Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 54
38 25. maí 2012 FÖSTUDAGUR Georgia May Jagger, dóttir tón- listarmannsins Micks Jagger og fyrirsætunnar Jerry Hall, er nýtt andlit fatalínunnar Material Girl sem hönnuð er af Madonnu og dóttur hennar, Lourdes Leon. „Það er mikill heiður að vera valin af Madonnu og Lourdes sem andlit Material Girl. Ég hef ávallt dáðst að fatastíl Madonnu og er upp með mér að fá loks tækifæri til að vinna með henni,“ sagði Jagger um hið nýja starf sitt. Jagger er þriðja stúlkan sem gegnir þessu hlutverki og fetar þar með í fótspor Taylor Momsen og Kelly Osbourne. Nýtt andlit Material Girl ANDLIT FATALÍNU Georgia May Jagger er nýtt andlit fatalínu í eigu Madonnu og Lourdes Leon, dóttur söngkonunnar. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn Johnny Depp var ætt- leiddur af Comanche-indíánum frá Nýju Mexíkó og tilheyrir nú flokki þeirra. Ættleiðingin á rætur sínar að rekja til þess að Depp leikur indí- ánann Tonto í kvikmynd byggðri á sjónvarpsþáttunum The Lone Ranger. LaDonna Harris, Comanche- indíáni og formaður samtakanna Americans for Indian Opport- unity, sagði ættbálkinn stoltan af hinum nýja meðlimi. „Við höfð- um samband við Depp að fyrra bragði og hann tók vel í hugmynd okkar. Hann virtist ánægður með boðið og við erum upp með okkur yfir því hversu spenntur hann er.“ Depp sagði í viðtali árið 2011 að svolítið af indíánablóði rynni í æðum hans og að langamma hans væri líklega af Cherokee eða Creek-indíánaættum. Depp ættleiddur ÆTTLEIDDUR Jonny Depp hefur verið ættleiddur af Comanche-indíánaflokknum. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlist ★★★ ★★ Sigur Rós Valtari Á síðustu plötu Sigur Rósar, Með suð í eyrum við spilum endalaust, kvað við nýjan tón hjá hljómsveit- inni í lögum eins og Gobbledigook og Inní mér syngur vitleysingur. Við Sigur Rósarhljóminn hafði meðal annars verið bætt æstum töktum og öðruvísi röddum. Maður fékk það á tilfinninguna að sveitin hefði stigið eitt skref í áttina að einhverju allt öðru heldur en hún hafði verið að gera fram að því. Það kom þess vegna mikið á óvart þegar nýja platan, Valtari, fór í spilarann í fyrsta skipti að tónlistin á henni minnir meira á gömlu Sigur Rósarplötun- ar heldur en Suðið. Og það verð- ur að segjast eins og er að fyrsta rennslið olli vonbrigðum. Þegar maður er hins vegar búinn að jafna sig á sjokkinu og stilla skynjarana upp á nýtt þá vex Valtarinn (plata sem ber ekki nafn með rentu) við hverja hlustun og marglaga og innlif- unarkennd tónlistin fer að ná til manns. Valtari er í raun andstæða Suðsins. Hún er innhverf og hæg. Það eru engir poppslag- arar á henni, bara stemnings- full og alltumlykjandi verk. Og það eru engar trommur í mörg- um laganna. Þó að yfirbragðið minni á gömlu plöturnar, og sum lögin hafi svipaða stigmögnun og maður hefur heyrt áður hjá sveit- inni (sérstaklega lagið Varúð), þá eru heildaráhrifin ólík. Sigur Rósarmenn hafa nostrað við hljóðheiminn, oft með hrífandi árangri. Í lögunum Dauðalogn og Varðeldur syngur The Six- teen-kórinn með hljómsveitinni og útkoman er í báðum tilfellum mögnuð. Önnur uppáhaldslög á plötunni eru Ekki múkk, sem er einfalt en áhrifaríkt, titillagið Valtari og lokalagið Fjögur píanó. Þau tvö síðastnefndu eru nánast hrein ambient-verk. Á heildina litið er Valtari fín plata. Hún kemur á óvart, hún er svolítið seintekin og hún krefst fullrar athygli hlustandans. Gefi maður henni séns uppsker maður hins vegar ríkulega. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Sigur Rós tekur stóra beygju með rólegri og hrífandi plötu. Alltumlykjandi og áhrifarík VANDAÐ TIL VERKA Sigur Rósarmenn hafa nostrað við hljóðheiminn á Valtara, oft með hrífandi árangri. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ Í 3-D 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS MIB 3 3D KL. 3.30 - 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 3D LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 MIB 3 2D KL. 5.30 - 8 - 10.30 10 THE DICTATOR KL. 3.30 - 6 - 8 - 10 12 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT KL. 5.20 - 8 12 21 JUMP STREET KL. 10.30 14 LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 L MIB 3 3D KL. 6 - 8 - 10.10 10 THE DICTATOR KL. 8 - 10 12 THE FIVE YEAR ENGAGEMENT KL. 5.45 12 MIB 3 3D KL. 6 - 9 10 SALMON FISHING IN THE YEMEN KL. 5.30 - 8 - 10.15 10 THE DICTATOR KL. 6 - 8 - 10.30 12 GRIMMD: SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 - 8 10 SVARTUR Á LEIK KL. 10 16 MEN IN BLACK 3 3D 5, 8, 10.20 THE DICTATOR 4, 6, 8, 10 THE FIVE-YEAR ENGAGEMENT 8, 10.25 LORAX 3D 4, 6 LAUGARÁSBÍÓ SýningartímarTilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. SPRENGHLÆGILEG MYND Frá þeim sem færði okkur BORAT kemur ein fyndnasta mynd ársins þar sem Sasha Baron Cohen fer á kostum í hlutverki klikkaðasta einræðisherra allra tíma. www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5% EGILSHÖLL 16 V I P V I P 12 12 12 12 L L 10 10 YFIR 50 ÞÚS. BÍÓGESTIR ! Stærsta ofurhetjumynd allra tíma! MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á G RÆNT OG KR. 750 Á AP PELSÍNUGULT SPARBÍÓ 7 12 MÖGNUÐ HASARMYND MEÐ JASON STATHAM Í AÐALHLUTVERKI empire joblo.com ÁLFABAKKA UNDRALAND IBBA Skemmtileg teik nimynd fyrir lla a fjöl skylduna Sýnd með í slensku ta li 16 12 L SELFOSS 12 12 L 10 AKUREYRI 16 16 16 KRINGLUNNI 12 12 10 Total film Variety Johnny Depp er stórkostlegur í þessari frábæru gamanmynd Nýjasta meistaraverk Tim Burtons. p.h. boxoffice magazine KEFLAVÍK 7 16 L 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.