Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 56
29. mars 2012 FIMMTUDAGUR36 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Hljómsveitin Miike Snow var stofnuð í Stokkhólmi ári 2007 af tveimur Svíum, Christian Karlsson og Pontus Winnberg, og bandaríska laga- smiðnum Andrew Wyatt. Karlsson og Winnberg eru æskufélagar frá Gautaborg og unnu saman í tónlist þar á unglingsárunum. Karlsson var svo meðlimur í hip-hop- sveitinni Goldmine, en þeir hittust aftur í Stokkhólmi árið 2000 og mynduðu upptökustjóra teymið Bloodshy & Avant sem samdi og tók upp tónlist fyrir ótal stór- stjörnur, þ.á m. Sugababes, Kelis, Kylie Minogue og Britney Spears, en það var einmitt þegar þeir voru að vinna við plötu með henni árið 2004 sem þeir hittu Wyatt. Nafnið Miike Snow (maður þarf alltaf að skoða það aftur til að athuga hvort það hafi ekki örugg- lega verið tvö i …) var að sögn valið til heiðurs japanska kvikmynda- leikstjóranum Takashi Miike. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu, samnefnda sveitinni, árið 2009. Hún fékk ágætar viðtökur plötu- kaupenda, en dómar voru nokkuð misjafnir. Í síðustu viku kom svo plata númer tvö, Happy To You, sem þykir töluvert betri. Tónlistin á nýju plötunni er elektróskotið popp. Eins og við var að búast af þessum bransajálkum úr poppiðnaðinum þá er hljómurinn mjög flottur og það sama má segja um lagasmíðarnar og út setningarnar, sem eru hugmyndaríkar og skemmtilegar. Það mætist í sveitinni grípandi vinsældapopp og tilraunakenndari pælingar sem skýrir lýsingu blaðamanns breska blaðsins Guardian sem sagði að tón- list Miike Snow væri eins og „Aha hitti Animal Collective“. Fín poppplata, og ekki skemmir fyrir að sænska þjóðargersemin Lykke Li syngur eitt lag, Black Tin Box. Heitur snjór frá Stokkhólmi MIIKE SNOW „Aha hittir Animal Collective.“ > Í SPILARANUM The Stranglers - Giants The Chemical Brothers - Don‘t Think John Talabot - fin Esperanza Spalding - Radio Music Society Blússveit Þollýjar - My Dying Bed > PLATA VIKUNNAR ★★★★★ Lana Del Rey - Born To Die „Nýstirnið Lana Del Rey með ágæta poppplötu.“ -TJ Hljómsveit Liams Gallagher, Beady Eye, Primal Scream og Plan B eru á meðal þeirra sem hita upp fyrir The Stone Roses á þrennum endurkomutónleikum þeirra í Manchester í júní. Einnig hita upp rokkararnir í The Vaccines með bassa- leikarann Árna Hjörvar innanborðs. Miðar á tónleikana seldust upp á örskammri stundu eftir að þeir fóru í sölu í fyrra. Síðan þá hafa menn velt vöngum yfir hvaða hljómsveitir munu hita upp fyrir Roses og nú er það loksins komið í ljós. Gallagher hefur lengi verið aðdáandi Roses og hefur látið hafa eftir sér að hann hafi viljað hella sér í tónlistarbransann eftir að hafa séð bandið á tónleikum þegar hann var ungur að árum. Hita upp fyrir Roses HITAR UPP Liam Gallagher og félagar í Beady Eye hita upp fyrir The Stone Roses. Nicki Minaj sendir frá sér sína aðra plötu í næstu viku. Frægðarsól hennar hefur risið hratt upp á skömmum tíma. Önnur plata söngkonunnar Nicki Minaj, Pink Friday: Roman Reloa- ded, kemur í verslanir 3. apríl. Grípandi danspoppið er alls- ráðandi í fyrsta smáskífulaginu, Starships, sem kom út í febrúar og næsta lag, Right By My Side sem hún syngur með Chris Brown, er nýkomið í loftið. Nýju plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hlaut sú fyrsta, Pink Friday sem kom út í nóvember 2010, fínar viðtökur. Hún komst í efsta sæti bandaríska Billboard-listans og annað smáskífulagið, Your Love, náði miklum vinsældum en það var unnið upp úr laginu No More I Love You´s sem Annie Lennox úr Eurythmics gaf út 1994. Minaj varð í framhaldinu áber- andi sem gestasöngkona hjá stjörnum á borð við David Guetta, Usher, Kanye West, Drake, Britney Spears og Madonnu. Með þeirri síðastnefndu söng hún, ásamt M.I.A., lagið Gimme All Your Luvin af nýjustu plötu Mad- onnu. Margir muna eflaust eftir söngatriði þeirra þriggja í hálf- leik bandarísku Ofurskálarinnar í febrúar sem vakti mikla athygli. Frami Nicki Minaj hefur verið mjög skjótur. Hún heitir réttu nafni Onika Maraj og fæddist í Tríniad og Tóbagó árið 1982 en fluttist til New York með for- eldrum sínum þegar hún var fimm ára. Hún útskrifaðist úr LaGuardia-listaskólanum sem er frægur sem skólinn úr sjón- varpsþáttunum Fame. Eftir hafa gefið út þrjár mix-spólur sem vöktu á henni athygli gerði hún útgáfusamning við Young Money Entertainment sem rapparinn Lil Wayne stofnaði. Pink Friday leit síðan dagsins ljós og birtist Minaj þar með full- skapaða og litríka ímynd, staðráð- in í að stela senunni hvert sem hún kæmi. Það virðist hafa tekist, því auk þess að fá mikla útvarpsspilun og hafa setið fyrir í tímaritum á borð við Elle, W og Cosmopolitan hefur hún hlotið Bandarísku tón- listarverðlaunin og tilnefningu til Grammy-verðlauna. Minaj hitaði upp fyrir Britney Spears á tónleikaferð hennar í fyrra en í ár ætlar hún að fylgja nýju plötunni eftir með eigin tón- leikaferð. Hún ferðast um Evrópu í sumar og verða fyrstu tón- leikarnir í Stokkhólmi 8. júní. freyr@frettabladid.is Skjótur frami Nicki Minaj NÝ PLATA Nicki Minaj sendir frá sér sína aðra plötu, Pink Friday, Roman Reloaded, í næstu viku. NORDICPHOTOS/GETTY ER NICKI MINAJ Í RAUNINNI JAY-Z? Sú tilgáta hefur verið uppi um að rödd Nicki Minaj sé í raun frá rapparanum Jay-Z komin. Eftir að Jay-Z komst á toppinn sem rappari hafi það ekki nægt honum og því hann hafi einnig viljað komast í fremstu röð á kvenkyns rappmarkaðinum. Þessu til sönnunar hafa netverjar prófað að hægja á lögum Minaj, þar á meðal laginu Super Bass, og hljómar röddin þá skuggalega lík Jay-Z. Einnig hafa menn sett spurninga- merki við frama Minaj sem þeir telja að hafi verið undarlega skjótur. Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is. Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 22. - 28. mars 2012 LAGALISTINN Vikuna 22. - 28. mars 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Fun / Janelle Monae .............................. We Are Young 2 Magni .................................................................... Hugarró 3 Valdimar Guðmunds. / Helgi Jú. ..Stöndum saman 4 Blár ópal ..........................................................Stattu upp 5 Of Monsters And Men .................................Lakehouse 6 Bubbi / Mugison ...................................................Þorpið 7 Retro Stefson.........................................................Qween 8 M83 ..............................................................Midnight City 9 Kelly Clarkson.....................................................Stronger 10 Train .......................................................................Drive By Sæti Flytjandi Plata 1 Of Monsters And Men ..........My Head Is An Animal 2 Mugison ....................................................................Haglél 3 Adele ............................................................................... 21 4 Ýmsir ..................... Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 5 Leonard Cohen .................................................Old Ideas 6 Helgi Björnsson ........ Íslenskar dægurperlur í Hörpu 7 Sálgæslan ............................................. Dauði og djöfull 8 Bruce Springsteen ....................................Wrecking Ball 9 Sólstafir ..................................................... Svartir sandar 10 Rökkurró .................................................... Í annan heim Mótun menningar – Shaping Culture afmælisrit til heiðurs Gunnlaugi A. Jónssyni, sextugum Skráning á heillaóskaskrá Gunnlaugur A. Jónsson, pró fessor í gamlatestamentisfræðum við guð - fræði- og trúarbragðafræðideild Há skóla Íslands, verður sextugur þann 28. apríl, 2012. Af því tilefni mun Hið íslenska bókmenntafélag gefa út veglegt af mælisrit honum til heiðurs með ritgerðum er tengjast þeim fræða sviðum guðfræðinnar sem hann hefur beint sjónum sínum hvað mest að. Höfundur eru valin kunnir inn lendir og erlendir fræðimenn. Þeim sem vilja heiðra Gunnlaug á þessum tímamótum, og hafa ekki enn skráð sig til þátttöku, er boðið að gerast áskrifendur að ritinu og fá með því nafn sitt og maka skráð á heilla óska - skrá – tabula gratula toria, sem birt verður fremst í ritinu. Upp - lýsingum um nafn/nöfn, kenni tölu, heimili, kortanúmer eða annan greiðslumáta má koma á framfæri í síma 588-9060, á netfangið hib@islandia.is, eða í fax 581-4088. hið íslenska bókmenntafélag Skeifunni 3b – 108 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.