Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 28

Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 28
8. september 2012 LAUGARDAGUR28 FRAMHALD Á SÍÐU 32 H ilmar Bragi Janusson er önnum kafinn maður og hægara sagt en gert fyrir hann að gefa sér tíma til að spjalla við blaðamann enda í óðaönn að ljúka und- irbúningi fyrir sitt fyrsta skólaár sem for- seti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs við Háskóla Íslands. Hann segir það vissulega viðbrigði að söðla um eftir 20 ára starf hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Sumum kann að koma það spánskt fyrir sjónir að maður í góðri stöðu hjá einu fram- sæknasta fyrirtæki í íslensku atvinnulífi og öðru af tveimur stærstu fyrirtækjum í heimi á sínu sviði skuli gefa það upp á bát- inn. Hilmar Bragi bendir á að það sama hafa verið upp á teningnum þegar hann gekk til liðs við Össur. „Þá þótti mörgum fífldjarft að ganga til liðs við svo til óþekkt sprotafyrirtæki frá svo til óþekktu landi. Það var fyrir daga Bjarkar og Decode og umheimurinn vissi sáralítið um Ísland. Síðan höfum við farið allan hringinn til frægðar og frægðar af endemum.“ Hann þekkir orðróminn um að háskólar séu þunglamalegar stofnanir og lítt sveigj- anlegar en segir það hins vegar orðum aukið. „Ansi margt sem sagt er um háskóla- samfélagið er mýtur; Háskóli Íslands er mun skilvirkari og öflugri stofnun en marg- ir gera sér grein fyrir. Þetta er svipaður vinnustaður og Össur að því leyti að hann er að miklu leyti knúinn af ástríðu og metn- aði starfsmanna og slíkt umhverfi hentar mér mjög vel.“ Súpukjötshagkerfið Hilmar Bragi er fæddur árið 1965 á Akra- nesi. Hann lærði efnafræði við Háskóla Íslands og lauk síðar doktorsprófi í verk- fræði og efnisvísindum. Hann segist í sjálfu sér ekki hafa stefnt á frama í nýsköpunar- geiranum þegar hann tók stefnuna í dokt- orsnámi. „Ég sá fyrir mér að snúa bara aftur heim á Akranes eftir nám. Starfsmöguleikarnir sem mín kynslóð sá fyrir sér var miklu tak- markaðri en í dag.“ Hilmar kynntist hins vegar ungur þeirri hugmyndafræði að til að bæta lífskjör hér á landi til frambúðar yrðu Íslendingar að leggja frekar rækt við nýsköpun en hinar hefðbundnu grunngrein- ar sem alfarið byggja á frumnýtingu auð- linda. Þessari hugmyndafræði, sem mótaði hann til frambúðar, kynntist hann óvænt- um stað. „Ég var svo heppinn að kynnast Jóni Sig- urðssyni, forstjóra Járnblendifélagsins á Grundartanga, í gegnum fyrsta starf mitt eftir Háskóla Íslands. Jón hafði mikil áhrif á mig, eins og flesta sem kynntust honum. Hann hefur mjög skýra sýn á lífið og sam- félagið og var eindreginn talsmaður þess að það þyrfti að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið á Íslandi og horfði þá einkum til þekkingargeirans. Hilmar kallar þessa gömlu ofuráherslu á auðlindahagfræði „súpukjötshagkerfið“, þar sem allt gengur út hámörkun framleiðslu- magns. „Slík hugmyndafræði gengur um of á auðlindir landsins og þurreys þær, hvort eð heldur með virkjunum eða ofveiði. Athug- aðu, að við Jón tilheyrum báðir iðnaðar- framleiðslu, en hann vissi sem var að þetta fyrirkomulag eitt og sér gengi ekki til lengd- ar. Mér finnst þetta sýna að hægt er að nálg- ast þessa uppbyggingu öðruvísi heldur en bara með „annaðhvort eða“-rökum.“ Stoðtækjaframleiðandinn Össur, þar sem Hilmar hóf síðar störf, tileinkaði sér sams konar hugmyndafræði, ekki síst vegna við- horfa frumkvöðulsins, Össurar Kristjáns- sonar. „Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var á sömu bylgjulengd og nafni hans hjá Járn- blendifélaginu. Þar hef ég alltaf fundið góðan hljómgrunn fyrir skoðunum mínum hjá eigendum og stjórnendum sem sést best á fjárfestingun fyrirtækisins í nýsköpun. Þessi viðhorf eru enn þá sterkt aðdráttar- afl fyrir viðskiptavini, starfsmenn og fjár- festa. Þótt við værum fyrst og fremst drifin áfram af því bæta lífsgæði fatlaðra, lögðum við okkar af mörkum til eflingar nýsköpun- argeiranns þegar við byggðum fyrirtækið.“ Ástríða fyrir nýsköpun Hilmar Bragi vann hjá Iðntæknistofnun áður en hann tók stökkið yfir til Össurar. Ástæðan fyrir því að hann gekk til liðs við stoðtækjaframleiðandann var að finna vís- indaþekkingu sinni hagnýtan farveg. Hann rifjar upp að árið 1992 var ástandið á Íslandi ekki ósvipað því sem það er nú. „Við erum dálítið fljót að gleyma en í upp- hafi 10. áratugarins var samdráttarskeið hér á landi og talsverð deyfð yfir samfélaginu og manni fannst allt vera að fara til fjand- ans og skynsamlegast að koma sér úr landi.“ Til að sporna við barlómnum stofnaði Hilmar Bragi ásamt félögum sínum óform- legan klúbb, „jákvæða félagið“, en þeir áttu sameiginlegt að hafa brennandi ástríðu fyrir nýsköpun. „Þráhyggju, myndu jafn- vel sumir segja,“ segir hann og hlær. „Við hittumst reglulega og ræddum málin, skipt- umst á hugmyndum og lesefni og hvöttum hver annan til dáða. Við vildum hins vegar ekki sitja við orðin tóm og þegar ég komst á snoðir um þetta litla fyrirtæki, Össur, sá ég að þarna gæti ég fundið þekkingu minni á efnisvísindum og verkfræði farveg og sló til. En allir í klúbbnum hafa tekið þátt í eða starfað við nýsköpun hver á sínu sviði.“ Framhaldið þekkja allir. Össur varð eitt farsælasta fyrirtæki landsins og leiðandi nýsköpunarfyrirtæki á heimsvísu. Því til vitnis má nefna að yfirgnæfandi fjöldi kepp- enda á Ólympíuleikum fatlaðra sem standa nú yfir notar stoðtæki frá Össuri. Sem fram- kvæmdastjóri vöruþróunar og vísindastarfs gegndi Hilmar Bragi lykilhlutverki í fyrir- tækinu. Velgengni Össurar En hver var lykillinn að velgengni fyrirtæk- isins? Hilmar Bragi segir marga þætti hafa lagst á eitt, félagslega, pólitíska og efna- hagslega. „Fyrirtækið byggði á reynslu í heilbrigð- isþjónustu sem var sérlega metnaðarfull og gengið mjög langt við það að finna lausnir sem nýttust notendunum. Einnig voru hlutir í umhverfinu sem sköpuðu sérstöðu. Í fyrsta lagi má nefna aldurssamsetningu þjóðarinn- ar; þrátt fyrir að lífslíkur væru mjög góðar var þjóðin enn tiltölulega ung. Helstu ástæð- ur þess að fólk þurfti gervilimi og önnur stoðtæki voru bíl- og vinnuslys. Fyrir vikið miðaðist hönnun okkar við ungt fólk en víða annars staðar voru það fyrst og fremst aldr- aðir sem þörfnuðust stoðtækja. Í öðru lagi má nefna velferðarkerfið á Ísland. Nágrannar okkar greiða það góðar bætur til þeirra sem missa útlimi að fólk er fjárhagslega sjálfstætt eftir slys. Því var ekki að heilsa hér á landi og það var því mik- ilvægt að koma fólki sem slasaðist aftur á vinnumarkaðinn. Hönnun okkar miðaðist Hentar vel að vera á flekaskilum Hilmar Bragi Janusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri þróunar- og rannsóknarsviðs stoðtækjaframleiðandans Össurar, var á dögunum ráðinn forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Í samtali við Bergstein Sigurðsson ræðir Hilmar Bragi lykilinn á bak við velgengni Össurar, samruna háskóla og atvinnulífs og óþrjótandi möguleika þekkingargeirans. HILMAR BRAGI JANUSSON Nýbakaður forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs segir það markmið sitt að skapa umhverfi þar sem afrakstur rannsókna komist fljótt og vel í hagnýtan farveg. Tækifærin séu ótæpileg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nágrannar okkar greiða það góðar bætur til þeirra sem missa útlimi að fólk er fjárhagslega sjálfstætt eftir slys. Því var ekki að heilsa hér á landi og það var því mikilvægt að koma fólki sem slasaðist aftur á vinnumarkaðinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.