Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 01.02.2012, Blaðsíða 28
1. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR24 ➜ Tónleikar 12.15 Tónleikaröðin Ljáðu okkur eyra heldur áfram í Fríkirkjunni í Reykjavík. Gerrit Schuil sér um hana, en dagskrá hverra tónleika er ekki auglýst né flytj- endur. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. ➜ Fræðsla 20.00 Fræðslufundur um ævi og störf Sigurðar Þórarinssonar, land- og jarð- fræðings, verður haldinn í Volcano House, Tryggvagötu 11. Sigurður Stein- þórsson, jarðfræðiprófessor og sam- verkamaður Sigurðar, mun fjalla um vísindastörf hans og rannsóknir. Allir velkomnir. ➜ Fundir 20.00 Hvítabandið heldur fund á Hall- veigarstöðum. Gestur fundarins verður Vilborg Dagbjartsdóttir. ➜ Opið hús 16.30 Kvenfélagasamband Íslands verður með opið hús í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14. Stofn- fundur nýs kvenfélags í Reykjavík hefst svo klukkan 17.15. Öllum er velkomið að mæta. ➜ Fyrirlestrar 20.00 Fyrsta rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða verður haldið í Sögu- félagshúsinu við Fischersund. Fyrirlesari er Stefán Pálsson og talar hann undir yfirskriftinni Fingrafar málvísinda- mannsins – Rasmus Kristján Rask: áhrif, arfleifð og íslenska ð-ið. Allir velkomnir. ➜ Handverkskaffi 20.00 Tinna Þórudóttir Þorvaldsdóttir mun kynna ullargraff og grunnatriði í hekli á Handverkskaffi í Gerðubergi. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is 24 menning@frettabladid.is AÐEINS EIN SÝNING er eftir af leikverkinu Póker sem sýnt er í Tjarnarbíói í leikstjórn Valdimars Arnar Flygenring, en hún fer fram næstkomandi laugardagskvöld klukkan 20. Póker hefur unnið til ýmissa verðlauna víða um heim. Gagnrýnendur hafa líka tekið Íslensku leikgerðinni vel, en verkið þykir hafa skemmtilega skírskotun til íslensks samfélags í dag. Tíu höfundar verið tilnefndir til viðurkenningar Hagþenkis, sem telst til virtustu verðlauna sem fræðimönnum og höfundum fræðilegra rita hlotnast. Hagþenkir, sem er félag höf- unda fræðirita og kennslugagna, hefur frá árinu 1986 veitt viður- kenningu fyrir fræðirit og náms- gögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Öll fræði- rit sem koma út á Íslandi koma til greina við veitingu viðurkenn- ingarinnar en það er viðurkenn- ingaráð Hagþenkis, skipað fimm félagsmönnum, sem ákvarðar til- nefningarnar og hvaða höfundur hlýtur að lokum viðurkenninguna. Þeir höfundar sem eru tilnefnd- ir til viðurkenningar Hagþenkis 2011 eru: Birna Lárusdóttir, aðal- höfundur og ritstjóri Mannvist- ar, sýnisbókar íslenskra forn- leifa, Erla Hulda Halldórsdóttir fyrir Nútímans konur, Jóhann Óli Hilmarsson fyrir Íslenskan fuglavísi, Jóhann Yngvi Jóhanns- son fyrir Landnám, ævisögu Gunnars Gunnarssonar, Ólafur Kvaran, ritstjóri Íslenskrar lista- sögu I-V frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, Páll Björns- son fyrir Jón forseti allur? Tákn- myndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar, Pétur Pétursson fyrir Trúmaður á tímamótum, ævi- sögu Haralds Níelssonar, Sigríð- ur Víðis Jónsdóttir fyrir Ríkis- fang: Ekkert. Flóttinn frá Írak á Akranes, Sylvía Guðmunds- dóttir ritstjóri fyrir Lestrarland- ið og Úlfhildur Dagsdóttir fyrir Sæborgina, stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika. Í viðurkenningarráði Hagþenk- is 2011 eru Birgir Hermanns- son stjórnmálafræðingur, Fann- ey Þórsdóttir lektor í sálfræði, Unnur Birna Karlsdóttir sagn- fræðingur, Þorsteinn Helgason sagnfræðingur og Þórður Helga- son bókmenntafræðingur. Verk- efnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir. Um mánaðamótin febrúar og mars verður tilkynnt hvaða höf- undur hlýtur viðurkenningu við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöð- unni. Sá hinn sami hlýtur eina milljón króna í verðlaun. - hhs Tíu framúrskarandi höfundar tilnefndir HINIR TÍU TILNEFNDU Þessir tíu höfundar hafa verið tilnefndir til viðurkenningar Hagþenkis. Sá sem þykir standa upp úr hlýtur um mánaðamótin febrúar og mars viðurkenninguna sjálfa og fær eina milljón króna í verðlaun. Tækniþróunarsjóður Kynningarfundur 3. febrúar H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Athugið! Umsóknarfrestu r er til 15. febrúar 2012 Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, föstudaginn 3. febrúar kl. 8:30 - 10:00 í tengslum við umsóknarfrest 15. febrúar nk. Starfsmenn Rannís fjalla um umsóknar- og matsferli sjóðsins og svara fyrirspurnum. Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins, stýrir fundinum. Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar skv. lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr 75/2007. Sjóðurinn, sem er í vörslu Rannís, fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. Verk Þórs Tulinius, Blót- goði sem sýnt hefur verið í Landnámssetrinu, hefur verið boðið á franska leik- listarhátíð. Þór er sömu- leiðis að leggja lokahönd á sérútgáfu verksins fyrir grunnskóla. „Með sýningunni Blótgoða er ég meðal annars að reyna að átta mig á því hvernig heiðnin var, hvern- ig var trúarlíf landans áður en kristnin kom til sögunnar. Trúðu menn á goðin og voru menn í alvöru að blóta þau. Og hvað með vætti og huldufólk, var trúin á þá lifandi og einlæg,” segir Þór Tulinius sem hrærst hefur í heimi heiðni á Íslandi undanfarin ár. Í september var leikverk hans Blótgoði frumsýnt í Landnáms- setrinu í Borgarnesi og þar hefur það verið sýnt við góðan orðstír og dóma. „Fræðimenn hafa vita- skuld rannsakað þetta efni ofan í kjölinn og hafa á því margvísleg- ar skoðanir. Ég byrjaði að sanka að mér heimildum um efnið fyrir nokkrum árum síðan og markmið- ið var að setja upp leikrit um hug- myndaheim Íslendinga við kristni- töku. Mig langaði til þess a komast að því hvort trú þeirra á goðin var farin að kulna en komst að því að trúarlífið var sprelllifandi á þessum tíma,” segir Þór sem fer með öll hlutverki í sýningunni og bregður sér í líki fjölmargra þekktra persóna, svosem Snorra Goða, Þorgeirs Ljósvetningagoða, Síðu-Halls og Finnboga ramma. Nokkrar sýningar eru enn eftir af verkinu í Landnámssetrinu en Þór stefnir að því að kynna skóla- krökkum landsins hugmyndaheim heiðninnar og vinnur nú að styttri leikgerð sem hann stefnir á að fara með í skóla landsins. „Það má segja að sýningin sé um kristni- tökuna, en eitt meginþema hennar er trúfrelsi og virðing fyrir átrún- aði annarra, og þannig höfðar hún til samtímans og hentar líka sem skólasýning,” segir Þór og leggur áherslu á að sýningin sé létt og skemmtileg. Þór fer með Blótgoða út fyrir landsteinana í sumar, en honum hefur verið boðið á hátíðina EPOS í Vendome í Frakklandi sem snýst um frásagnarlist til forna. „Þetta er létt og skemmti- leg sýning, hálfgert uppistand og efnið á vonandi eftir að skila sér. Ég mun flytja verkið á íslensku en það verður texti á skjá fyrir ofan sviðið, svona eins og menn sjá í óperunni,” segir Þór að lokum. sigridur@frettabladid.is Kynnir heiðinn heim fyrir krökkum og Frökkum BLÓTGOÐI Einleikurinn er sýndur í Landnámssetrinu í Borgarnesi. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 01. febrúar 2012

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.