blaðið

Ulloq

blaðið - 13.12.2006, Qupperneq 8

blaðið - 13.12.2006, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 blaAiö J22U* i Bruni í Gamla Stan Tveir slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna á efri hæðum fjölbýlishúss í Gamla Stan, elsta hluta Stokkhólms, í gærmorgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og lagði slökkvilið áherslu á að vernda nálæg hús. Húsið er frá 17. öld og stendur við Lilla Nygatan. Færri á dauðadeild Föngum sem bíða eftir að vera teknir af lífi hefur fækkað í Bandaríkjunum. [ lok árs 2005 voru 3.254 á dauðadeild, en þeir voru 3.601 í lok árs 2000. í fyrra voru 125 dæmdir til dauða í Bandaríkjunum samanborið við 325 árið 1995. Ástralía: Kjarreldar skapa hættu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast nú við mikla kjarrelda sem hafa eyðilagt fjölda húsa og stór ræktarlönd í fjórum ríkjum í Ástralíu. Verstu eldarnir eru á Tasmaníu og í Viktoríu-ríki þar sem einn eldurinn nær yfir um 250 kilómetra svæði. Nokkrir bæir á Tasmaniu-eyju eru í hættu og rúmlega tuttugu heimili hafa þegar orðið eldi að bráð. Kjarreldar eru algengir á sumrin i Ástralíu, en langvar- andi þurrkar hafa gert ástandið alvarlegra en oft áður. Fáir hafa slasast enn sem komið er, en yfir- völd segja ástandið vera alvarlegt. Noregur: Anastasía er spænsk Konan sem vildi láta kalla sig Anastasíu jerúsalem og hefur verið lögreglunni í Bergen ráð- gáta um hríð heitir í raun Mari Carmen Arocas og kemur frá Spáni. Samanburður á fingra- förum hjá norsku og spænsku lögreglunni leiddi þetta í ljós. Arocas verður nú send aftur til heimabæjarins L’Alcudia, skammt frá Valencia. Bróðir kon- unnar segist vera mjög ánægður að vita að systir sín sé á lífi. „Nú viljum við fá hana aftur heim og að hún fái þá hjálp sem hún þarf á að halda.“ Hraðatakmarkanir í pallbíla: Takmarka á hraða allra ■ Taktleysi í aðgerðum ■ Hættan blasir við ■ Alvarleg slys vegna pallbíla Gjafakarfa sælkerans * Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Þetta er í raun tvíbent. Þó svo hraða- takmarkanir séu til þess fallnar að auka öryggi þá geta þær aukið hættu þegar sum ökutæki eru takmörkuð en önnur ekki. í mínum huga er mikilvægt að halda takti í þessum aðgerðum og takmarka hraða yfir línuna," segir Ágúst Mogensen, for- stöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Um áramót verður komið fyrir hraðatakmörkun í öllum ökutækjum yfir 3,5 tonnum og undir það falla margir af þeim stóru pallbílum sem hafa verið vinsælir hér á landi um nokkurt skeið. Lögin eru ekki aftur- virk og munu því aðeins gilda um öku- tæki sem skráð verða eftir gildistöku. Umferðarstofa fagnar aðgerðunum og segir þær til þess fallnar að auka um- ferðaröryggi. Aðrir gagnrýna að verið sé að mismuna bileigendum og telja þetta aðeins bjóða hættunni heim. Vaida alvarlegum slysum Árni Friðleifsson, varðstjóri um- ferðardeildar lögreglunnar í Reykja- vík, telur málið mjög viðkvæmt en fagnar þó öllum tilraunum til að fækka alvarlegum umferðarslysum. Hann hefur áhyggur af því að fram- úrakstur kunni að aukast og ítrekar að ábyrgðin liggi ávallt hjá ökumönn- unum sjálfum. „Þessir þungu pall- bílar eru öflugir og komast leikandi á mikinn hraða. Ef til slyss kemur af þeirra völdum þá erum við að horfa á mjög alvarlegt slys vegna þess hversu þungir þeir eru,“ segir Árni. „Reynslan af hraðatakmörkunum er- lendis hefur verið góð og auðvitað erum við ánægðir þegar reynt er að draga úr hraðanum í umferðinni." Hættan blasirvið Ágúst leggur áherslu á að umferð- armenningin hér á landi sé skoðuð raunsætt. „Islenskt vegakerfi bygg- ist að mestu leyti upp á í-H-aksturs- stefnum og því engir aðrir mögu- leikar fyrir ökumenn að fara fram úr þeim sem aka á löglegum hraða. Þetta bíður bara upp á framúrakstur en aðalrökin í málinu eru þau að allir aki á löglegum hraða,“ segir Ágúst. „1 ljósi þess hversu margir bílar eru hér á landi sem lenda í þessum takmörk- unum þá finnst mér hættan blasa við. náttúruleao Margar tegundir af gjafakörfum með spennandi sælkeravörum. eilsuhúsið Skólavörðustlg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla 8c Selfossi Á meðan vegakerfið býður ekki upp á aðrar lausnir þá eru allar svona að- gerðir hættulegar örygginu." Annarflokkur Fram til þessa hafa stórir pall- bílar, yfir 3,5 tonnum, flokkast sem vörubílar og af þeim hefur þurft að greiða lægri gjöld en af fólksbílum. Bent hefur verið á misræmi þess að eigendur og innflytjendur greiði lægri gjöld af þessum bílum þrátt fyrir að nota þá síðan sem fjölskyldu- bíla en ekki vinnutæki. Árni segir lagaumhverfið hér á landi gera ráð fyrir að þessir bílar séu eingöngu notaðir sem vinnutæki og að þeir falh undir annan hámarkshraða en venjulegir fólksbílar. „Við höfum hins vegar tekið eftir miklum hraða á pallbílunum og notkun þeirra sem fjölskyldubílar. I raun mega þeir að- eins keyra á 80 kílómetra hraða hér,“ segir Árni. Taktur eða taktleysi Ágúst hefur af því áhyggur að aðgerðir til að stuðla að bættri um- ferðarmenningu séu ekki nógu markvissar. Hann segir taktleysi geta verið vont varðandi flæði og öryggi umferðar. „Ég fellst á það að hraðatakmarkanir auki öryggi. Ég get lfka alveg fallist á það að hættan eykst við það að takmarka hraða sumra ökutækja, á meðan hraðinn í umferðinni er eins og hann er. Þetta bíður aðeins upp á framúrakstur og við vitum alveg hvaða hætta fylgir honum,“ segir Ágúst. „1 mínum huga er þetta spurning um takt og taktleysi. Þessi takmörkun nú mið- ast við hámarkshraða auðvitað og faktískt eiga náttúrlega allir að vera á þeim sama hraða.“ Mikilvægt að halda takti iþessum aðgerðum Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar Erum ánægðir þegarreynt er að draga úr hraðanum Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar HITABVLCJR SMÁRAUND SiMI 545 1550 O GLÆSIBÆ SiMI 545 1500 O KRINGLUNNI SlMI 545 15SO UTILÍF JOLAGJOFIN HENNAR: Minkapelsar * Kanínupelsar ™ Ullarkápur Úlpur |||| Jakkar Ullarsjöl Húfur og hanskar Mörkinni 6, Sími 588-5518 Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-18 Sunnudaga frá kl. 13-17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.