Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 18

Fréttablaðið - 05.05.2012, Page 18
18 5. maí 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þarf deilan um makrílinn að hafa áhrif á aðildarvið-ræðurnar við Evrópusam-bandið? Svarið er: Hjá því verður tæplega komist. Álitaefnið er hitt: Hvers konar áhrif? Eindregnustu andstæðingar aðildar nota hverja snurðu sem hleypur á þráðinn í samskiptum Íslands við sambandið eða einstök aðildarríki þess til að setja fram kröfu um viðræðuslit. Röksemdin er: Þarna liggja óvinir Íslands á fleti fyrir. Þetta er ekki nýtt. Á sinni tíð nýttu andstæðingar Atlantshafs- bandalagsins sérhverja deilu vegna fiskveiðihagsmuna til að krefjast úrsagn- ar. Þegar Efna- hagsbandalagið reyndi að þvinga fram lausn á landhelgisdeil- unni í byrjun áttunda áratug- arins með því að fresta gildistöku EFTA-samnings um tollalækkan- ir á sjávarafurðum heyrðust þessi sjónarmið einnig. Í meira en sextíu ár hafa for- ystumenn þjóðarinnar jafnan kom- ist að sömu niðurstöðu þegar slík álitamál hafa verið uppi: Hún er sú að láta hvorki voldugri viðsemj- endur beygja sig í samningum né skammsýna lýðskrumara í innan- landspólitíkinni draga Ísland úr því alþjóðasamfélagi sem það til- heyrir og hefur reynst efnahags- leg og pólitísk kjölfesta fullveldis- ins. Ekkert hefur breyst að þessu leyti. Makríldeilan er því ekki til- efni til þess að slíta aðildarviðræð- unum. Þar eru einfaldlega stærri hagsmunir í húfi. Hitt er annað að við þurfum að haga tímasetn- ingu og framgangi viðræðnanna með það í huga að tapa ekki samn- ingsstöðu um réttmæta hlutdeild í makrílstofninum. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson kristjan@frettabladid.is, Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Makríllinn og Evrópusambandið Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að við þurfum að vísa til mismunandi viðmiða eftir samningsaðstæðum hverju sinni. Á vettvangi Evrópu- sambandsins gildir veiðireynslan varðandi staðbundna fiskistofna innan landhelginnar. Þegar við komum hins vegar sem nýliðar að veiði úr stofnum sem flakka um stærra hafsvæði er meiri áhersla á dreifingu, breytt göngumynstur, efnahagslega hagsmuni og fram- lag til rannsókna. Ástæðan fyrir því að önnur Evrópusambandsríki komast ekki í staðbundna fiskistofna hér við land þrátt fyrir aðild er sú að veiðireynslan tryggir hagsmuni Íslands að fullu. Hún skiptir ein- faldlega mestu í innbyrðis skipt- ingu aðildarþjóðanna. En þar sem við höfum ekki sömu veiðireynslu í makríl er samningsstaðan sterk- ari utan sambandsins í því tilviki með því að viðmiðin eru þá fleiri. Af þessu leiðir að hyggilegt er af íslenskum stjórnvöldum að láta viðræður um sjávarútvegskaflann í aðildarviðræðunum dragast þar til lausn er fengin í makríldeilunni. Þegar kemur að samningum við þriðju þjóðir um aðra deilistofna þar sem við höfum langa veiði- reynslu getur hins vegar verið styrkur í því að hafa allt afl Evr- ópusambandsins á bak við íslenska hagsmuni. En sú aðstaða er ekki fyrir hendi varðandi makrílinn. Við höfum litið á okkur bæði sem strandveiðiþjóð og úthafs- veiðiþjóð. Þetta þýðir að það er ekki alltaf full samkvæmni í þeim áherslum á viðmið sem við vísum til þegar rök eru borin fram fyrir íslenskum hagsmunum. Hafréttar- reglurnar eru nægjanlega rúmar til þess. Mismunandi viðmið Stundum er látið í veðri vaka að núverandi veiðar á mak-ríl helgist einvörðungu af fullveldisrétti þjóðarinnar. Það er ekki allskostar rétt. Veiði- heimildirnar takmarkast af alþjóð- legum hafréttarreglum sem skylda okkur til að semja á grundvelli sérstakra viðmiða. Í dag er Ísland rétt eins og hinar veiðiþjóðirnar að brjóta þessar reglur með ofveiði. Það er alltaf erfitt að semja í fiskveiðideilum og helst á færi sterkra ríkisstjórna meðal annars fyrir þá sök að ásakanir um und- irlægjuhátt hafa alltaf átt greið- an aðgang að þjóðarsálinni. Engir fundu meira fyrir því en forystu- menn Sjálfstæðisflokksins í land- helgissamningunum á sínum tíma. Mikilvægt er því að umræðan fari fram með upplýstum hætti en ekki eftir lögmálum lýðskrumsins. Bæði Evrópusambandið og Ísland hafa lýst því yfir að makríl- deilan og aðildarviðræðurnar séu aðskilin mál. En með engu móti er unnt að áfellast Ísland fyrir að láta hraðann í aðildarviðræðun- um um sjávarútvegskaflann ráð- ast af eigin hagsmunum í makríl- deilunni. Efnahagslegar refsiaðgerðir eru fráleit leið við lausn slíkra deilu- mála og í þessu samhengi skýrt brot á EES-samningnum. Einn mótleikur Íslands gæti verið sá að bjóða upp á þann kost að leggja ágreininginn í makrílsamningun- um fyrir alþjóða hafréttardómstól- inn eða gerðardóm. Það væri krókur á móti bragði og myndi sýna styrk Íslands og trú á lagalegan rétt. Á hinn bóg- inn myndi það benda til veikleika í röksemdafærslu Evrópusam- bandsins og Noregs ef þessir við- semjendur tækju því illa. Krókur á móti bragði ÁLFASALAN 2012 Þ etta á ekki að vera styrjöld í mínum huga, við eigum að reyna að ná málefnalega góðri niðurstöðu,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra í viðtali við Fréttablaðið í gær um deilurnar sem nú eru um fiskveiði- stjórnunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Samt er það nú svo að ríkisstjórnin hefur efnt til víðtæks ófriðar við sjávarútveg- inn um starfsskilyrði atvinnugreinarinnar. Steingrímur lætur í sama viðtali í það skína að grunnviðfangs- efnið sé að slá því föstu að fiskimiðin séu sameiginleg auðlind í eigu þjóðarinnar, að útgerðarmenn fái nýtingarrétt og séu „sæmilega tryggir með hann til alllangs tíma og greiði eðlilegt gjald fyrir.“ Og það er alveg rétt hjá Steingrími. Þetta er kjarni málsins og ef ríkisstjórnin hefði haldið sig við hann væri líklega minna stríð. Menn væru þá sammála um að sjávarútvegurinn ætti að borga meira fyrir afnotarétt sinn af auðlindinni og styrinn stæði fyrst og fremst um upphæð gjaldsins. Ríkisstjórnin gat ekki staðizt þá freistingu að leysa úr þessu grundvallaratriði og hreyfa að öðru leyti ekki við fiskveiðistjórn- unarkerfinu, heldur ákvað að gera að því atlögu á mörgum víg- stöðvum. Inn í upphafleg kvótafrumvörp Jóns Bjarnasonar var hrúgað flestum vitlausustu hugmyndum um fiskveiðistjórnun sem komið hafa fram undanfarin tuttugu ár eða svo; takmörkunum á framsali og veðsetningu, byggða- og ráðherrapottum og þar fram eftir götum, allt til þess fallið að gera sjávarútveginn óhagkvæmari og óskilvirkari. Tveimur atrennum síðar er enn alltof mikið eftir af þessu krukki í kerfið í kvótafrumvörpunum. Yfirgnæfandi meirihluti umsagna hagsmunaaðila um frumvörpin er neikvæður. Fyrsta óháða úttektin sem fer fram á þeim, skýrsla tveggja hagfræðinga til atvinnuveganefndar Alþingis, er nánast samfelldur áfellisdómur yfir fúski við frumvarpssmíðina. Höfund- arnir telja vonlaust fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki að standa undir veiðigjaldinu sem lagt er til – þótt þeir telji óhætt að hækka gjaldið – og að ýmis önnur ákvæði dragi úr hagkvæmni í rekstri fyrirtækjanna og auki hættuna á pólitískum geðþóttaákvörðunum. Þeir benda á það augljósa, sem enginn virðist enn hafa skilið í sjávarútvegsráðuneytinu: „[E]kki er hægt að horfa á álagningu veiðigjalda afmarkað. Samræmi verður að vera milli gjaldtöku og annarrar umgjarðar fiskveiðistjórnunarkerfisins. Ef vegið er að möguleikum til hagræðingar og langtímahagkvæmni mun það skerða umfang auðlindarentunnar og draga úr getu útgerðarinnar til að standa undir veiðigjöldum. Gjaldtaka, sem er hófleg ein sér, getur verið óhófleg skoðuð í samhengi við önnur ákvæði.“ Stundum hafa ríkisstjórnir í ýmsum löndum farið í þörf stríð við heilar atvinnugreinar. Það hafa þá gjarnan verið miðstýrðar, toll- verndaðar og ríkisstyrktar atvinnugreinar sem þurfti að stokka upp svo þær hættu að vera byrði á samfélaginu. Slíkar atvinnugreinar eru til á Íslandi, en stjórnvöld kjósa ekki stríð við þær, heldur velja þá grein sem einna mest verðmæti skapar. Þetta stríð hefði aldrei átt að hefjast. Það á að henda þessu þriðja kvótamáli og byrja upp á nýtt á því sem skiptir máli; að ná sátt um þjóðareign og hóflegt auðlindagjald. Eyðilegginguna á góðu fisk- veiðistjórnarkerfi á hins vegar að láta vera. Eyðilegging á rekstrargrundvelli sjávarútvegsins: Óþörf styrjöld Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.