Fréttablaðið - 09.02.2012, Síða 16

Fréttablaðið - 09.02.2012, Síða 16
9. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna Stundvísi flugvéla Icelandair um Keflavíkurflugvöll er mun meiri en þeirra frá Iceland Express. 75 prósent véla Icelandair voru á réttum tíma til og frá landinu í síðari hluta janúar en hlutfallið var 57 prósent hjá Iceland Express. Það er ferðasíðan Túristi.is sem hefur tekið saman komu- og brott- farartíma íslenskra flugfélaga. Á síðunni segir að bæði flugfélögin hafi bætt sig í stundvísi undan- farnar vikur og þá sér í lagi Iceland Express, því síðustu tvo mánuði hafi vélar fyrirtækisins sjaldan lent við Leifsstöð á réttum tíma. „Iceland Express flýgur nú aðeins til London og Kaupmannahafnar og voru ferðirnar til og frá landinu tæplega fjörutíu á síðari hluta janúar. Það var einn tíundi af fjölda ferða á vegum Icelandair á tímabilinu,“ segir á vef Túrista. ■ Samgöngur Icelandair mun stund- vísari en Express Rauðakrossbúðirnar anna varla eftirspurn eftir not- uðum fatnaði. Strákar hafa ekki síður áhuga á að kaupa notuð föt en stelpur. Stefnt er að því að auka og bæta úrvalið í verslununum, að sögn Helgu Pálsdóttur verslunarstjóra. Rauði krossinn selur ekki bara fatnað, heldur úthlutar einnig fatnaði. Lítil herradeild er í verslun Rauða krossins á Laugavegi 12 þar sem seld eru jakkaföt, skór, skyrtur og peysur. „Við erum með vandað- an fatnað fyrir karlmenn á öllum aldri í þessari verslun og setj- um í hana allt spennandi sem við getum fundið. Áhugi herra á not- uðum fatnaði er að aukast miðað við magnið sem við seljum. Við önnum varla eftirspurn,“ segir Helga Pálsdóttir verslunarstjóri. Hún getur þess að með meiri flokkun á þeim fatnaði sem berst til Rauða krossins ætti alltaf að vera nóg úrval. Að sögn Helgu er hluti fatnaðar- ins seldur óflokkaður til Hollands og Þýskalands. „Ég er viss um að fólk sem gefur Rauða krossinum vonast til þess að fatnaðurinn komi í góðar þarfir, bæði innanlands og utan. Það góða við endurnýtingu á fatnaði er að fólk sparar peninga með því að kaupa hann samtímis því sem það styrkir góð málefni. Féð sem kemur inn fer í alls konar hjálparstarf, bæði hér á landi og erlendis.“ Rauði krossinn úthlutar einnig fatnaði, að því er Helga greinir frá. „Úthlutunin fer fram á Lauga- vegi 116 alla miðvikudaga frá klukkan 10 til 14.“ Ágústa Guðmundsdóttir, versl- unarstjóri hjá Hertex, verslun Hjálpræðishersins í Garðastræti, segir stráka hafa komið í jafn- miklum mæli í gegnum tíðina og stelpur til þess að kaupa föt. „Þeir finna hér fín föt. Stelpurnar koma að vísu oftar en strákarnir. Þeir koma ekki bara til að skoða, heldur þegar þá vantar nauðsynlega flík. Það ættu allir að geta fundið eitt- hvað hér ef þeir gefa sér tíma til að leita.“ Hægt er að fá beiðni fyrir fata- úthlutun hjá Hjálpræðishernum í Kirkjustræti 2, að því er Ágústa greinir frá. „Fólk kemur þá til okkar með beiðnina og velur sér fatnað sem það fær án endur- gjalds.“ Fatnaður er einnig seldur í verslun Hjálpræðishersins við Eyj- arslóð. ibs@frettabladid.is Mikil eftir- spurn eftir not- uðum fötum VERSLUN RAUÐA KROSSINS Margrét Einarsdóttir og Pálína Ósvald sjálfboðaliðar við störf í verslun Rauða krossins á Laugavegi 12. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Evrópuþingið samþykkti ekki reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, ESB, um að matvæla- og drykkjarframleiðendur hefðu rétt til að auglýsa smávegis minnkun á magni salts, sykurs og fitu framan á vöruumbúðum. Meiri- hluta þingmanna þótti slíkar merkingar villandi. Framkvæmdastjórnin þarf nú að endurskoða textann en hún vildi til dæmis leyfa svohljóðandi merkingu: „Nú með 15 prósentum minna sykurmagni“ og var þá miðað við það magn sem sama vara innihélt áður. Gagnrýnendur bentu meðal annars á að það yrði of erfitt að bera saman hversu mikið fitu-, salt- og sykurmagn í ýmsum vörum hefði minnkað þar sem magnið hefði verið mismunandi áður. Jafnframt var bent á að vara gæti til dæmis enn innihaldið mikið sykurmagn og meira en aðrar vörur þótt það hefði verið minnkað. Samkvæmt reglu ESB frá 2006 má ekki auglýsa á umbúðum minnkun salts, fitu eða sykurs nema hún sé að minnsta kosti 30 prósent. ■ Matvæli ESB þarf að umorða lagatexta um fitu- og sykurmagn Drekki ófrísk kona tvo glös af áfengi á viku eykst hættan á fósturláti um 50 prósent. Séu fjögur glös drukkin tvöfaldast hættan. Þetta kemur fram í grein danskra vísindamanna í ritinu International Journal of Epidemiology en þeir skoðuðu gögn um 92 þúsund danskar konur og upplýsingar um áfengisdrykkju þeirra á meðgöngu. Hættan á fósturláti var sérstaklega mikil ef konur drukku áfengi snemma á meðgöngunni. Nær þriðjungur allra danskra kvenna sem gengu með barn á árunum 1996 til 2002 tók þátt í rannsókninni en í henni var tekið tillit til annarra áhættuþátta sem hafa áhrif á fósturlát. Niðurstaða rann- sóknarinnar kom vísindamönnunum á óvart, að sögn eins þeirra, Anne- Marie Nybo Andersen. ■ Heilsa Tvö glös af áfengi á viku auka hættuna á fósturláti Alvarleg brot á reglum voru fram- in hjá 102 af þeim 152 kjúklinga- framleiðendum í Noregi sem Mat- vælaeftirlitið þar í landi gerði kannanir hjá í fyrra. Fylgst var með framleiðslunni frá klaki til slátrunar hjá fjórðungi allra kjúk- lingaframleiðenda í Noregi. Farið var í eftirlitsferðir til þeirra sem grunaðir voru um reglubrot, að því er kemur fram á vefsíðunni mat- tilsynet.no. Norska blaðið Aftenposten hefur það eftir starfsmanni Matvæla- eftirlitsins að áhyggjur manna af því að meðhöndlun dýranna væri ábótavant hefðu verið staðfestar. Dæmi voru um að dimmt væri í of stuttan tíma hjá dýrunum þann- ig að þau gátu ekki hvílst nægi- lega. Of þröngt var um dýr, loft- ræsting slæm og skortur á fóðri og vatni. Einnig voru dæmi um að reglur skorti um hvernig fjar- lægja ætti og meðhöndla veik og slösuð dýr. Aðferðir við slátrun þóttu ekki nógu góðar. Ekki var hugað nógu vel að því hvernig tæma ætti gáma með lifandi dýrum auk þess sem dæmi voru um að beinbrotn- ir kjúklingar væru hengdir upp á sláturlínuna. -ibs Matvælaeftirlitið í Noregi afhjúpaði alvarleg brot: Velferð dýranna ábótavant KJÚKLINGAR Norska matvælaeftirlitið fylgdist með kjúklingaframleiðslu frá klaki til slátrunar. KRÓNUR var meðalkílóverðið á frosnum kjúklingi í nóvember, sam- kvæmt mælingu Hagstofu Íslands. Verðið hefur nærri tvöfaldast frá árinu 2005 þegar það var 386 krónur. Í nóvember 2009 var kílóverðið 518 krónur, og hefur hækkað um 43 prósent síðan. 740 Áhrif flugs á Íslandi Hafa flugsamgöngur meiri áhrif á eyríki langt úti í Atlantshafi en ríki á meginlandi Evrópu? Hver eru áhrif flugs á Íslandi? Að undanförnu hefur hið þekkta rannsóknarfyrirtæki Oxford Economics unnið að úttekt á efnahagslegum áhrifum flugstarfsemi í 55 löndum um allan heim í samstarfi við IATA, Alþjóðasamtök flugfélaga. Nú er skýrslan um Ísland komin út og á fundinum verða athyglisverðar niðurstöður hennar kynntar undir fundarstjórn hinnar góðkunnu sjónvarpskonu Þóru Arnórsdóttur. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Efnahagslegur ábati af flugrekstri á Íslandi Kynning á niðurstöðum skýrslu Oxford Economics Julie Provici, hagfræðingur IATA Pallborðsumræður um efni skýrslunnar Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og atvinnumálaráðherra Pétur K. Maack, flugmálastjóri Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group Fáið nýjustu upplýsingar um samgöngumál á Íslandi beint í æð. Vinsamlega skráið þátttöku á info@saf.is. Aðgangur er ókeypis. Morgunverðarfundur á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 8:30-9:45. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 5 83 54 0 2/ 12

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.