Fréttablaðið - 31.08.2012, Side 2

Fréttablaðið - 31.08.2012, Side 2
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR2 DÓMSMÁL Par sem ákært er fyrir að skipuleggja inn flutning á tæpu kílói af kókaíni til landsins í þremur hlutum játaði hluta sakarinnar við þingfestingu ákærunnar í Héraðsdómi Reykja- ness í gær. Miklir fagnaðarfundir urðu með parinu þegar það náði saman í dómsalnum og kysstist það inni- lega og ítrekað á meðan beðið var eftir dómaranum. Konan situr í varðhaldi í Kvennafangelsinu í Kópavogi en manninum var nýverið sleppt úr varðhaldi og hann úrskurðaður í farbann. Konan, Giovanna Soffía Gabrí- ella Spanó, játaði að hafa fengið móður sína til að flytja hingað 570 grömm af kókaíni sem falið var í ferðatösku. Móðirin er ekki ákærð í málinu. Konan neitar aftur á móti að bera ábyrgð á innflutningi á 350 grömmum af kókaíni frá Spáni og tilraun til að smygla 140 grömmum frá Dan- mörku. Maðurinn, Magnús Björn Har- aldsson, játar sök í síðastnefnda liðnum en neitar hinum tveimur. Burðardýrin í Spánarmálinu mættu ekki í héraðsdóm í gær. Steinar Aubertsson, sem var eftirlýstur vegna málsins og var handtekinn í Hollandi fyrir tveimur vikum, er væntan legur til landsins á næstunni. Búist er við að þá verði gefin út fram- haldsákæra á hendur honum og honum þannig bætt inn í málið. - sh Fagnaðarfundir urðu með ákærðu pari í Héraðsdómi Reykjaness í gær: Kossaflens í eins kílós kókaínmáli ÚR DÓMSSAL Parið ýmist neitaði eða játaði sök eftir ákæruliðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur og rithöf- undur, er látinn. Hann var 71 árs, fæddur 2. júní 1941. Guðmund- ur lærði meðal ann- ars köfun, myndlist og líffræði og lauk B.Sc. gráðu frá ríkisháskól- anum í Ohio. Seinna lærði hann bæði ljós- myndun og sjávarlíffræði í Stokkhólmi. Þá stundaði hann listnám í Ohio. Hann starfaði sem skóla- stjóri og kennari á ferli sínum. Hann starfaði jafnframt við köfun, trésmíðar, veiðar, hönnun og teikningar. Þá starfaði hann í seinni tíð sem rithöfundur, náttúru fræðingur og ljósmyndari. Hann hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Hálendið í nátt- úru Íslands, og var einnig til- nefndur til verðlaunanna fyrir Perlur í náttúru Íslands og Ströndin í náttúru Íslands. Guðmundur Páll látinn GUÐMUNDUR PÁLL ÓLAFSSON MENNING Bænastarf múslíma hefst í Ými um helgina, en Menningar- setur múslíma á Íslandi er þar með aðstöðu. Karlakór Reykja- víkur reisti Ými, en fjárfestar keyptu það fyrir nokkru á um 270 milljónir. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að fjárfestarnir hefðu verið gagn- rýndir fyrir að þiggja fjárstyrki frá Sádi-Arabíu. Þeim hefur verið brigslað um tengsl við hryðju- verkasamtök. Formaður íslamskra fjárfesta á Íslandi, Hussein Alda- oudi, sagði við fréttastofu Stöðvar 2 að hann vildi sýna hlutlaust og íslenskt íslam. „Boð skapur minn til þeirra sem hafa efasemdir um mig er að ég vil bara þjóna samfé- laginu, annað ekki.“ - kóp Ýmir fær nýtt hlutverk: Bænastarf hefst um helgina ÝMISHÚSIÐ Menningarsetur múslíma á Íslandi er með aðstöðu í húsinu. SVÍÞJÓÐ Konum með spilafíkn fjölgar í Svíþjóð, samkvæmt nýrri könnun sænsku lýðheilsustofnun- arinnar. Konur eru nú helmingur nýrra spilafíkla. Algengast er að konur á aldrinum 45 til 64 ára glími við vanda vegna spilafíknar. Fram kemur í sænskum fjöl- miðlum að þar sem konur séu oft einar við spil sé meiri hætta á að þær missi tökin. Tegund spila- mennskunnar skiptir einnig máli. Hættan á að verða spila- fíkill er sögð mikil ef spilað er í spila kössum og vissum spilum á netinu. Áfengisvandi er einnig áhættuþáttur. Þeim sem drekka mikið er hættara við að verða spilafíklar. - ibs Ný könnun í Svíþjóð: Fleiri konur háðar spilum SJÁVARÚTVEGUR Síldarvinnslan í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmann a- eyjum. Kaupverðið er trúnaðarmál, en kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Bergur-Huginn var í eigu Magnúsar Krist- jánssonar, útgerðarmanns í Eyjum. Í yfir- lýsingu frá honum segir að með sölunni ljúki útgerðarsögu hans, sem staðið hafi óslitið síðustu fjörutíu ár í Vestmanneyjum. Bergur-Huginn gerir út tvo togbáta og hefur yfir að ráða aflaheimildum sem nema tæpum 5.000 þorskígildistonnum. Hjá félaginu starfa 35 manns, flestir til sjós, en fyrirtækið rekur ekki landvinnslu. Fyrir á SVN tvo togbáta. Gunnþór Ingvason, fram- kvæmdastjóri SVN, segir að einu skipi af fjórum verði lagt í hagræðingarskyni. „Við teljum að við þurfum að fækka um skip í hagræð- ingarskyni til að fá það út úr rekstrinum sem þarf til að borga af skuldbindingum og auknum álögum. Veiði- leyfagjald mun hækka og það er aukin krafa á okkur um aukna hagræðingu til að geta staðið undir skuldbindingum.“ Gunnþór segir lítið hægt að segja á þessu stigi um hvaða áhrif kaupin hafi á starfsemina í Eyjum. „Fyrirtækið Bergur-Huginn verður rekið áfram sem fyrirtæki í útgerð í Vest- mannaeyjum.“ - kóp Síldarvinnslan í Neskaupstað kaupir Berg-Hugin í Vestmannaeyjum: Einu skipi verður lagt í hagræðingarskyni BERGEY Eftir kaupin á Síldarvinnslan fjögur skip, þar með talið Bergey. Fækkað verður um eitt skip. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON GUNNÞÓR INGVASON BANDARÍKIN Ríkisútgjöld Banda- ríkjanna hafa aukist um 1,4% undir stjórn Baracks Obama. Það er minnsta aukning á einu kjör- tímabili nokkurs forseta síðan Eisenhower lét af störfum árið 1961. Þetta kemur fram í Forbes. Til samanburðar jukust útgjöldin hjá George W. Bush um 7,3% á fyrra kjörtímabili og 8,1% á því síðara og hjá Ronald Reagan um 8,7% á fyrra kjörtímabili og 4,9% á því síðara. - kóp Sparsamur Obama: Minnsta eyðslu- aukning frá ‘61 SPURNING DAGSINS blús djass sönglögpopp Er hægt að týna sér í þessum fræðum? „Já, en það ber ríkan ávöxt.“ Sveinn Rúnar Hauksson læknir er mikill áhugamaður um ber og nýtingu þeirra. Hann segir að stöku frostnætur bindi ekki enda á berjavertíðina eins og margur heldur. REYKJAVÍKURBORG „Það verður for- vitnilegt að sjá hvað kemur þarna upp úr,“ segir Bjarni Brynjólfs- son, upplýsingastjóri Reykjavíkur- borgar, um söfnunarbauk sem verið hefur í Höfða í sumar. Reykjavíkurborg ákvað í vor að opna Höfða fyrir almenningi sem, frá því 5. júní í sumar, hefur getað skoðað sig um í húsinu alla virka daga milli klukkan ellefu og fjögur. „Ef við hefðum farið að inn- heimta aðgangseyri þá hefði það kostað heilan starfsmann sem hefði þurft að vera þarna og taka við honum,“ útskýrir Bjarni ástæðu þess að ákveðið var að sleppa gestum við að borga sig inn en setja þess í stað upp bauk fyrir frjáls framlög til að fá fé upp í kostnað. Síðasti dagur sumaropnunar- innar er í dag. Höfði verður opnaður klukkan ellefu að venju en búast má við að húsinu verði lokað fyrr en venjulega, jafnvel strax klukkan eitt, vegna móttöku sem þar verður eftir hádegi. „Aðsóknin hefur verið góð,” segir Bjarni um reynsluna af sumaropnuninni. Hann upplýsir að gestir hafi verið taldir í sumar og að verið sé að taka saman þær tölur. Jafnframt verði söfnunar- baukurinn nú opnaður í fyrsta sinn frá því í sumarbyrjun og talið upp úr honum. Um er að ræða gamlan farmiða- og fargjaldsbauk frá Strætó. „Þeir hjá Strætó eru með lykilinn og munu koma og opna baukinn með viðhöfn.“ Sumaropnunin í Höfða var rædd á síðasta fundi menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar. Fram kom að jafnframt því að almenn- ingur hefði getað skoðað húsið hefði verið sýning á efri hæð um byggingu Höfða og sögu norskra húsa á Íslandi. Þá hafi í mörg ár verið ljósmyndasýning á neðstu hæð um leiðtogafundinn í Höfða í október 1986. „Opnun hússins í sumar hefur gengið afar vel og er stefnt að því að opna það fyrir almenningi aftur næsta sumar,“ segir menningar- og ferðamálaráð. Áhugasamir hafa því tækifæri til að skoða Höfða til klukkan um það bil eitt í dag og hugsanlega setja pening í baukinn áður en húsið verður þeim lokað fram á næsta sumar. gar@frettabladid.is Peningum safnað í strætóbauk í Höfða Sumaropnun fyrir almenning í Höfða lýkur í dag. Til að hafa upp í kostnað hefur verið óskað eftir frjálsum framlögum gesta í stað þess að að innheimta aðgangseyri. Notaður er gamall farmiðabaukur frá Strætó sem geymir lykilinn. SAFNAST ÞEGAR SAMAN KEMUR Gestir í Höfða sýnast hafa verið örlátir í sumar og bæði íslenskir seðlar og erlendir streymt í farmiðabaukinn sem Strætó lagði til fyrir frjáls framlög. Mikilvægt þykir að peningar séu sýnilegir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þeir hjá Strætó eru með lykilinn og munu koma og opna baukinn með viðhöfn. BJARNI BRYNJÓLFSSON UPPLÝSINGASTJÓRI REYKJAVÍKURBORGAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.