blaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 23

blaðið - 18.07.2007, Blaðsíða 23
blaðið MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 2007 35 ORÐLAUSLÍFIÐ ordlaus@bladid.net Þetta verður kallað Skítatúr- inn 2007, sem er svona í beinu framhaldi af umfjöllun okkar um skítapakk þjóðfélagsins. Brjáluð út í Aniston Leikkonan Angelina Jolie hefur hótað að hætta með Brad Pitt ef hann hittir sína fyrrverandi, Jennifer Aniston, aftur. Ástæðan ku vera sú að sjarmatröllið gerði sér lítið fyrir og sat að snæðingi með Aniston á dögunum og tók hann Shiloh, 15 mánaða barn þeirra Angelinu, með. Jolie er sögð ævareið yfir þessu vafasama uppátæki Pitts og hótar öllu illu fari Brad með barn þeirra aftur á fund Aniston. „Angelina brjál- aðist algjörlega. Það er sjaldan sem hún verður svona reið. Hún spurði Brad hvað í fjandanum hann hefði verið að gera og benti honum á að Jen vilji spilla fyrir, enda er hún líka í sambandi við móður hans enn þá,“ sagði heim- ildarmaður breska tímaritsins Britain’s Star. Gekk úr meðferöinni Rokkarinn og vandræðagem- sinn, Pete Doherty, gekk út úr meðferðarstofnun í fyrradag, einvörðungu tæpum sólarhring eftir að hann skráði sig inn. Eftir að Doherty gekk út leið ekki nema korter áður en hann komst í kast við lögin, en hann var tekinn á bíl sínum fyrir að henda drasli út um gluggann. Að sögn vitna var rokkarinn skömmin uppmáluð þegar hann leitaði að skilríki, enda ekki skemmtileg- ustu aðstæðurnar að lenda í á leiðinni úr meðferð. Lögmaður Dohertys hefur nú lýst því yfir að afvötnunin hefjist ekki fyrr en næsta mánudag. Svo er bara að sjá hvort drengurinn standi við stóruorðin... Hugsar ekki um peninga Leikkonan Sandra Bullock hefur kunngjört að nú sé hún komin á það stig í lífinu að hún þarf ekki að hugsa um peningalegu hliðina þegar hún velur sér kvikmyndahlutverk. Hún segist orðin fjárhagslega örugg og því getur hún leyft sér að leika í minni myndum fremur en Holly- wood-stórmyndum. „Nú get ég valið hlutverk sem mig virkilega langar að taka að mér í stað þess að eltast við peninga,“ sagði Sandra á dögunum. „Ég veit að ég er mjög heppin að vera í þessari stöðu og á meðan ég hef fólk í kringum mig sem segir að ég sé ekki að verða blönk mun ég njóta þess að leika í myndum sem eiga sér jafnvel ekki viðreisnar von.“ GusGus á Nasa á menningarnótt { dag hefst miðasala á tónleika hljómsveitarinnar GusGus sem fram fara á skemmtistaðnum Nasa á menn- ingarnótt. Sveitin hefur ekki leikið á Klakanum síðan á uppseldri útgáfu- tónleikatvennu á Nasa síðastliðið vor en allar götur síðan hefur GusGus verið á tónleikaferðalagi víðs vegar um heiminn við kynningu breið- skífunnar Forever. Þau Biggi Veira, Earth og President Bongo hafa farið mikinn síðustu misserin og ættu því að vera í sínu besta formi á tónleik- unum Þau tóku meðal annars þátt á tónlistarhátíðinni Glastonbury auk þess sem þau spiluðu fyrir fullu húsi hvarvetna í Evrópu. í samtali við Blaðið sagði Biggi Veira hljómsveitina hafa fundið fyrir miklum meðbyr á tónleikunum ytra og óneitanlega hægt að fullyrða að ævintýrin hafi gert vart við sig. „Við erum búin að vera alveg út og suður síðustu mánuði. Þetta hefur gengið rosalega vel og alls staðar æð- islegir tónleikar. Daníel Ágúst hefur líka verið með og hann og Urður hafa smullið vel saman,“ sagði Biggi á dögunum. Miðasala á tónleikana fer fram í verslunum Skifunnar, BT Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og á www.midi. is. Miðaverð er 3.000 kr.í forsölu. Hita upp fyrir Færeyjar Dr.Spock á Dillon í kvöld Hljómsveitin Dr.Spock heldur til Færeyja á morgun til þess að trylla lýðinn á tónlistarhá- tíðinni G! Festival. Til upphitunar hyggst hljóm- sveitin leika á skemmti- staðnum Dillon í kvöld. Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur halldora@bladid.net Hljómsveitin Dr.Spock hyggst halda til frænda vorra í Færeyjum og leika fyrir gesti tónlistarhátíðar- innar G! festival á laugardaginn. Af þessu tilefni var afráðið að hita upp fyrir hátíðina á Fróni og ætla þeir félagar að spila á skemmtistaðnum Dillon í kvöld ásamt hljómsveitinni Lödu Sport. „Við förum til Færeyja á morgun en spilum á laugardeginum. Ultra mega technobandið Stefán mun einnig verða samferða okkur og spila á fimmtudeginum og svo er Pétur Ben einnig að á laugardeginum. Að ógl- emdri hinni hálfíslensku Eivör, en þetta er hennar heimabær; í Götu,“ segir Óttarr Proppe, meðlimur Dr.Spock. „Við ætlum að hita ærlega upp fyrir Færeyjar á Dillon í kvöld auk þess að kynna nýja boli sem fáanlegir verða á tónleikunum." Skítatúrinn 2007 á stefnuskránni Að sögn Óttars stendur ekkert annað til en að trylla lýðinn í Fær- eyjum. Hljómsveitin hefur haft hægt um sig undanfarin misseri en nú er hljómsveitarmeðlimum farið að klæja í puttana og fyrirhugað að spila meira hér á landi það sem eftir lifir sumars. „Við erum búnir að vera frekar ró- legir undanfarið og viljum fara að spila svona stuðgigg, enda menn komnir úr fríi og í stuðið. Það er því kærkomið tækifæri að setja maskín- una af stað í Færeyjum. Svo þýðir auðvitað ekkert annað en að trylla lýðinn. Það er búið að kynna okkur þarna þannig að við séum einhverjir allsherjar stuðmenn frá íslandi og við verðum þá að standa undir því nafni,“ segir Óttarr, sem ætlar svo að snúa sér að Skítatúrnum svokallaða. „Svo erum við að láta okkur dreyma um að spila dálítið hér á landi í sumar og helst eins mikið og við getum fyrir utan 101 Reykjavík. Það er svona verið að vinna í því að þefa uppi tónleikastaði og bóka. Þetta verður kallað Skítatúrinn 2007, sem er svona í beinu framhaldi af umfjöllun okkar um skítapakk þjóð- félagsins. Það er alltof mikið af því til - ekki þverfótað fyrir þessu!" Tónleikar Dr.Spock og Lödu Sport hefjast klukkan 22:00 á Dillon í kvöld. Mikil fjarvera frá fjölskyldurtni reynir á Emilía hættir í Nylon Emilía Björg Óskarsdóttir, söng- kona stúlknasveitarinnar Nylon, hefur afráðið að segja skilið við hljómsveitina en hún hefur verið meðlimur síðan söngflokkurinn hóf göngu sína árið 2004. Nylon mun herja á Bretland í lok árs og hefur Emilía lýst því yfir að sjálf muni hún ekki fara með. „Þetta er búið að vera ævintýra- lega skemmtilegur tími. Ég hef lært mikið og eignast þrjár yndislegar vinkonur. En um leið er þetta grið- arlega mikil vinna og þetta kostar líka mikla fjarveru frá fjölskyldu og vinum," sagði söngkonan í frétta- tilkynningu en hún gekk í það heil- aga með Pálma Sigurðssyni siðustu helgi. „Þetta er auðvitað ákvörðun sem ég hef hugsað mikið en ég er sátt við hana og við stelpurnar kveðjumst „tónlistarlega“ í fullkominni sátt og ég óska þeim alls hins besta enda er ég ekki að kveðja þær sem vinkonur. Við verðum vinkonur áfram,“ bætti Emilía við. Vegna brotthvarfs Emiliu úr hljómsveitinni mun leit hefjast að fjórðu söngkonu Nylon á næstu vikum. Áheyrnarprufur eru áætl- Hætt í Nylon Það verður spennandi að sjá hvað Emilía tekur sér fyrir hend- ur. Líklega mun hún njóta hveitibrauðs- daganna en hún gifti sig um síðustu helgi. aðar í lok ágúst auk þess sem Saga filrn er að undirbúa framleiðslu sjón- varpsseríu þar sem leitað verður að fjórðu söngkonunni. halldora@bladid.net Líflaus Victoria Raunveruleikaþáttur Victoriu Beckham ætlar ekki að mælast vel fyrir. Hún ætlaði að ganga í augu almenn- ings með þætt- inurn með því að sýna á sér mann- legri hliðar, en varð greinilega ekkikápan úr því klæðinu. Fjölmiðlar hafa gagnrýnt þáttinn í hástert og meðal annars gaf New York Post honum núll stjörnur. Var talað um líflausa og yfirborðskennda hegðun Victoriu. o QuiziiosSub Lambakjöt með Bearnaise eða BBQ sósu [575 8900 Phoenix ll 1’PIUT.SNl N r 11 han\ 450 kn í Iml eildir á allar sýniagar nrerkttr með rauða! sAMw^Sk 1 uimm HARRY POTTER 5 kl. 2 - 3:30-5-6:30 - 8-9:30-11 10 HARRY P0TTER 5 kl. 2 - 5 - 8 -11 DIGiTAl HARRY P0TTER 5 kl. 2-5-8-11VIP EVAN ALMIGHTY kl. 2-4-6-8-10:10 BLIND DATING kl.8 10 SHREK3 kI.2-4-6 SHREK3 kl. 8-10:10 OCEAN'S 13 kl. 10:10 PIRATES 3 kl.4 SHMWliStk I KRINGLllNNI . HARRY P0TTER 5 kl. 4 -5:15-7-8:15-10 I SHREK3M/ISLTAL M.4 ! SHREK3 M.6 PIRATES 3 kl .8 "jm. / AKUREYRI HARRY P0TTER 5 M. 6-9 10 SHREK3M/ ISLTAL M. 6 SHREK3 kl.8 SálwÆt. IKEFLAVÍK HARRY P01TER 5 EVAN ALMIGHTY kl. 10 REcnBOGinn DEATHPR00F kl.520,8oq 10.40 16 TAXI4 M.6,8 og 10 L DIE HARD4.0 M. 5.30,8 oq 10.40 14 FANTASTIC F0UR 2 M.5.45,8,10.15 L SmáRH^BÍÚ HARRY POTTER 5 kl.3,4,6,7,9og 10 10 HARRY P0TTER LLIXUS kl. 3,6 og 9 10 EVAN ALMIGHTY M.4,6,8og 10 L DIE HARD 4.0 kl. 5,8 oq 10.45 14 FANTASTIC F0UR2 M.3 L | DEATH PROOF M. 4.50,730 og 10F0VÆR 16 1403 M.8og10 16 EVAN ALMIGHTY W.4og6 L DIE HARD4.0 W. 7.30 og 10 14 SHREK 3 íslenskt tal kl. 4 og 5.45 L DEATH PR00F M. 520,8 00 10.40 16 1408 M. 5.50,8 og 10.10 16 DIE HARD4.0 M. 5.15,8 og 10.45 14 DEATH PROOF M.8og 1020 16 1408 M. 8og 10 16 EVAN ALMIGHTY M.6 L DIEHARD4.0 M.5.40 14

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.