Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 5. október 2012 17 Eflaust má velta því fyrir sér frá einhverjum vinkli hvað heppilegt sé að pólitíkusar og seðlabankamenn segi um gjald- miðilinn. En athyglisverða spurningin í þessu er auðvitað ekki „Hvað má segja?“ heldur „Hvað er satt?“ Ef keisarinn er nakinn þá er hann nakinn, sama þótt það kunni að vera óheppilegt fyrir mannorð hans. Það að til séu stjórnmála- menn sem skipta vilji krónunni út fyrir annan gjaldmiðil er ekki hennar stærsta vandamál. Spyrjum okkur einfaldrar spurningar: Er krónan góður gjaldmiðill? Hvaða kröfur ættum við sem launþegar og neytendur að gera til gjaldmiðils? Tvennt kemur upp í hugann. Í fyrsta lagi ætti að vera hægt að kaupa hluti fyrir gjaldmiðilinn. Í öðru lagi ætti gjaldmiðillinn að vera svip- að mikils virði frá einum degi til annars. Það er líka hægt að spyrja: Hvað er til merkis um að gjald- miðill sé vondur? Vondir gjald- miðlar eru gjarnan í frjálsu falli, gagnslausir utan heima- landsins, og stundum hvort tveggja í einu. Sem barn bjó ég í landi með mjög vondan gjald- miðil. Ekki hélt ég að ég þyrfti að endurtaka þá reynslu á fer- tugsaldri. Hver sem vill getur slegið „USD to UAH“ inn í Google- leitarvélina, til að komast að því hve margar úkraínskar hrívnur sé hægt að fá fyrir einn banda- rískan dollara. Google-leitar- vélin treystir sér hins vegar ekki til að svara því hve margar íslenskar krónur fáist fyrir dollara. Hún gerði það einu sinni en hún gerir það ekki lengur. Lái henni hver sem vill. Krónan fellur þannig á fyrri hluta prófsins. Þökk sé gjald- eyrishöftunum er til dæmis ekki auðvelt að kaupa íbúð í Berlín eða bíl á Ítalíu. Það er ömurlegt. Menn sitja við tölvu allan daginn að reyna að vinna sér inn pening til þess eins að einhverjir stjórnmálamenn og skriffinnar ákveði hverju megi eyða honum í. Og þeir hika ekki við að skipa mönnum að eyða honum á landsvæði sem 0,005% heimsins búa á. Þetta er svipað og ef maður kæmist að því um sjötugt að ævisparnaðurinn væri alls ekki inneign í peningum heldur, til dæmis, gjafakort í hjólabúð. Gott og vel. Staðan er kannski ekki jafnvond og í Íran, Kúbu, eða Simbabve. Það er hægt að taka út úr hraðbönkum í út- löndum, borga smáræði með kreditkorti á netinu og fyrir- tæki geta flutt inn vörur frá útlöndum með leyfi stjórnvalda. En staðan er ekki góð. Krónan er ekki fyrsta flokks gjald miðill og ekki annars flokks heldur. Og við eigum að gera kröfu um fyrsta flokks gjaldmiðil. Nú er auðvitað hægt að ljúga því að sér og öðrum að gjaldeyris höftin séu bara tímabundin aðgerð, afleiðing hrunsins og þeirra „sérstöku aðstæðna“ sem uppi eru í efna- hagslífinu. Þá ber að huga að tvennu. Í fyrsta lagi getur „stutt frá hruni“-afsökunin ekki dugað endalaust. Árin frá bankahruninu eru orðin fjögur. Það er ekki skammur tími. Það er eins og fyrri heimsstyrjöldin. Mér segir svo hugur um að þessi lota gjaldeyrishaftanna muni vara í nokkur ár til viðbótar. Í öðru lagi hefur öll saga krónunnar verið meira og minna saga einhvers konar gjaldeyrishafta, ef áratugurinn fyrir bankahrunið er undan- skilinn. Árangurinn er svipað- ur hvað verðbólgu varðar. Við búum kannski ekki við stans- lausa óðaverðbólgu, en staðan er ekki góð og ekki einu sinni næstum því góð. Það vantar ekki þá menn sem halda því fram að hægt sé að stýra gjald- miðlinum betur nú með því að festa krónu hér, skera af núll þar, tryggja eitthvað, lofa ein- hverju öðru og reka ríkissjóð af ábyrgð það sem eftir. En vand- inn felst alltaf í trúverðugleika slíkra lausna. Það kann að virka hart að segja að krónan sé ekki góður gjaldmiðill en það er samt satt. Hún er svo slöpp að við megum ekki kaupa hluti í útlöndum án eftirlits til að afhjúpa ekki hve verðlaus hún er. Svo lengi sem við höfum krónuna munum við annað hvort búa við gjaldeyris- höft eða hótun um gjaldeyris- höft. Lífið er of stutt í svoleiðis vitleysu. Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Að tala niður gjaldeyrishöftin Þetta er svipað og ef maður kæm- ist að því um sjötugt að ævisparnaðurinn væri alls ekki inneign í pen- ingum heldur, til dæmis, gjafakort í hjólabúð. Með frumvarpi til fjárlaga ársins 2013 er stigið fyrsta skref íslensks háskóla- og vísinda- samfélags út úr kreppunni. Frum- varpið gerir ráð fyrir að framlög til samkeppnissjóða á sviði rann- sókna og tækniþróunar hækki um samtals 1,3 milljarða króna. Þar vegur þyngst hækkun á fram- lagi til rannsóknarsjóðs, tækni- þróunarsjóðs og á framlagi til mark áætlunar á sviði vísinda og tækni. Er þessi hækkun í sam- ræmi við stefnu vísinda- og tækni- ráðs um eflingu samkeppnissjóða. Með hruninu árið 2008 brustu allar forsendur fyrir opinberum útgjöldum og hefur meginverkefni stjórnvalda síðan verið að skapa langtímaforsendur fyrir velferðar- og þekkingarsamfélagi á Íslandi. Sú vinna hefur kallað á forgangs- röðun á öllum sviðum ásamt umtalsverðum niðurskurði, m.a. til háskóla- og vísindamála. Þannig hafa tæpir 3,5 ma. kr. verið tekn- ir út úr háskólakerfinu frá 2008 til 2012. Þrátt fyrir niðurskurð undan farinna ára hafa háskólarn- ir tekið á sig aukna ábyrgð sem sést á því að nú stunda yfir tvö þúsund fleiri nemendur háskóla- nám en fyrir hrun. Þannig hafa þeir lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag komi betur menntað og þar með sterkara út úr kreppunni. Við fjárlagagerð undanfarinna ára hefur forgangs- röðun verið í þágu Háskóla Íslands enda er hann burðarstoð íslenska háskóla- og vísindasamfélagsins. Eigi að síður hefur hann tekið á sig stærsta hluta niðurskurðarins eða 2,3 ma. kr. og mesta nemenda- fjölgun. Það dylst engum að háskóla- kerfið á Íslandi er, og hefur reynd- ar verið frá því fyrir hrun, undir- fjármagnað. Árið 2009 kostaði hver háskólanemi ríflega þriðj- ungi minna á Íslandi en meðal- tal OECD-ríkja og meðalframlög á hvern háskólanema í Noregi og Svíþjóð voru helmingi hærri en á Íslandi. Það er ljóst að við þetta ástand verður ekki búið mikið lengur. Það er mikilvægt að efl- ingu samkeppnissjóðanna verði fylgt eftir með auknum fram- lögum til háskólanna. Þar verður að byrja á að tryggja þeim fram- lög í samræmi við þá nemenda- fjölgun sem orðið hefur á undan- förnum árum. Ég legg á það mikla áherslu að þetta verði gert strax í fjárlögum næsta árs leiði endur- skoðun efnahagsforsenda fjárlaga- frumvarpsins til þeirrar niður- stöðu að svigrúm sé til aukinna útgjalda. Næsta verkefni er svo að tryggja eðlilega fjármögnun háskólakerfisins til framtíðar með því að hækka grunnframlög til há- skólanna. Eflum háskóla- og vísindastarf Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 tm.is Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Tillaga um samþykki kaupa eigin hluta. 2. Tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár til að jafna eigin hluti. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Fundargögn og tillögur stjórnar eru hluthöfum aðgengileg á skrifstofu félagsins. Reykjavík, 5. október 2012, stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Hluthafafundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf., kt. 660269-2079, boðar til hlut- hafafundar, sem haldinn verður á skrifstofu félagsins við Síðumúla 24, Reykjavík, að morgni föstudags, 12. október 2012, kl. 9. Menntamál Katrín Jakobsdóttir mennta- og menn- ingarmálaráðherra Það dylst engum að háskólakerfið á Íslandi er, og hefur reyndar verið frá því fyrir hrun, undirfjármagnað. AF NETINU Á Jón Gnarr Orkuveitu Reykjavíkur? Orkuveitan er fyrirtæki í eigu almennings, sem ekki bara stendur straum af öllum kostnaði við rekstur hennar, heldur hefur hann líka þurft að axla skuldirnar gríðarlegu sem virðast stafa af því að forráðamenn fyrirtækisins gerðu tóma vitleysu á nokkurra ára tímabili. Reykjavíkurborg, Akranes- kaupstaður og Borgarbyggð eru stofnanir sem eiga að starfa eingöngu í þágu þess almennings sem býr á þessum stöðum. Hvernig í ósköpunum stendur á því að umrædd skýrsla er ekki strax kynnt hinum raunverulegu eigendum, þ.e.a.s. almenningi? Ég er hræddur um að svarið sé hið sama og yfirleitt þegar opinberar upp- lýsingar eru annars vegar á Íslandi: Fólk í valdastöðum telur að völdin séu þess til að ráðskast með, og að afskipti almennings séu fyrst og fremst truflun í starfi þess. http://blog.pressan.is Einar Steingrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.