blaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 06.09.2007, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2007 blaöiö FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net Miðað við það sem Nova kynnti fyrir okkur þegar umsókn um leyfin lá fyrir mátti ráða að þeir væru því sem næst tilbúnir og því undrast ég þann tíma sem þeir telja sig þurfa. Fjórfaldur hagnaður Hagnaður Sparisjóðs Bolungarvíkur nam 230 milljónum króna á fyrri helmingi ársins samanborið við 62 milljóna króna hagnað á fyrri hluta ársins 2006. Stjórnendur sparisjóðsins gera ráð fyrir að afkoma á seinni hluta ársins verði góð þó að ekki sé gert ráð fyrir sömu hækkunum á verð- bréfum sjóðsins á seinni hluta ársins. mbl.is Útboð til aukning- ar stofnfjár Byrs Ákveðið hefur verið að auka stofnfé Byrs sparisjóðs um tæpa þrjá milljarða með útboði þar sem stofnfjáreigendum verður boðið að skrá sig fyrir nýju stofnfé. Heildarnafnverð nýs stofnfjár í útboðinu er um 1,6 milljarðar og er verð hvers stofn- fjárhlutar um 1,90 krónur. Ragnar Z. Guðjónsson, spari- sjóðsstjóri hjá Byr, segir útboðið forsendu þess að hægt sé að ná skiptihlutföllum sem gert sé ráð fyrir í fyrirhuguðum samruna við Sparisjóð Kópavogs (SPK). aí Bregðast við óróa á markaði Seðlabanki Evrópu sagðist í gær fylgjast grannt með þróun mála á peningamarkaði og myndi bregðast við ef útlit væri fyrir viðvarandi óróa þar. Evrópsk hlutabréf lækkuðu í verði í gær og bandarísk hlutabréf lækkuðu þegar viðskipti hófust á Wall Street. Þau hækkuðu í gærkvöldi þar sem líkur þóttu hafa aukist á að bandaríski seðlabankinn myndi lækka vexti. mbi.is Jómfrúarflugi Dreamliner frestað Jómfrúarflugi þotunnar Boeing 787 Dreamliner hefur aftur verið frestað, nú um þrjá mánuði. Boeing reiknar nú með að jómfrúarflugið verði farið á tímabilinu frá miðjum nóvember og fram í miðjan des- ember. Vélarnar eiga þó sem fyrr að verða afhentar viðskiptavinum á réttum tíma, eða í maí á næsta ári. Icelandair er meðal þeirra flug- félaga sem hafa samið um kaup á Dreamliner. Dreamliner er fyrsta stóra farþega- flugvélin sem smíðuð er að mestu úr samsettum plasttrefjaefnum. Að sögn Boeing gerir það vélina léttari, sparneytnari og ódýrari í viðhaldi. aí Síminn einn um hituna í fyrstu ■ Síminn eina fyrirtækið með 3G~þjónustu ■ Neytendur bíða samkeppni til áramóta þegar Nova og Vodafone hefja þjónustu Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net „Það kom náttúrlega aldrei til greina að leggja einhvern stein í götu Símans en fyrir mitt leyti kemur á óvart að Nova skuli ekki vera komið lengra áleiðis,” segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Fyrir liggur að Síminn verður einráður á mark- aði þriðju kynslóðar farsíma- og net- þjónustu fram undir árslok þegar fyrirtækið Nova i samstarfi við Vodafone ætlar fyrst að bjóða neyt- endum sambærilega þjónustu. Þriðju kynslóðar dreifikerfi gefa farsíma- og tölvunotendum marg- faldan gagnaflutningshraða en áður hefur þekkst og opnar margvíslegar nýjar víddir fyrir þá sem nýta vilja sér þjónustuna. Myndsímtöl, sjón- varp og netsamband í símann og fartölvuna nánast hvar og hvenær sem er. Um sannkallaða byltingu er að ræða og kemur mörgum á óvart að aðeins eitt fyrirtæki sitji að slíku gnægtaborði í fleiri mán- uði en Síminn hyggst eðlilega nýta sér forskot sitt til hins ítrasta og býður notendum sínum að hringja myndsímtöl sér að kostnaðarlausu fram í nóvember næstkomandi. Viðbúið að Síminn yrði fyrstur Forsvarsmenn Nova hafa þó engar sérstakar áhyggjur enda hafi verið viðbúið frá því leyfin voru veitt að Síminn hefði umtalsvert for- skot enda bendir Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri á að ekki aðeins þurfti Nova að byggja upp dreifi- kerfi sitt heldur einnig að byggja upp innviði fyrirtækisins sem er ný- lega stofnað. „Það lá alltaf fyrir að við gætum ekki boðið þjónustuna á sama tíma en við erum engu að síður óhrædd við að taka slaginn. Dæmin sýna að það þarf ekki endi- lega að vera neikvætt að vera seinni með nýjungarnar heldur snýst þetta um að bjóða samkeppnishæft verð og gæði þegar þar að kemur og það munum við kappkosta.” Hrafnkell V. Gíslason segir ill- mögulegt hafa verið við útboð á 3G- leyfunum að tiltaka sérstaklega hve- Þriðja kynslóðin Síminn verður einn á markaði fyrstu mánuðina og býður ókeypis SÍmtÖI. Blaöiö/BrynjarGauti nær þjónustan ætti að hefjast en þó hafi verið sett ákveðin tímamörk. ,Það var meðal annars gert í þágu neytenda svo að þau fyrirtæki sem leyfin fengu yrðu að vera tilbúin innan ákveðins tíma en við sáum ekki fyrir að um nokkurra mán- aða forskot yrði að ræða á þessum markaði. Miðað við það sem Nova kynnti fyrir okkur þegar umsókn um leyfin lá fyrir mátti ráða að þeir væru því sem næst tilbúnir og því undrast ég þann tíma sem þeir telja sig þurfa.” MÍNÚTUVERÐ ► Síminn Mínútuverð á myndsímtali*: 29 kr. innan kerfis 39 kr. utan kerfis * eftir fyrsta nóvember Almennt mínútuverð: 11,50 kr. innan kerfis 22,50 kr. í önnur farsímakerfi ► Nova Engin ákvörðun tekin um gjaldskrá að svo stöddu Grandagarði 3 Sími: 552-9940 TSALA.N ER HAFIN liWf 15-75% AFSLATTUR Vpininnrtin MARKAÐURINN í GÆR Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 5. sept. 2007 Wðskipti (krónum Heildar- ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi viðskipti Tilboð i lok dags: verö breyting viösk.verös viöskipta dagsins Kaup Sala Félög í úrvalsvísitölu ▲ Atorka Group hf. 10,01 3,20% 5.9.2007 19 938.581.771 9,90 10,00 ■* Bakkavör Group hf. 66,30 -0,15% 5.9.2007 14 74.057.998 65,70 66,30 ▼ Existahf. 33,75 -0,59% 5.9.2007 37 329.759.315 33,65 33,95 a FLGrouphf. 26,70 1,91% 5.9.2007 42 707.222.675 26,75 26,85 a Glitnir banki hf. 28,75 1,05% 5.9.2007 120 6.810.366.721 28,70 28,75 ▼ Hf. Eimskipafélag (slands 40,95 -0,12% 5.9.2007 4 2.001.882 40,95 41,20 ▼ lcelandair Group hf. 27,55 -0,54% 5.9.2007 13 156.064.000 27,45 27,70 ▼ Kaupþing banki hf. 1149,00 -0,26% 5.9.2007 63 1.107.432.027 1145,00 1146,00 ▼ Landsbanki íslands hf. 41,70 -0,48% 5.9.2007 23 1.048.480.529 41,65 41,70 Mosaic Fashions hf. 17,50 - 4.9.2007 - - - - ▼ Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 20,20 ■0,74% 5.9.2007 44 208.390.386 20,10 20,20 a Teymi hf. 6,19 0,65% 5.9.2007 15 32.461.958 6,19 6,25 ▼ össurhf. 104,00 -0,48% 5.9.2007 3 311.118 104,50 105,50 Onnur bréf á Aðallista ♦ 365 hf. 2,65 0,00% 4.9.2007 - - 2,64 2,66 a Alfescahf. 6,12 1,83% 5.9.2007 14 95.905.100 6,10 6,12 a Atlantic Petroleum P/F 1075,00 0,47% 5.9.2007 6 3.702.280 1070,00 1080,00 ♦ EikBanki 693,00 0,00% 4.9.2007 - - 690,00 695,00 ♦ Flaga Group hf. 1,55 0,00% 5.9.2007 1 30.000 1,54 1,56 ♦ Foroya Bank 225,00 0,00% 5.9.2007 12 2.467.341 225,00 228,00 lcelandic Group hf. 5,95 - 22.8.2007 - - 5,90 5,98 * Marelhf. 100,00 3,31% 5.9.2007 18 107.816.000 100,00 100,50 Nýherji hf. 21,50 - 30.8.2007 - - 21,50 21,90 a Tryggingamiöstöðin hf. 45,30 11,85% 5.9.2007 26 20.396.405.245 45,20 45,30 Vmnslustöðin hf. 8,50 - 22.8.2007 - - - 9,00 First North á íslandi a Century Aluminium Co. 3320,00 3,43% 5.9.2007 10 99.076.000 3320,00 3355,00 ♦ HB Grandi hf. 12,00 0,00% 4.9.2007 - - - - Hampiðjan hf. 6,50 - 5.9.2007 1 2.528.435 - 6,60 • Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Trygginga- miðstöðvarinnar, fyrir um 20,4 milljarða króna. • Mesta hækkunin var á bréfum Tryggingamiðstöðvarinnar, eða 11,85%. * Mesta lækkunin var á bréfum Straums-Burðaráss, eða 0,74%. Bréf Exista lækkuðu um 0,59% og bréf Icelandair Group um o,54%- • Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,06% í gær og stóð í 8.279 stigum í lok dags. • fslenska krónan veiktist um 0,21% í gær. • Samnorræna OMX40-vísitalan lækkaði um 2,04% í gær. Breska FTSE-vísitalan og þýska DAX-vísi- talan lækkuðu báðar um 1,7%.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.