Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008 Hann skein sannarlega við sólu Skagafjörðurinn þegar útsend- ari Bændablaðsins renndi niður úr Vatnsskarðinu daginn eftir að vorið kom. Ferðinni var heitið að Löngumýri þar sem boðið var til veislu. Nemendur á 1. ári á ferða- málabraut að Hólum höfðu sent ritstjóra boðskort í fimm rétt- aða máltíð þar sem Matarkistan Skagafjörður skyldi vera í aðal- hlutverki. Hver stenst slíkt boð? Þetta mun vera fastur liður í ákveðnu námskeiði sem haldið er á hverju ári fyrir ferðamálanema og ber heitið Gestamóttaka, gist- ing og veitingar. Sú sem stjórnar þessu námskeiði er Guðrún Þóra Gunnarsdóttir en að þessu sinni voru nemendur tíu talsins, allt konur utan einn, og komu héðan að þaðan af landinu. Á námskeiðinu læra nemendur grunnatriði veitingarekstrar, svo sem að leggja á borð, reiða fram mat, samskipti og framkomu, en einnig um regluverk ýmislegt, gæðamál og flokkun gististaða, þjónustustýringu, framsetningu upplýsinga, öryggi og heilnæmi matvæla. Og það skorti ekkert upp á heil - næmi matarins sem boðið var upp á. Forréttirnir voru tveir, sítruslegn- ar rækjur og hrossacarpacio. Eftir fylgdu tveir aðalréttir, léttsalt- aður þorskhnakki og sinnepsristað lambafilé. Í lokin kom svo ávaxta- kokkteill sem skolað var niður með kaffi. Himneskt! Útskrifið þá strax! Nemendur léku öll hlutverk í veisl- unni nema tvö. Ein þeirra stjórnaði veislunni með elegans, önnur var yfirkokkur og aðrir báru á borð og snerust í kringum okkur gestina. Það eina sem fengnir voru aðkomu- menn í voru kokkurinn og frönsk kona sem búsett er í Skagafirði sem valdi vínin og kynnti þau – að sjálf- sögðu á íslensku. Gestir stóðu að sjálfsögðu upp og þökkuðu fyrir sig. Var það mál manna sem tjáðu sig að þessa nem- endur þyrfti ekki að prófa frekar, rektor gæti eins útskrifað þá strax. Menn voru líka sammála um að þeir hlökkuðu til að heimsækja þá ferðaþjónustu sem fengi að njóta starfskrafta þessara ágætu nema. Og meðan við röðuðum í okkur kræsingunum mjakaðist sólin til viðar og lék sitt fjölskrúðuga lita- spil úti fyrir gluggum veitingasal- arins að Löngumýri. Vorið hófst hjá undirrituðum þetta kvöld og hefði varla getað verið huggulegra. Fyrir það er sjálfsagt að þakka og óska nemunum tíu til hamingju. –ÞH Smalahundakeppni Austurlands- deildar Smalahundafélags Íslands var haldin að Eyrarlandi í Fljóts- dal nú um sumarmálin. Keppt var í þremur flokkum, A-flokki, B-flokki og unghundaflokki. Keppendur komu víða að af landinu, meðal annars af Norðaust- urlandi, Vesturlandi, höfuðborg- ar svæðinu, Suðurlandi og Austur- landi. Keppt var eftir hefðbundnum reglum, þar sem hver hundur rak fjórar ær eftir þar til markaðri braut, í hringi og slaufur. Rekið var gegn- um þrjú hlið, til stjórnanda hunds- ins, sem skipti hópnum með aðstoð hundsins áður en rollurnar voru að síðustu reknar inn í smá réttarhólf. Lífland gaf verðlaun í öllum flokk- um, sem voru hundabúr fyrir fyrsta sæti, fóðurpoki fyrir annað sæti og ól og taumur fyrir þriðja sæti. Úrslit urðu sem hér segir: Unghundaflokkur: Snót frá Grundarfirði, 46 stig F: Kátur frá Bergi M: Skotti frá Fossi Smali: Valgeir Magnússon B-flokkur: Lýsa frá Hafnarfirði, 56 stig F: Tígull frá Eyrarlandi M: Týra frá Kaðalstöðum Smali: Þorvarður Ingimarsson Dot, innflutt frá Cwm Glyn Walley í Wales Smali: Hilmar Sturluson A-flokkur: Mac, innfluttur frá Ael Y Bryn í Wales, 94 stig Smali: Þorvarður Ingimarsson Albert frá Eyrarlandi, 86 stig F: Rex frá Daðastöðum M: Petra Frá Eyrarlandi Smali: Þorvarður Ingimarsson Prins frá Daðastöðum, 85 stig F: Tígull frá Eyrarlandi M: Soffía frá Daðastöðum Smali: Sverrir Möller Aðrir keppendur í stigaröð: Týra og Hilmar Sturluson Rex og Sverrir Möller Týra og Gunnar Guðmundsson Skotta og Valgeir Magnússon Dómari í keppninni var Lár us Sigurðsson, bóndi á Gilsá í Breið- dal, og sleppimeistari Hallgrímur Kjartansson, bóndi á Glúmsstöðum I. Að sögn Þorvarðar Ingimarsson- ar á Eyrarlandi voru veðurguðirnir ekki beinlínis hliðhollir keppend- um. „Þegar hefja átti keppni gekk upp með norðvesturstormi, sem olli okkur verulegum vandræðum, en með því að snúa brautinni undan vindi var hægt að halda keppn- ina. Það lægði samt dálítið þegar á leið, en þetta setti óneitanlega mark sitt á keppnina, svo ekki sé minnst á þá staðreynd að Marsibil og Kristín komust ekki til keppni úr Mjóafirðinum vegna veðurs, þar sem ekki var lendandi á Dalatanga. Þegar hundar eru komnir með 85 stig og þar yfir eru þeir býsna góðir og það hafa ekki margir hundar náð því,“ sagði Þorvarður. SigAð Snót frá Grundarfirði, sem sigraði í unghundaflokki, skiptir hópnum með aðstoð smalans Valgeirs Magnússonar. Myndir: SigAð Smalahundakeppni að Eyrarlandi í Fljótsdal Keppendur, taldir frá vinstri: Gunnar Guðmundsson úr Hafnarfirði, Valgeir Magnússon frá Grundarfirði, Sverrir Möller á Efra-Lóni, Þorvarður Ingimarsson á Eyrarlandi, Hilmar Sturluson frá Selfossi. Prins frá Daðastöðum, sem varð í þriðja sæti í A-flokki, rekur hópinn í rétt- ina með aðstoð smalans Sverris Möller. Mac, einn stigahæsti smalahundur á landinu, rekur hópinn í fyrstu slauf- una til smalans Þorvarðar Ingimarssonar. Nemendahópurinn sem hélt veisluna ásamt Ólafi Jónssyni matreiðslumeistara. Myndir: Guðrún Brynleifsdóttir. Matarkistan Skagafjörður lék stórt hlutverk í málsverðinum. Hér er fyrsti forréttur kominn á diska og þar er rækjan frá Dögun í forgrunni. Um þrjátíu gestir sátu veisluna, skólafólk frá Hólum, framámenn í héraði og örfáir aðkomumenn, þeirra á meðal ferðamálastjóri, Ólöf Ýrr Atladóttir, sem sést hér til hægri. Við hlið hennar stendur Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga. Ferðamálanemar á Hólum buðu Bændablaðinu í kvöldverð sem seint gleymist Fimmréttað skagfirskt nægtaborð Matarkistan Skagafjörður lék stórt hlutverk

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.