Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 12
5. október 2012 FÖSTUDAGUR12 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor og stjórnarformaður Rannsókna og greiningar Við erum búin að gera þessar rann- sóknir í tutt- ugu ár og þessu starfi lýkur aldrei. Þ essar rannsóknir hafa skilað sér í þágu barna og unglinga. Þegar verið er að taka ákvarðanir um börn og ungmenni eru þessar rannsókn- ir notaðar og það hefur verið stærsti sigur inn,“ segir Inga Dóra Sigfús- dóttir, prófessor við viðskiptafræði- deild Háskólans í Reykjavík, um könnunina „Ungt fólk“ sem lögð hefur verið fyrir íslensk ungmenni í tutt- ugu ár. Inga Dóra er stjórnarformað- ur Rannsókna og greiningar, sem er rannsókna miðstöð sem sérhæfir sig í rannsóknum á ungu fólki á Íslandi og í öðrum löndum. Ráðstefna var haldin í gær til að fagna tuttugu ára áfang- anum. Íslenska rannsóknin er nú lögð fyrir í fimmtán evrópskum borgum auk þess sem hún verður í haust lögð fyrir í tveimur Afríkuríkjum. Ísland hefur náð óvenjulega miklum árangri Tilgangurinn með því að leggja könn- unina fyrir er að skilja vandamál ung- linga og hvernig hægt sé að draga úr áhættuhegðun þeirra og vernda þá. Inga Dóra segir að tilgangurinn sé ekki bara að safna gögnum og læra heldur vilji þau einnig geta notað niður stöðurnar til að bæta samfélagið. „Þessar rannsóknir hafa verið nýtt- ar mjög mikið. Þetta er grunnur að stefnumótunarstarfi og starfi í þágu barna og unglinga og þar hefur Ísland náð óvenjulega miklum árangri. Sá árangur er núna fyrirmynd víða í Evr- ópu og í fleiri löndum. Almennt má segja að þessar rannsóknir dekki mörg svið. Við erum að skoða bæði líðan, hegðun einstaklinga og mjög margt annað bæði jákvætt og neikvætt í lífi og umhverfi unglinga. Margar þjóðir eru að taka þetta upp núna og átta sig á því hvað það er mikilvægt að byggja ákvarðanir og stefnumótun á góðum rannsóknum.“ Búið að snúa vímuefnaþróuninni við Meðal þess sem varð til þess að ákveð- ið var að hefja rannsóknir á högum ungs fólks var sú staðreynd að neysla á vímuefnum jókst stöðugt á tíunda ára- tug síðustu aldar. Þessari þróun hefur nú verið snúið rækilega við. Inga Dóra segir að unnið hafi verið með opin- berum stofnunum og hagsmuna aðilum og á grunni gagnanna hafi verið þróað forvarnarstarf sem notað hefur verið síðustu árin. Auglýsingaherferðir um vímuvarnir fyrir unglinga eru því byggðar á rannsóknum á högum ung- linganna sjálfra. Þótt sá hluti rannsóknanna sem snýr að vímuefnanotkun hafi verið veiga- mikill er spurt um fjölmargt annað og gagnagrunnurinn nýttur til ýmislegs. Fimmtíu ritrýndar greinar sem byggja á gögnunum hafa til að mynda verið birtar í erlendum tímaritum. Andleg líðan, fjölskylduaðstæður, frístunda- iðkun, heilsa, líkamsvitund, mataræði, trúarskoðanir og vinatengsl eru meðal þess sem einnig hefur verið spurt um. Væri ekki hægt nema með samstarfi við nemendur og skóla Síðustu tuttugu árin hafa rannsóknirn- ar orðið umfangsmeiri. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það er stór hópur fólks sem hefur komið að því að vinna þessar rannsóknir og stór hópur sem vinnur úr þeim. Bæði vísindamenn hér heima og erlendis nota svo þessi gögn til að skrifa vísindagreinar. Þannig að það má eiginlega segja að íslensk ung- menni hafi skilað verulegu í þágu vís- indanna með þátttöku sinni í þessum rannsóknum á undanförnum árum. Þetta gæti ekki gengið nema af því að við erum í góðu samstarfi við skólana og unglingana sem svara.“ Íslensk ungmenni skila veru- legu framlagi til vísindanna Með því að svara könnuninni Ungt fólk hafa íslensk ungmenni skilað verulegu framlagi til vísindanna, segir Inga Dóra Sigfús- dóttir prófessor, sem hefur undanfarin tuttugu ár kannað hagi unglinga hér á landi. Í samtali við Þórunni Elísabetu Bogadóttur segir hún frá gagnagrunni sem notaður hefur verið til fjölmargra rannsókna, í forvarnir og stefnumótun í málefnum barna. STÝRIR ALÞJÓÐLEGRI RANNSÓKN Inga Dóra hefur síðustu ár undirbúið viðamikla rannsókn á því hvernig líffræðilegir og félagslegir þættir tengjast. Við rannsóknina verður stuðst við rannsóknarhefðina sem skapast hefur hjá Rannsóknum og greiningu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Alltaf ný viðfangsefni „Við erum búin að gera þessar rann- sóknir í tuttugu ár og þessu starfi lýkur aldrei. Heimurinn tekur svo miklum breytingum, við þurfum að vera á verði og það eru alltaf ný við- fangsefni sem þarf að rannsaka.“ En hvernig munu þessar rannsóknir þá þróast á næstunni? „Við munum fara í nokkrar áttir ef svo má segja. Í fyrsta lagi munum við fara með þetta sem kallað er íslenska módelið í vímu- vörnum til fleiri landa og það verð- ur notað sem grunnur forvarnar- starfs. Við erum einmitt að fara til Færeyja á morgun [í dag] þar sem staðan í vímuefnaneyslu unglinga er ekkert ósvipuð og hún var hér fyrir fimmtán árum. Færeyingarnir eru að spyrja hvernig við náum svona góðum árangri og hvort þeir geti gert það sama.“ 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 40 30 20 10 0 Ungt fólk: neyslumynstur unglinga frá 1998-2012 Þróun daglegra reykinga, ölvunardrykkju og notkunar á hassi meðal nemenda í 10. bekk 1998 til 2012 ■ Ölvun sl. 30 daga ■ Daglegar reykingar ■ Prófað hass % Ísland hentar vel fyrir alþjóðlega rann- sókn Þá segir Inga Dóra að þetta forvarna- módel verði yfirfært og þróað yfir á fleiri svið, til dæmis til að efla heilsu ungs fólks. „Undanfarin tvö ár hef ég verið að undirbúa viðamikla rannsókn sem byggir á þessari rannsóknarhefð okkar. Þar munum við í samstarfi við vísindamenn í Bretlandi og Bandaríkj- unum skoða það hvernig líffræði legir þættir og félagslegir þættir tengjast. Nýjar rannsóknir sýna að það að búa við erfiðar aðstæður í æsku hefur ekki bara áhrif á hegðun og tilfinningar okkar heldur hefur það beinlínis áhrif á líkamann okkar. Ónæmiskerfi þeirra barna sem búa við erfiðar aðstæður í æsku er veikara en annarra barna.“ Hópi barna sem fædd eru árið 2000 verður fylgt eftir í rannsókninni, en aðstæður þeirra verða skoðaðar frá því fyrir fæðingu. Inga Dóra segir Ísland henta vel til rannsóknarinnar þar sem upplýsingar um hvern ein- stakling liggi fyrir. Á unglingsárum munu rannsakendur hitta börnin, leggja fyrir þau spurningalista og fá frá þeim munnvatnssýni til að geta metið hvernig umhverfið hefur áhrif á heilsu, líðan og hegðun þeirra. „Þannig að við í samstarfi við frum- kvöðla á þessu sviði ætlum að nýta okkur rannsóknarhefðina og ætlum að gera rannsókn á árgangi íslenskra barna þar sem við munum skoða hvaða áhrif aðstæður hafi, ekki bara á til- finningar og hegðun, heldur líka á líf- fræðilega þætti. Og síðast en ekki síst, að nota reynsluna okkar úr forvarna- starfinu til að sjá hvort hægt sé að snúa neikvæðum áhrifum við eða jafn- vel koma í veg fyrir neikvæð áhrif.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.