þegar reynt er að draga úr hraðanum í umferðinni." Hættan blasirvið Ágúst leggur áherslu á að umferð- armenningin hér á landi sé skoðuð raunsætt. „Islenskt vegakerfi bygg- ist að mestu leyti upp á í-H-aksturs- stefnum og því engir aðrir mögu- leikar fyrir ökumenn að fara fram úr þeim sem aka á löglegum hraða. Þetta bíður bara upp á framúrakstur en aðalrökin í málinu eru þau að allir aki á löglegum hraða,“ segir Ágúst. „1 ljósi þess hversu margir bílar eru hér á landi sem lenda í þessum takmörk- unum þá finnst mér hættan blasa við. náttúruleao Margar tegundir af gjafakörfum með spennandi sælkeravörum. eilsuhúsið Skólavörðustlg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla 8c Selfossi Á meðan vegakerfið býður ekki upp á aðrar lausnir þá eru allar svona að- gerðir hættulegar örygginu." Annarflokkur Fram til þessa hafa stórir pall- bílar, yfir 3,5 tonnum, flokkast sem vörubílar og af þeim hefur þurft að greiða lægri gjöld en af fólksbílum. Bent hefur verið á misræmi þess að eigendur og innflytjendur greiði lægri gjöld af þessum bílum þrátt fyrir að nota þá síðan sem fjölskyldu- bíla en ekki vinnutæki. Árni segir lagaumhverfið hér á landi gera ráð fyrir að þessir bílar séu eingöngu notaðir sem vinnutæki og að þeir falh undir annan hámarkshraða en venjulegir fólksbílar. „Við höfum hins vegar tekið eftir miklum hraða á pallbílunum og notkun þeirra sem fjölskyldubílar. I raun mega þeir að- eins keyra á 80 kílómetra hraða hér,“ segir Árni. Taktur eða taktleysi Ágúst hefur af því áhyggur að aðgerðir til að stuðla að bættri um- ferðarmenningu séu ekki nógu markvissar. Hann segir taktleysi geta verið vont varðandi flæði og öryggi umferðar. „Ég fellst á það að hraðatakmarkanir auki öryggi. Ég get lfka alveg fallist á það að hættan eykst við það að takmarka hraða sumra ökutækja, á meðan hraðinn í umferðinni er eins og hann er. Þetta bíður aðeins upp á framúrakstur og við vitum alveg hvaða hætta fylgir honum,“ segir Ágúst. „1 mínum huga er þetta spurning um takt og taktleysi. Þessi takmörkun nú mið- ast við hámarkshraða auðvitað og faktískt eiga náttúrlega allir að vera á þeim sama hraða.“ Mikilvægt að halda takti iþessum aðgerðum Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar Erum ánægðir þegarreynt er að draga úr hraðanum Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar HITABVLCJR SMÁRAUND SiMI 545 1550 O GLÆSIBÆ SiMI 545 1500 O KRINGLUNNI SlMI 545 15SO UTILÍF JOLAGJOFIN HENNAR: Minkapelsar * Kanínupelsar ™ Ullarkápur Úlpur |||| Jakkar Ullarsjöl Húfur og hanskar Mörkinni 6, Sími 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-18 Sunnudaga frá kl. 13-17

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.