Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 20
Fundur um möguleg tækifæri ferðaþjónustuaðila í kvik- myndatengdri ferðaþjónustu verður haldinn á vegum Íslands- stofu á Hilton Reykjavík Nordica milli 10 og 12 þriðjudaginn 7. febrúar. Mikil aukning hefur orðið á stórum verkefnum í kvikmyndagerð hér á landi og í því felast fjölmörg tækifæri. YFIRHÖFN Verð 37.000.- ÚTSALA! Fyrstu skrefin í að inn- leiða eCall-neyðarkerfi í Evrópu hafa verið tekin með samþykkt framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Kveðið er á um að slíkur búnaður verði orðinn gagnvirkur árið 2015. Þannig geta ökutæki náð sjálfvirkt sambandi við neyðar- númer ef slys verður. Heimild: www. us.is Fyrsti hluti Landbúnaðarsafns Íslands verður opnaður í nýju hús- næði, Halldórsfjósi á Hvanneyri í Borgarfirði í vor gangi áætlan- ir eftir segir Bjarni Guðmunds- son, verkefnisstjóri Landbúnaðar- safnsins. Þar verður sögusýning á gripum sem tengjast íslenskum landbúnaði. „Endurbætur á húsinu hafa stað- ið yfir síðan 2007 þegar safnið var formlega stofnað og samið var um að það fengi afnot af húsinu, sem í marga áratugi gegndi hlutverki fjóss og rannsóknarstofu Land- búnaðarháskóla Íslands. Síðan höfum við í stjórn safnsins haft fyrir reglu að framkvæma aðeins þegar fjármunir eru fyrir hendi til að stefna safninu ekki í skuldir. Af þeim sökum set ég vissan fyrir- vara á að sýningarsalurinn verði opnaður í vor en það ætti að nást ef allt gengur eins og í sögu,“ segir hann. Landbúnaðarsafn Íslands byggir á grunni Búvélasafnsins á Hvann- eyri sem rakti sögu sína til 1940 að sögn Bjarna. Safnið hefur undanfarin ár verið geymt í 2.000 fermetra bráðabirgðahúsnæði á vegum Landbúnaðarháskólans en fjósið er um það bil þriðjungur þess að stærð. Inntur út í safnkostinn, segir Bjarni: „Þarna er fjöldi minja- gripa, verkfæri og vélar sem ein- kenndu sögu landbúnaðar á 20. öld þegar vélvæðing hófst að ein- hverju ráði, þar á meðal í sveit- um landsins. Mér reiknast að þeir séu á bilinu 1.100 til 1.200 tals- ins og þar af eru stærri gripir á bilinu 200 til 300,“ segir Bjarni og nefnir fyrsta Fergusoninn og Farmalinn sem dæmi um áhuga- verða safngripi, að ógleymdu sjálfu Halldórsfjósi. „Fjósið og byggingarnar í kring varpa líka ljósi á sögu landbúnað- arins. Það var teiknað af Guðjóni Samúelssyni, arkitekt og húsa- meistara ríkisins og byggt á árun- um 1928 til 1929,“ segir hann um húsnæðið og nefnir að innan- hússhönnunin sé enn í ákveðinni mótun. Hún sé í höndum Sigríð- ar Sigurþórsdóttur arkitekts sem annast hönnunarvinnu og Björns G. Björnssonar sem hannar sýninguna. Ýmsir opinberir aðilar hafa styrkt verkefnið og þar á meðal Landbúnaðarháskóli Íslands, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Borgarbyggð og Alþingi. Fjöldi sjálfboðaliða hefur líka lagt hönd á plóg. „Þetta hefði verið ógerlegt án alls þessa góða fólks,“ segir Bjarni sem hefur sjálfur látið höf- undarlaun af ritum sínum tveim- ur, … og svo kom Ferguson og Alltaf er Farmall fremstur, renna í byggingarsjóð. roald@frettabladid.is Landbúnaðarsafn í fjósi Til stendur að opna fyrsta hluta Landbúnaðarsafns Íslands í nýju húsnæði á Hvanneyri í Borgarfirði í vor. Gamla fjósið á staðnum mun hýsa safnið sem inniheldur gripi sem tengjast sögu íslensks landbúnaðar. Bjarni segir marga spennandi gripi að finna á Landbúnaðarsafninu. MYND/ÞÓRUNN EDDA BJARNADÓTTIR Splunku- nýjar vörur Grímsbær-Bústaðarvegi Efstaland 27, 108 Rvk., Sími 527-1999 Opið: mán-fös. 11-18 laugd. 11-15 Vertu vinur á facebook ;) Útsölulok dagana 1. og 2. febrúar Allt að 70% afsláttur. FATNAÐUR, SKÓR, SKART OG TÖSKUR Fyrir skvísur á öllum aldri. Komdu og gerðu frábær kaup. Sjáumst í Grímsbæ Opið frá kl. 11-21.00 báða dagana TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.