Fréttablaðið - 08.09.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.09.2012, Blaðsíða 34
8. september 2012 LAUGARDAGUR34 fór svo aftur af stað en verð að fara svolítið varlega með mig og ofgera ekki líkamanum. Það er samt dálít- ið erfitt þegar maður er að sýna á hverju kvöldi.“ Grunnurinn undir þetta ævin- týralega starf var iðkun fimleika frá sex ára aldri. „Ég var búin að vera bæði hjá Ármanni og Gróttu og var í landsliðinu í fimleikum. Þannig að ég var með akróbatískan grunn. Svo var ég hoppandi og skoppandi í götuleikhúsinu hjá Hinu húsinu í nokkur ár og þegar ég var 18 ára fór ég á sirkusnámskeið á listahátíðinni LungA á Seyðisfirði. Þá komst ég að því að það væru til háskólar í þeim listum. Ég áttaði mig á að í sirkus tvinnast allt saman, dansinn, leik- listin og fleiri líkamlega krefjandi tjáningarform þannig að ég valdi auðvitað skóla þar sem ég gat staðið á höndum allan daginn!“ segir hún hlæjandi „ … og að geta svo fengið borgað fyrir að gera það sem mér fannst skemmtilegast, það var mikil uppgötvun.“ Á unnusta í öðrum sirkus En nú er komið að því að tala um meinbugina á sirkuslífinu. Birta á nefnilega franskan unnusta sem hún getur ekki hitt nema endrum og eins því hann vinnur sem línudans- ari í öðrum sirkus. „Það er málið,“ segir hún. „Við erum hvort hjá sínu fyrirtækinu og sjáumst einu sinni í mánuði ef við erum heppin. Hann er búinn að vera í Englandi og ég í Suður-Frakklandi undanfarið en reynum að finna okkur stað og tíma til að hittast.“ Hún segir þau hafa verið saman í þrjú ár. „Við vorum upphaflega í sama skólanum og gátum hist á hverjum degi en svo þegar við erum byrjuð að vinna á fullu verður þetta púsl. Sem betur fer eigum við ekki börn enn þá, þá fyrst gæti þetta orðið svolítið flókið! Þó á ég marga vini í þessum bransa sem eiga börn. Þetta verður bara lífsstíll. Börnin alast upp úti um allt, tala ótal tungumál, eiga gott með að aðlagast og verða bara mjög vel heppnaðir einstaklingar. Þannig að það verður ekkert mál.“ Birta reynir að koma heim einu sinni á ári en segir stundum erfitt að finna tíma í það. „Ég verð þó að gera það til að halda við íslensk- unni,“ segir hún. „Eins og þú heyrir er það ekki á hverjum degi sem ég tala íslensku og er farin að ryðga enda eru komin fimm ár síðan ég flutti. Fyrstu þrjú árin var þetta allt í lagi. Þá var ég líka að læra frönsk- una almennilega. En það er erfið- ara og erfiðara að koma heim og fólk hlær alltaf meira og meira að því hvað ég er komin með rosalegan hreim. Systir mín sem er fimmtán ára horfir á mig eins og ég sé alger hálfviti. „Af hverju talarðu svona?“ segir hún. Ekki sér Birta fram á að koma heim í bráð til að starfa við sína grein en segir þó heilmikla þróun hafa átt sér stað hér frá því hún fór út. „Nú hafa fleiri fengið áhuga á sirkuslistum og eru farnir í nám,“ bendir hún á. „Svo er kominn Sirk- us Íslands sem er að vinna gott starf.“ Þ etta er það sem mér finnst skemmtilegast að gera. Ég hugsa að ég verði aldrei rík en bý við þá hamingju að hlakka til að fara í vinnuna á hverjum degi,“ segir Birta Benónýsdóttir um starfið sitt sem fimleikamaður í sirkus og heldur áfram að tíunda kosti þess. „Ég kynnist líka stöðugt nýju fólki og nýjum menningarheimum því starfinu fylgja mikil ferðalög og það eru líka þau sem heilla.“ Birta býr í París og er heima akkúrat þá stundina sem símtalið fer fram. „Ég kom hingað í nótt og fer aftur á morgun. Ég er aldrei nema nokkra daga á sama stað heldur flakka á milli með sýningar- flokkum um heiminn og þá er mis- jafnt hvort ég bý í húsvagni, hóteli eða einhvers staðar annars staðar. Síðasta ár fór ég til Marokkó, Búrk- ína Fasó og Fílabeinsstrandarinnar í Afríku. Í ár fór ég til Palestínu og næsta ár er það Ameríka og Suður- Ameríka. Svo náttúrlega ferðast ég mikið um allt Frakkland. Ég starfa með tveimur hópum, Les Studios de Cirque og Compagnie XY. Þeir eru eingöngu með atriði sem við notum mannslíkamann í. Það er mikil hefð fyrir þeirri list hér í Frakklandi og gríðarmörg fyrirtæki sem reka slíka sirkusa. Les Studios de Cirque er að setja upp nýja sýningu sem heitir Plume Attack og verður frumsýnd núna í lok september. Það er götuleikhús- sýning sem gerist í strætó. Við erum búin að breyta strætó, klippa hann í sundur og koma þar fyrir alls konar tólum og tækjum og svo hoppum við út um allt eins og vit- leysingar. Markmiðið er að fara í gegnum borgir, þorp og bæi og vera með uppistand á götunum. Svo í október er ég að fara að taka við hlutverki í sýningu með Comp- agnie XY sem heitir Le Grand C sem er búin að vera ein vinsælasta sýningin hér í Frakklandi. Það er „hönd í hönd“ sýning með 18 manns. Ég verð þar allt næsta árið og það verður nóg að gera. Það er með þeirri sýningu sem ég fer til Ameríku.“ Fékk tvöfalt brjósklos Birta er búin að vera í Frakklandi frá árinu 2007. Fór út gagngert til að læra sirkuslistir, fyrst allra Íslendinga. „Ég kom hingað til að fara í einn virtasta sirkusháskóla í Evrópu og bara í heiminum. Hann er í kampavínshéruðunum. Þetta er þriggja ára nám á háskólastigi þar sem hver og einn hefur sitt sérsvið en fær líka sinn skammt af heim- speki og sögu og öllu sem tilheyrir sviðslistum, svo sem dansi, leiklist og tónlist.“ Að leika listir á sveiflandi rólu í sjö metra hæð var í upphafi sér- svið Birtu. Það kallar hún „trap- ísu“. Síðan tók annað sérsvið við. „Það er erfitt að útskýra þetta á íslensku, því orðaforðann yfir svona fyrirbæri vantar í málið! En ég varð sem sagt loftfimleikakona. Var með annarri stelpu sem hékk á hnjánum í sex metra hæð og kast- aði mér út um allt. Núna vinn ég við að gera það sem kallað er „hönd í hönd“. Það þýðir að ég hoppa ofan á annað fólk og vona að það grípi mig, stend á annarri hendi ofan á hausnum á einhverjum, eða er skot- ið upp á vegasalt og er gripin í fall- inu en í loftinu fer ég í heljarstökk og skrúfur.“ Sem sagt í mestu áhættuatrið- unum? „Já. Einhverra hluta vegna finn ég mig í því sem er hræðilegt og ég er skíthrædd við, virðist leita í það á kerfisbundinn hátt. Það er bara það sem mér finnst skemmti- legast að gera.“ Allt hefur gengið vel til þessa fyrir utan að á síðasta ári kveðst Birta hafa lent í tvöföldu brjósklosi og legið í rúminu í sex vikur. „Ég tók því rólega í smátíma á eftir og Á HVOLFI „Ég valdi auðvitað skóla þar sem ég gat staðið á höndum allan daginn,“ segir hún. Er leikandi listir um allan heim Atvinna Birtu Benónýsdóttur er ekki dæmigerð fyrir hinn venjulega Íslending. Hún felst meðal annars í að fara í heljarstökk og skrúfur í háu falli og freista þess að vera gripin eða tylla sér efst á fjögurra hæða mannapíramída. Hún er sirkuslistamaður á flakki um heiminn en hefur aðsetur í París og þar náði Gunnþóra Gunnarsdóttir í hana í síma. SIRKUSLISTAKONAN „Ég hoppa ofan á annað fólk og vona að það grípi mig,“ segir hin áhættusækna Birta. BIRTA BENÓNÝS Er núna að æfa götuleikhússýningu sem gerist í strætó og verður frumsýnd í lok mánaðarins. Einhverra hluta vegna finn ég mig í því sem er hræðilegt og ég er skíthrædd við, virðist leita í það á kerfis- bundinn hátt. Hinn enski Philip Astley (1742 - 1814) er talinn vera faðir nútíma- sirkuss. Hann var reiðlistamaður og stofnaði fyrsta sirkusinn í London 1770 á afgirtu athafnasvæði við Westminster-brúna þar sem uppistaða sýningaratriða voru reiðlistir og loftfimleikar. Áður hafði hann sýnt reiðlistir sínar á hring- velli annars staðar í borginni og þær urðu grunnurinn að því sem síðan er kallað sirkus. Vinsældir sirkuss Astley spurðust yfir Ermarsundið og konungur Frakklands bauð honum að sýna í Versölum árið 1772. Tíu árum síðar stofnaði Astley fyrsta sirkus í Frakk- landi, Amphithéâtre Astley í París. UPPHAF SIRKUSSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.