Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 58
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR42 HANDBOLTI Ólafur Stefánsson er sigursælasti íslenski leikmaður- inn í sögu Meistaradeildarinnar og getur enn bætt við stórkostlega metaskrá sína í Lanxess Arena um helgina. Þrjú Íslendingalið verða í sviðs- ljósinu og það eru því miklar líkur á því að Íslendingar standi uppi sem sigurvegarar á sunnu- daginn. Ólafur (AG Kaupmanna- höfn), Alfreð Gíslason (Kiel) og Aron Pálmarsson (Kiel) hafa unnið þennan titil áður en AG-mennirn- ir Snorri Steinn Guðjónsson, Guð- jón Valur Sigurðsson og Arnór Atl- ason og Füchse-mennirnir Dagur Sigurðsson og Alexander Peters- son vonast allir til þess að bætast í hóp þeirra íslensku handboltamanna sem hafa unnið bestu deild í heimi. Ólafur Stefáns- son hefur unnið Evrópukeppni meistaraliða fjórum sinn- um og í öll skiptin var það frammi- staða hans ö ð r u f r em - ur sem skil- aði bikarnum í hús. Ólafur varð einu sinni Evrópumeist- ari með þýska liðinu Magdeburg (2002) og þrisvar sinnum Evrópu- meistari með spænska liðinu Ciu- dad Real (2006, 2008, 2009). Hann á því möguleika á því að vinna þennan eftirsótta titil í þriðja landinu. Öll þessi ár var úrslita- leikurinn spilaður heima og að heiman en frá og með árinu 2010 hefur verið spiluð ein úrslitahelgi þar sem koma saman fjögur bestu liðin. Snorri Steinn Guðjónsson tal- aði um það í gær að Ólafur væri maður stórleikjanna og frammi- staða hans í úrslitaleikjum Evr- ópukeppni meistaraliða sýnir það og sannar. Í öllum fjórum titlunum var Ólafur Stefánsson sem dæmi markahæstur á vellin- um í seinni leiknum eða þegar lið hans tryggði sér titilinn. Hann skoraði 8 mörk í seinni leiknum 2009, 12 mörk í seinni leiknum 2008, 7 mörk í seinni leikn- um 2006 og 7 mörk í seinni leiknum 2002. Þá eru ótaldar stoðsendingarn- ar sem alltaf er nóg af á þessum bæ. Alfreð Gíslason er eini íslenski þjálfarinn sem hefur unnið Meistaradeild- ina en hann á nú möguleika á því að gera lið í þriðja sinn að besta liði Evrópu. Alfreð gerði Magde- burg að Evrópumeisturum 2002 og Kiel vann titilinn undir hans stjórn fyrir tveimur árum. Aron Pálmarsson getur nú unnið Meistaradeildina í annað skipt- ið þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gamall en hann var líka með Kiel-liðinu fyrir tveimur árum. Alfreð hefur því í bæði skiptin haft íslenskan leikmann í sínu liði þegar hann hefur gert lið að Evr- ópumeisturum. Alfreð og Ólafur unnu keppn- ina saman hjá Magdeburg fyrir tíu árum en eru nú mótherj- ar alveg eins og fyrir þremur árum þegar Ólafur fór fyrir liði Ciudad Real sem vann Kiel með dramatískum hætti í úrslitaleikn- um. Það er ekki eina skiptið sem Alfreð hefur þurft að sætta sig við tap því hann var nálægt því að vinna með Tusem Essen árið 1988 en Alfreð og félagar töpuðu þá fyrir rússneska liðinu CSKA Moskva á færri mörkum skoruð- um á útivelli. Alfreð var þó ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn til þess að spila úrslitaleik í Evrópukeppni meistaraliða því átta árum áður (1980) komust Valsmenn alla leið í úrslitaleikinn. Valsmenn léku þá á móti TV Grosswallstadt í úrslitaleiknum í Munchen en urðu að sætta sig við 12-21 tap. Nú er að sjá hvort það fjölgi í meistarahóp Íslendinga um helgina, það er í það minnsta full ástæða fyrir íslenska handbolta- áhugamenn að fylgjast vel með í Köln. ooj@frettabladid.is ÓLAFUR GETUR UNNIÐ Í ÞRIÐJA LANDINU Ólafur Stefánsson á möguleika á því að vinna Evrópukeppni meistaraliða í fimmta sinn á ferlinum. Þrír Íslendingar hafa unnið Meist- aradeildina í handbolta en það gæti fjölgað í þeim hópi um helgina enda þrjú Íslendingalið í sviðsljósinu. UNNU SAMAN 2010 Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason. ÓLAFUR KYSSIR EVRÓPUBIKARINN Ólafur Stefánsson vann Evrópukeppni meistaraliða þrisvar sinnum með spænska félaginu Ciudad Real. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Landsleikir á heimsmælikvarða • sérútgáfa • maí 2012 FRAKKLAND – ÍSLAND Í BEINNI Á SUNNUDAG KL. 18.50 SVÍÞJÓÐ – ÍSLAND Í BEINNI Á MIÐVIKUDAG KL. 18.05 #bestasætið FO RM ÚL AN Í M ÓN AK Ó UM HE LG IN A VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.