Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 27
27 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008 Fimmtudaginn 17. apríl sl. var opið fjós að Mýrum 3 á Hegg- staðanesi. Fjöldi manns, eða allt að 150, lagði leið sína að bænum og leit fjósið og mjalta- þjóninn augum, þeir sem komu lengst að voru úr Fljótshlíðinni, höfðu séð opna fjósið auglýst í Bændablaðinu og ákváðu að bregða sér bæjarleið. Þetta er fyrsta fjósið í Húnaþingi vestra sem er búið slíku tæki og má því segja að tæknin hafi haldið innreið sína þar í kúabúskap eins og víða um land. Fjósið er fyrir 70 mjólkurkýr auk geldneyta og er grunnflötur þess um 900 m2. Við það er votheyshlaða. Ábúendur að Mýrum 3 eru Karl Guðmundsson og Valgerður Kristjánsdóttir ásamt börnum. Þá búa þar foreldrar Karls, þau Guðmundur Karlsson og Erla Stefánsdóttir, en þau stofnuðu lögbýlið Mýrar 3 út úr Mýrum um miðja síðustu öld og hófu búskap. Ávallt hefur verið búið bæði með kýr og kindur á Mýrum og eru nú 99 nautgripir í fjósi og hátt í 300 ær á fóðrum. Í framtíðinni er reikn- að með að vera með allt að 200 nautgripi. Ræktunarland er töluvert á Mýrum og gjöfult og stefna ábú- endur að því að hefja kornrækt á næstunni. Framkvæmdir við nýja fjós- ið hófust sumarið 2006 en þá tók Gunnlaugur Frosti ásamt bróður sínum Karli grunn- inn að því. Byggingastjóri var Jóhannes Erlendsson, yfirsmiður Guðmundur Karlsson, ábúandi, og aðrir smiðir Halldór P. Sigurðsson og Kristófer Jóhannesson. Margir sveitungar komu að uppbygging- unni og vilja ábúendur þakka þeim fyrir vel unnin störf. Um raflagnir sáu Jón Böðvarsson Syðsta-Ósi og Sigurður Geirsson Fjarðarhorni. Pípulagnameistari var Hjalti Hrólfsson. Húsið er stálgrindarhús á steyptum mykjukjallara. Stálgrind og klæðning er frá Stálbæ. Þann 6. desember sl. var DeLaval mjaltaþjónn frá Vélaveri gangsettur. Ábúendur eru mjög ánægðir með hann og kýrnar einn- ig. Þær koma að jafnaði í mjaltir þrisvar á sólarhing og nyt hefur aukist. Þá er júgurheilbrigði betra en áður og má segja að júgurbólga hafi svo gott sem horfið. Fóðrað er með heilfóðurvagni og síðar stefnt á að fá sjálfvirkt fóðurkerfi. Gólfbitar, innréttingar og bása- dýnur eru frá Líflandi sem einnig selur þeim Mýramönnum fóður. Gluggar, loftræsting, lýsing og básadýnur fyrir geldkýr eru frá Landstólpa. Hönnuður var Ívar Ragnarsson. Fyrir næsta vetur er stefnt að því að fá kálfafóstru en þá fer hús- móðirin í fæðingarorlof. Það vakti athygli gesta hve kálfar og skepnur voru rólegar og leið vel. Það sama á við um gesti, tekið var á móti þeim að húnvetnskum sið og bauð Vélaver upp á tertu, Lífland bjór, MS osta og jógúrtdrykki, en heima- menn lögðu til tertu og kaffi. Bændablaðið fór á vettvang og eru meðfylgjandi myndir teknar í gleðskapnum. –ÞH Fyrsta fjósið í Vestur- Húnavatnssýslu búið mjaltaþjóni Þessir fylgdust grannt með tækniundrinu að störf- um, frá vinstri: Gunnlaugur Frosti Guðmundsson Söndum, Guðmundur Karlsson Mýrum 3, Gunnar Kristófersson Laugarbakka og Ólafur Valdimarsson Hvammstanga. Kálfarnir létu sér hvergi bregða þrátt fyrir mann- fjöldann. Ábúendur á Mýrum 3, Karl Guð- mundsson og Valgerður Kristjáns- dóttir, stolt í nýja fjósinu, að baki þeim sér í mjaltaþjóninn. Þessir voru hrifnir af nýja fjósinu, og ekki spilltu veigarnar fyrir. Frá vinstri: Böðvar Sigvaldi Böðvarsson Mýrum 2, Ólafur Stefánsson Reykjum og Jóhann Johansen Skeggjastöðum. NOTUÐ FJÓRHJÓL

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.