Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 20
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 20070 Diddasögur. Reykjavíkurstrákur segir frá, er heiti á bók eftir Kristin Snæland sem út kemur fyrir þessi jól. Þar minnist Kristinn bernskuára sinna á stríðsárunum og fram yfir 1950. Á þessum árum dvaldi hann gjarnan sumarlangt í sveit og var á nokkrum stöðum. Frá þessu segir í bókinni en höfundur afsak- ar sig í formála og segist kunna að „valda þeim vonbrigðum sem vænta þess að ég geti sagt frá illu atlæti, hungri, vosbúð, vinnu- þrælkun eða barsmíðum“. Hér á eftir fara þrír stuttir kafl- ar úr bókinni. Sá fyrsti gerist þegar söguhetjan er fimm ára. Leirvogstungumelar Á melunum ofan Leirvogstungu í Mosfellssveit lá þjóðvegurinn norð­ ur í land og niður af melnum í sneið­ ingi að brúnni yfir Leirvogsá. Rétt ofan við brúna var fallegur grasivax­ inn skorningur í melinn. Sumarið 1941 tjölduðu þær systur María Hafliðadóttir og Þórhildur Snæland móðir mín þarna og dvöldu þar um tíma með okkur Steina. Við Steini vorum gerðir að mjólkursendlum og sóttum mjólk að Leirvogstungu til vinafólks okkar þar. Í einni mjólkurferðinni lentum við í afar ískyggilegu ævintýri. Við gengum sem leið lá frá tjald­ inu suður yfir melinn og stefndum niður að bænum. Á melnum voru nokkuð há rofabörð. Þegar við vorum komnir vel áleiðis heyrðum við ógurlegar drunur og sáum ryk­ mökk þyrlast upp fyrir melbrúnina. Skyndilega birtust nokkrir skrið­ drekar og stefndu að okkur. Ekki þurfti að segja okkur hvílík hættu­ tæki þetta væru og tókum við því til fótanna og hlupum undan svo hratt sem við gátum. Við sáum þó fljótt að okkur væri engrar undankomu auðið, en einhver vörn gæti verið í því að komast upp á næsta rofa­ barð. Okkur tókst það, enda gaf ótt­ inn okkur vængi. Þegar upp var komið stöns­ uðum við og snerum okkur að hinni aðsteðjandi ógn. Einhverjir drekanna sveigðu frá en tveir eða þrír stönsuðu og eins og virtu okkur fyrir sér. Við störðum á þessi ægilegu vígatæki með talsverðum ótta, enda sást rétt aðeins í hjálma tveggja manna. Hinir erlendu her­ menn sem við höfðum oft komist í kynni við í Reykjavík höfðu reynst þægilegustu menn, sem jafnvel áttu það til að rétta að okkur krökk­ unum súkkulaði eða sælgæti. Þessir gætu varla verið verri og auðvitað fór svo, að skriðdrekadeildin hvarf í brott með skruðningum og látum í rykmekki. Vel er hægt að hugsa sér að dátarnir hafi haft nokkurt gaman af þeirri vörn okkar að stökkva upp á rofabarðið. Við lukum erindi okkar og bárum ánægðir mjólkina heim í tjaldið. Hróðugir sögðum við svo frá viðureign okkar við skriðdrek­ ana sem hörfuðu þegar við snerum okkur í móti þeim. Í næstu sögu er Diddi orðinn sjö ára og kominn norður í Skagafjörð. Þorgeirsboli Í hugum margra barna mun Þor­ geirsboli hafa verið eitt hið ægileg­ asta naut landsins og af því margar sögur. Á Sauðá voru þrjár kýr og á Sauðárkróki fjöldi kúa sem fólkið þar hafði í sameiginlegri fjóslengju undir melnum sunnan við plássið. Kýrnar á Króknum og frá Sauðá og Sjávarborg gengu saman í haga á svipuðum slóðum og flugvöllurinn er nú. Þar var afgirt svæði. Sá hængur var á, að með kúnum gekk stundum stórt mannýgt naut frá Borg og stóð okkur strákunum á Sauðá talsverð ógn af nauti þessu. Mér ekki síst, enda hafði ég óljósa vissu um að Sjávarborg væri sú Borg sem Þorgeirsboli væri kennd­ ur við. Þar af leiddi sú ískyggilega trú mín að bolinn frá Borg væri Þorgeirsboli eða a.m.k. illvígur ætt­ ingi hans. Fullorðna fólkið lagði og mikla áherslu á það, að hverju sinni sem við sóttum okkar kýr í girðinguna, þá skyldum við gæta þess að vera búnir að því áður er kýrnar frá Sauðárkróki væru farnar. Boli hélt sig fremur í hinum stærri hópnum en okkar kýr voru gjarnan komnar á leið heim að okkar hliði, sem var talsverðan spöl frá hliði Sauðkrækinga. Í það sinn sem hér segir frá vorum við strákarnir heldur sein­ ir fyrir, kýrnar okkar komnar á ról heim á leið, kýrnar af Króknum horfnar heim en nautið ógurlega eitt alllangt frá okkur. Þegar við birt­ umst og tókum að reka eftir kúnum heim í átt að hliðinu okkar tók boli á rás bölvandi í átt til okkar en við rákum kýrnar á sprett. Nálgaðist boli okkur svo í óefni stefndi. Til þess að flýta fyrir okkur hljóp ég á undan til að opna hliðið en strák­ arnir ráku kýrnar sem ákafast. Allt gekk með miklum hraða og var það loks á síðustu stundu að kýrnar sluppu um hliðið og strákarnir lok­ uðu því og við vorum sloppnir upp á veginn þegar boli kom æðandi. Sem betur fór var girðingin vönd­ uð og hliðið gott. Varð þá boli frá að hverfa en tók bölvandi að hnoða þúfur í móanum í illsku sinni. Þegar við vorum komnir í örugga fjarlægð tóku eldri strákarnir að gera hróp að bola, sem svaraði með öskrum og þeytti mold og torfi í loft upp. Mér þótti háttalag strákanna hið háskalegasta og bað þá blessaða að vera ekki að egna Þorgeirsbola, ekki væri að vita nema hann kæmi gegnum girðinguna og ekki víst hver yrðu þá leikslok. Létu þeir af ögrunum sínum og við héldum ánægðir heim með kýrnar, þar sem við sögðum hróðugir frá viðureign­ inni við Þorgeirsbola og hlutum þakklæti og aðdáun að launum. Loks grípum við niður í bókina þar sem Kristinn er orðinn átta ára og sendur vestur á Rauðasand, nánar tiltekið að bænum Móbergi. Veiðar Ekki var mikið um nýmeti á borð­ um, en við því var brugðist þegar færi gafst. Fyrir kom að selur var skotinn og tvisvar eða þrisvar um sumarið mönnuðu nokkrir menn af bæjunum bát og reru til fiskjar til að afla í soðið. Var þá veisla á hverj­ um bæ, að segja má. Sérstaklega man ég eftir selnum, en þarna fékk ég að bragða á honum í fyrsta sinn. Það sem mér fannst sérstakt var að mér var boðið nýtt selspik með rúgbrauði og kartöflum og fannst þetta afburðagóður matur. Ég mun ekki hafa verið matvandur, en spik var þó það sem mér var illa við af öðrum dýrum, svo og kald­ ur þykkur kekkjóttur hafragrautur, nokkuð sem ég taldi ekki mönnum bjóðandi. Selur var ekki á borðum heima í Reykjavík en ég hafði alist upp við sífellda lofgjörð mömmu um selinn og það lostæti sem hann væri, ekki síst súrsaðir selshreifar. Síðar reyndi ég að þetta var rétt og að saltað selspik var líka hreint sælgæti sem viðbit með feitum steinbítsriklingi. Við Halli náðum vel saman við veiðar. Þær fólust í margítrekuðum eltingaleik við silungsbröndu eina allvæna sem hélt sig í bæjarlækn­ um. Í læknum var nokkuð um smá­ síli sem ekki kölluðu fram veiðieðli að ráði. Hins vegar var það stóri silungurinn, þessi líka boltinn, að okkur fannst. Margoft reyndum við að ná honum, stukkum í lækinn eða köstuðum smásteinum til að fæla hann af stað, og síðan var reynt að grípa hann með höndunum. Allar urðu tilraunir okkar til einskis ann­ ars en að koma inn blautir og drul­ lugir og fá skömm í hattinn fyrir útganginn. Það var svo þegar ullin var þveg­ in sem boltinn mátti lúta í lægra haldi, en þó ekki fyrir okkur Halla. Ullin var þvegin úr keytu, en hún var þannig fengin, að undir nær því hvers manns rúmi var hlandkoppur og þvaginu safnað úr þessu í tunnu utanhúss. Að loknum rúningi fjár­ ins var ullin þvegin upp úr þessu og að loknum þvotti var því sem eftir var hellt niður og þá beint í læk­ inn. Ullin var líka skoluð vandlega og allt fór vatnið aftur í bæjarlæk­ inn. Meðan á þessu stóð vorum við Halli að sniglast með læknum og veittum því athygli, að litlir silung­ stittir fóru að fljóta dauðir upp. Fór svo að lokum að sá sterki og snjalli, boltinn okkar, flaut líka dauður upp. Þótti okkur miður að sjá hann liggja þarna dauðan, en gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta var í fyrsta sinn sem við sáum afleiðingu mengunar af mannavöldum. Diddasögur Kaflar úr bók Kristins Snæland Bókina prýðir fjöldi ljósmynda og teikninga, þar á meðal þessi eftir Pétur bróður Kristins af þeim bræðrum á rofabarðinu umkringdir skriðdrekum. Þrír Reykjavíkurstrákar, bræðurn- ir Hafsteinn, Njörður og Kristinn Snæland 3 ára ábyrgð Sparaðu með TYM 603 tym.is s.6973217 CATERPILLAR motor Félag kjúklingabænda Gleðileg jól. Óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Gleðileg jól - þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Landssamband kúabænda óskar íslenskum kúabændum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Gleðileg jól Óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Landssamtök sauðfjárbænda Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Æðarræktarfélag Íslands Sala - Tamningar - Þjálfun - Járningar Kjarnahestar Selfoss Sími: 662 1060 - kjarnahestar@internet.is Við óskum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptavinum okkar fyrir árið sem er að líða.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.