Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 18.12.2007, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Þriðjudagur 18. desember 2007 Á markaði 30 Kornverð hefur stigið í hæstu hæðir á síðustu mánuðum. Snemma í september fór heims- markaðsverð á hveiti yfir $400 á tonnið, hæsta verð sem nokkru sinni hefur verið skráð. Í maí var verðið um $200 á tonnið. Þó verðið á föstu verðlagi sé vel undir því sem var árið 1974, er það samt sem áður tvöfalt hærra en meðalverð síðustu 25 ára. Fyrr á þessu ári fór verð á maís yfir $175 dollara tonnið, enn eitt heimsmetið. Það hefur þó lækk- að aftur líkt og verð á hveit en er samt nú $150/tonnið, 50% yfir meðalverði ársins 2006. Verðbreytingar á einni kornteg­ und hafa vitaskuld áhrif á ræktun og framboð annarra. Matvælaverðs­ vísitala The Economist er samt sem áður sú hæsta nokkru sinni síðan frá upphafi, 1845, og hefur hækkað um þriðjung frá síðasta ári. Það merkilega við verðhækk­ anirnar nú er að þær verða ekki við uppskerubrest heldur þegar fram­ boð er gríðarlegt. Heildaruppskera korntegunda á þessu ári er áætluð munu verða 1,66 milljarðar tonna, sú mesta nokkru sinni og 89 millj­ ón tonnum meiri en á síðasta ári. Sú staðreynd að mesta kornupp­ skera sögunnar skuli ekki duga til að halda aftur af verðhækkunum vekur þá spurningu hvort það séu að verða einhverjar grundvallar­ breytinar á eftirspurn eftir korni í heiminum. Kjötið á spurningunni Svarið er tvíþætt. Eitt er aukin vel­ megun í Kína og Indlandi. Henni fylgir umtalsverð aukning á eft­ irspurn eftir kjöti í þessum löndum. Sem dæmi snæddi meðal kínversk­ ur neytandi um 20 kg af kjöti árið 1985 en í dag innbyrðir hann um 50 kg/ári að meðaltali. Önnur lönd munu síðar fylgja í kjölfarið. Engan þarf því að undra að bændur þurfi nú umtalsvert meira korn, um 200­250 milljón tonn á ári, til að fóðra búfénað sinn á, en þeir þurftu fyrir 20 árum. Dæmið er einfalt, þú þarft fleiri hitaeiningar úr korni ef þú borðar þær eftir að búið er að breyta þeim í kjöt heldur en ef þú borðar brauð. Það þarf þrjú kg af korni til að framleiða eitt kg af svínakjöti og 8 kg af korni til að framleiða eitt kg af nautakjöti. Frá því á seinni hluta níunda áratug­ arins hefur eftirspurn eftir korni aukist árlega um 1­2% vegna auk­ innar kjötframleiðslu. Framleiðsla etanóls er megin­ skýringin á verðhækkunum ársins 2007. Hún er aðalorsök verðhækk­ ana á maís vegna þess að alríkis­ stjórn Bandaríkjanna greip inn í markaðinn og dró til sín um þriðj­ ung framleiðslunnar. Mikil aukning í etanólframleiðslu á árinu 2005 var einnig undirliggjandi ástæða verð­ hækkana þá. Allar líkur eru á að áfram verði mikil eftirspurn eftir korni. Eftir­ spurn er þó aðeins önnur hlið mynd­ arinnar. Framboð er hin hliðin. Ef framboð eykst verulega mun verð lækka á ný, ella mun verð á korni áfram verða hátt. Framleiðsla mun því aðeins aukast að nýtt land verði brotið til ræktunar eða uppskera á flatarein­ ingu eykst. Þetta getur gerst tiltölu­ lega hratt. Kornbændur heimsins hafa brugðist skjótt við verðskila­ boðum og sáð meiru af verðmætum tegundum. ESB hefur þegar numið úr gildi það skilyrði að bændur taki land úr ræktun til að njóta styrkja. Vitanlega eru þó takmarkanir á því hve mikið er raunhæft að auka framleiðsluna. Í sumum löndum þar sem umtalsverðir ræktunarmögu­ leikar eru fyrir hendi vantar t.d. samgöngur. Annars staðar er spurn­ ing um að ryðja skóglendi eða um svo þurrlend svæði er að ræða að vafamál er hvernig þau munu standast til framleiðslu gagnvart hlýnun andrúmsloftsins. Þá munu erfðabreyttar plöntur/afurðir ekki standast væntingar nema mönnum takist að eyða efasemdum gagnvart þeim, einkum í Evrópu. Ef verð lækkar ekki á ný munu verðhækkanirnar nú marka þátta­ skil. Svonefnd IMF­matvælavísi­ tala í Bandaríkjunum var lítið eitt lægri árið 2005 en árið 1974, sem þýðir að að raungildi lækkaði vísi­ talan um 75% á þessum 30 árum. Með öðrum orðum: ef matvælaverð helst áfram svipað og það er nú er það meiriháttar breyting frá fyrri þróun þar sem neytendur og bænd­ ur voru vanir að verðið fór smám saman lækkandi, ár frá ári. Á þessu eru auðvitað margar hliðar. Bændur fá væntanlega meira í sinn hlut, árið 2007 er t.d. áætlað að tekjur bænda í Bandaríkjunum verði 50% meiri en að meðaltali á síðustu 10 árum. Fátæk matvælaút­ flutningslönd munu væntanlega einnig hagnast á þessari breytingu. En getið svo hverjir tapa? Samkvæmt upplýsingum frá Al­ þjóðabankanum búa þrír milljarðar manna í dreifbýli í þróunarlönd­ unum og af þeim eru 2,5 milljarðar algerlega háðir landbúnaði. Ætla mætti að fátækir myndu almennt hagnast á því að tekjur bænda auk­ ist. Í raun munu þó margir ekki gera það. Fjöldi fólks mun tapa meiru á hækkuðu matvælaverði heldur en tekjuaukning þeirra verður vegna hærri tekna af landbúnaði. Meðal þeirra sem munu tapa á hærra matvælaverði eru þau lönd sem flytja mikið inn eins og Japan, Mexíkó og Saudi Arabía. Þessi lönd hafa kannski efni á því en ástæða er til að hafa áhyggjur af sumum fátækustu löndum heimsins í Asíu (Bangladesh og Nepal) og Afríku (Benin og Níger). Á þessu ári munu þróunarlöndin í heild eyða 10% meira í innflutt korn en árið 2006 ($50 milljarðar). Gríðarlegur fjöldi fólks í borg­ um og landlausir verkamenn reiða sig algerlega á að kaupa allan sinn mat. Þetta fólk hefur þegar fundið verulega fyrir hækkuðu matvæla­ verði. Áætlað hefur verið að aukn­ ing á framleiðslu etanóls og annars lífeldsneytis geti leitt til þess að hitaeininganeysla á mann í Afríku minnki um 4­8% og um 2­5% í Asíu til ársins 2020. Fyrir lönd sem eru á mörkum þess að framfleyta sér, eins og Afganistan og Nígeríu, gæti slík breyting á lífskilyrðum beinlínis boðað hörmungar. Í fátækum löndum eru matvæli víða helmingur útgjalda heim­ ilanna (meira en 2/3 í Bangladesh og Nígeríu). Áhrif matvælaverðs­ hækkana verða gríðarlega mikil við slíkar aðstæður. Á heimasíðu The Economist þann 6. desember sl. var fjallað um hækkanir á matvælaverði undir fyrirsögninni „Cheap no more“ eða „Ódýrt ei meir“. Greinin hér að ofan er þýdd og stytt end- ursögn úr greininni en hana er að finna í heild sinni á slóðinni: www.economist.com/opinion/displaystory.cfm?story_id=10252015. Ódýrt ei meir Hækkandi tekjur í Asíu og niðurgreiðslur á etanóli í Ameríku hafa bundið enda á langt tímabil lækkandi matvælaverðs Innflutningur á ostum, grænmeti og kartöflum frá áramótum Október kg Frá áram. kg Frá áramótum þús.kr. cif verðm. Ostur 14.887 155.215 107.968 Kartöflur 93.240 1.553.151 87.368 Tómatar 69.660 572.414 79.216 Nýtt blómkál og hnappað spergilkál 32.798 284.193 52.310 Nýtt hvítkál 23 252.221 15.527 Nýtt kínakál 0 211.795 20.993 Nýtt spergilkál 19.627 165.245 25.465 Jöklasalat 108.111 997.373 127.676 Annað nýtt salat 27.832 316.761 183.448 Nýjar gulrætur og næpur 26.059 694.794 85.812 Nýjar gulrófur 4.219 139.589 7.418 Gúrkur 31.172 173.693 27.129 Sveppir 12.079 146.067 52.592 Paprika 105.259 1.031.377 203.650 Ný jarðarber 34.976 323.266 196.659 Erna Bjarnadóttir Hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Heimsmarkaður Nýverið var gengið frá samning- um um kaup Jötuns Véla á 30% eignarhlut í fyrirtækinu Brørup Maskinhandel sem staðsett er á Suður-Jótlandi í Danmörku. Aðkoma Jötuns Véla að fyr- irtækinu tengist kynslóðaskipt- um þar sem eigandi 50% hluta- fjár dró sig út úr félaginu vegna aldurs. Meðeigendur hans, sem jafnframt eru lykilstarfsmenn félagins, óskuðu eftir að auka sína hluti en jafnframt að fá með sér utanaðkomandi fjárfesti. Brørup Maskinhandel er eitt af elstu vélasölufyrirtækjum í Dan­ mörku, stofnað árið 1929 og hefur verið rekið með góðum hagnaði í mörg ár. Áætluð velta Brørup Maskinhandel árið 2008 er um 3 milljarðar íslenskra króna. Brørup Maskinhandel er með starfstöðvar í þremur bæjum á Suð­ ur­Jótlandi, þ.e. í Brørup, Toftlund og Starup, en á öllum stöðum er starfrækt verkstæði, varahlutasala og sala nýrra véla. Fyrirtækið er söluaðili fyrir fjölda þekktra fram­ leiðanda og má þar meðal annars nefna Massey Ferguson og Fendt dráttarvélar, Kuhn, Kverneland og McHale hey­ og jarðvinnutæki. Fyrir á Jötunn Vélar helmings hlut í vélasölufyrirtækinu Total Maskiner í Ringsted á Sjálandi sem stofnað var um síðastu áramót. Rekstur þess hefur gengið framar væntingum segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Eigendur Jötuns Véla telja að með eignarhaldi í dönsku fyrirtækj­ unum opnist ýmsir möguleikar í hagstæðum innkaupum og bættri þjónustu við viðskiptavini bæði á Íslandi og í Danmörku. Heimasíða Brørup Maskinhandel er: www.maskin­handel.dk. Frétt frá Jötunn Vélum nóv.07 sep.07 des.06 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2007 nóv.07 nóv.07 nóv.06 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 664.466 2.000.594 7.629.032 0,5 9,5 17,2 28,4% Hrossakjöt 259.617 386.255 956.060 17,4 17,8 17,1 3,6% Kindakjöt * 189.904 8.314.305 8.672.108 -29,4 1,5 0,0 32,2% Nautgripakjöt 396.513 1.060.592 3.539.733 6,4 8,1 11,2 13,2% Svínakjöt 506.560 1.546.619 6.112.964 2,3 0,5 7,2 22,7% Samtals kjöt 2.017.060 13.308.365 26.909.897 -0,1 3,5 8,1 Innvegin mjólk ** 9.412.756 27.952.011 124.589.697 4,0% 3,6% 7,2% Sala innanlands Alifuglakjöt 663.155 1.936.116 7.406.790 2,2 7,8 14,8 30,0% Hrossakjöt 100.847 222.883 650.555 -33,8 -13,6 -8,5 2,6% Kindakjöt 501.378 1.988.783 6.984.293 -14,0 -3,4 -2,4 28,3% Nautgripakjöt 400.897 1.052.105 3.531.222 5,6 6,8 10,7 14,3% Svínakjöt 506.581 1.549.790 6.113.952 2,3 0,7 7,2 24,8% Samtals kjöt 2.172.858 6.749.677 24.686.812 -3,8 1,7 6,4 Sala mjólkur á fitugrunni** 9.648.580 27.270.937 108.149.393 2 2,9 4,1 Sala mjólkur á próteingrunni** 9.994.672 29.159.856 114.837.330 4,1 1,7 1,1 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Framleiðslag og sala Mjólku ehf. er ekki innifalin Jötunn Vélar kaupa 30% hlut í Brørup Maskinhandel Aps Heildarframleiðsla á kjöti m.v. síðustu 12 mánuði var 8,1% meiri en næstu 12 mánuði á undan. Á sama tíma jókst sala um 6,3%. Mest auking varð í framleiðslu alifuglakjöts, 17,2%, en framleiðsla kindakjöts var óbreytt frá síðustu 12 mánuðum á undan. Síðastliðna tólf mánuði var mest aukning í sölu á alifuglakjöti, um 14,8% og um 10,7% á nautgripakjöti. Síðastliðna þrjá mánuði var hins vegar 4,2% samdráttur í kjötsölu frá sama tíma í fyrra. Framleiðsla og sala mjólkur hjá samlögum innan SAM er vaxandi. Framleiðsla síðustu 3 mánuði var 4% meiri en á sama tíma í fyrra og 7,2% meiri á ársgrund­ velli. Sala afurða á próteingrunni jókst um 1,1% miðað við tólf mánaða tímabil og 4,1% á fitugrunni. EB Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir nóvember 2007

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.