Fréttablaðið - 15.11.2012, Síða 1

Fréttablaðið - 15.11.2012, Síða 1
veðrið í dag BÓKAÚTGÁFA Aldrei hafa verið gefin út jafn mörg íslensk skáldverk og í ár ef marka má skráningar í Bókatíðindi. Alls er 101 íslenskt skáldverk í skránni í ár, 57 frum- útgáfur og 44 endurútgáfur. Sé ljóðum og leikritum, sem eru flokkuð sérstaklega, bætt við þessa tölu eru útgefin skáldverk á árinu 138. Alls eru 842 titlar skráðir í Bókatíðindi í ár, sem er líka met, en skráðir titlar í fyrra voru 757. Kristján B. Jónasson, formaður félags Bókaútgefenda, segir heildarfjölda útgef- inna titla þó svipaðan og í fyrra en þar sem æ fleiri bækur komi út á fleiri en einu formi, svo sem hljóðbók og rafbók, séu sumir titlar skráðir oftar oftar en einu sinni. Aukin raf- og hljóðbókaútgáfa felur þó í sér tíðindi að hans mati. „Bókatíðindi í ár endurspegla að bóka- útgáfan er að færast yfir í sama horf og í nágrannalöndunum, að útgefendur verða að gefa út bækur í mörgum formum,“ segir Kristján. 94 rafbækur og yfir 50 hljóðbæk- ur eru skráðar í Bókatíðindi. Árið 2002 voru 466 titlar í Bókatíðindum. Á einum áratug hefur þeim því fjölgað um 376. „Á undanförnum áratug hefur orðið hæg- fara breyting á útgáfumynstrinu,“ segir Kristján. „Bóksala er ekki lengur aðallega bundin við jólabókaflóðið heldur seljast bækur allt árið. Endurútgáfa íslenskra og þýddra verka í kilju er hluti af þeirri þróun sem og útgáfa raf- og hljóðbóka nú í seinni tíð.“ -bs/ sjá síðu 46 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur skoðun 26 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Krakkar veðrið í dag 15. nóvember 2012 269. tölublað 12. árgangur titlar eru skráðir í Bóka- tíðindi í ár. Árið 2002 voru þeir 466. 842 KRAKKARFIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 KynningarblaðKrakkamatur, barnatryggingar, leikföng, afþreying og bækur. GULLSMIÐIR Ástþór Helgason og Kjartan Örn Kjartans- son í Orr fara eigin leiðir í skartgripasmíðinni og er skartið þeirra fjöl- breytilegt. MY Gullsmiðirnir Ástþór Helgason og Kjartan Örn Kjartansson í Orr hönnuðu hring sem er nú ásamt fleiri gripum frá þeim félögum til sýnis á skartgripasýningunni Láði og legi (Water and Earth) í Finnlandi. Hring- urinn vegur næstum hálft kíló og er með áttatíu steinum Í hö sem byrjaði sem hálsmen. Steinarnir í hringnum eru allir lausir og það er erfitt að átta sig á hvernig hann lítur út í raun þegar hann er skoðaður á mynd. „Við viljum að fólk fái að koma við hönnunina okkar. Allir gripirnir sem eru á sýningunni í Finnlandi núna eru HÁLFT KÍLÓ Á HÖNDGLÆSILEGUR GRIPUR Þeir Kjartan Örn Kjartansson og Ástþór Helgason hönnuðu hring sem vegur hátt í hálft kíló og er settur áttatíu steinum. GLÆSIKJÓLL Í PÓSTI Glæsikjólar eru mikið notaðir á þessum árstíma þegar jólahlaðborð, árshátíðir, jól, nýársfagnaði og fleira ber við. Á vefnum Newyorkdress.com er mikið úrval glæsi-legra kjóla sem hægt er að panta til Íslands. Þetta eru síðir ballkjólar, brúðarkjólar, stuttir kjólar og fylgihlutir. Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardagaVIÐ BR EYT UM 30% AF SLÁ TTU R teg 86120 - létt fylltur í B,C skálum ÁÐUR KR. 5.500,- Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is Verð: 44.950 kr. Blóðrásarörvun fyrir fætur Ný kynslóð 20% afsláttur af jökkum Stærðir 36-52 opnunMiðnætur í kvöld Opið til 24 Bornar saman bækur Hönnuður Instagram- lógósins fræðir Íslendinga um samfélags- miðilinn. fólk 70 ELM HÆTTIR Lísbet Sveinsdóttir, einn eigenda, segir ekki hafa verið grundvöll fyrir rekstrinum en hönnunin var seld um allan heim. Skólastjóri ársins Bretinn John Morris segir ekki vænlegt að skilja kynin að í menntakerfinu. menntun 44 LÍTILL ÁHUGI Sex þingmenn sátu undir framsögu ráðherra um byggðamál í gær, en prófkjör eiga nú hug margra þingmanna. „Það er náttúrlega ekki boðlegt ef það þarf að fara að grátbiðja fólk um að koma og greiða atkvæði og taka þátt í umræðum,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. Sjá síðu 8 FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR UTANRÍKISMÁL „Þetta eru váleg tíðindi,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um tugi árása sem Ísraelsmenn gerðu á Gasa- ströndina í Palestínu í gær. Yfirmaður her- afla Hamas-samtakanna var meðal fallinna og þau hétu grimmilegum hefndum. „Ég fordæmi allar árásir af þessu tagi. Þær koma mér ekki alls kostar á óvart. Ég átti viðræður við fulltrúa Palestínumanna í Genf fyrr í vikunni þar sem þeir bókstaf- lega spáðu því að innan skamms mundu hefj- ast átök af þessu tagi,“ segir Össur. „Ég óttast að þarna sé verið að efna til mikilla og langvinnra átaka og verður auðvitað hugsað til hinna skelfilegu atburða í upphafi árs 2008 þegar Ísraelsmenn fóru með landhernaði á hendur íbúum Gasa. Ég tek eftir því að nú tala Ísra- elsmenn líka í þá veru að líklega muni land- hernaður fylgja í kjölfarið.“ Össur hefur gagnrýnt Ísraelsmenn harð- lega á opinberum vettvangi fyrir framferði þeirra á Gasa. „Þetta undirstrikar það sem við Íslendingar, eftir okkar getu, höfum sagt á alþjóðavettvangi; að forsendan fyrir friði í þessum heimshluta sé að Ísraelsmenn gangi til samninga við Palestínumenn, sem þýðir að þeir verða að láta af landtökum sem þeir hafa stund- að linnulítið.“ - sh / sjá síðu 6 Össur Skarphéðinsson óttast langvinn átök í kjölfar sprengjuregns í Palestínu: Fordæmir árásir Ísraela á Gasa ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Draumabyrjun Rúnars Ísland vann 2-0 sigur í Andorra í gærkvöldi. sport 64 HEILSA Magnús Scheving var sæmdur heiðursnafnbót frá St. Mark & St. John-háskólanum í Plymouth á föstudag. Magnús hlaut nafn- bótina fyrir framlag sitt til heilsu barna og tók armbeygj- ur í kuflinum við afhend- inguna. Að sögn Hallgríms Kristinsson- ar, yfirmanns viðskiptaþróunar hjá Latabæ, var St. Mark & St. John fyrsti háskólinn á Bretlandseyjum sem bauð upp á kennaramennt- un og er hann þekktur fyrir að útskrifa fjölda kennaranema og íþróttafræðinga ár hvert. „Nefnd á vegum háskólans finnur til einstaklinga sem þeim þykir hafa skarað fram úr á ein- hvern hátt og var Magnús þar efstur á blaði.“ - sm / sjá síðu 70 Sæmdur heiðursnafnbót: Armbeygjur í heiðurskufli MAGNÚS SCHEVING ROK OG RIGNING Í dag verða suðvestan 10-20 m/s en sums staðar hvassara við S-ströndina. Víða rigning eða skúrir. Snýst í N- átt NV-til síðdegis og kólnar. VEÐUR 4 3 2 5 4 4 Metár í skáldsagnaútgáfu Yfir hundrað íslensk skáldverk koma út á þessu ári og hafa aldrei verið fleiri. Um 840 titlar eru skráðir í Bókatíðindi sem er líka met. Skráðum titlum í Bókatíðindum hefur fjölgað um hátt í 400 á áratug.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.