Fréttablaðið - 15.11.2012, Page 47

Fréttablaðið - 15.11.2012, Page 47
KYNNING − AUGLÝSING Krakkar15. NÓVEMBER 2012 FIMMTUDAGUR 7 Allir sem komnir eru til vits og ára þekkja söguna um Búkollu en ömmur þessa lands hafa sagt hana kynslóð eftir kynslóð. Huginn Þór hefur nú gefið söguna út með fallegum teikningum á nútímamáli sem börn skilja. Hann segist hafa farið í leikskóla til að ræða við börnin um söguna en fæst höfðu heyrt hana. „Það var ástæða til að rifja þetta ævintýri upp,“ segir hann. Auk Búkollu gefur hann einnig út ævintýrið um Naglasúpuna sem sömu- leiðis var þekkt hjá eldri kynslóðum. „Mér finnst svo mikið til af gömlum, góðum ævintýrum sem hafa ekki verið gefin út lengi. Á sínum tíma var notað annað orðalag en við þekkjum í dag og þessar bækur hafa ekki verið aðgengilegar lengi. Ég breyti sögunni ekki en geri hana auðveld- ari fyrir yngstu kynslóðirnar svo þær megi kynnast henni,“ segir Huginn. „Ég leik mér kannski meira með Naglasúpuna en í þeirri bók eru tvær sögur um súpuna, sagðar á mismunandi hátt en tengdar saman.“ Huginn er með metnaðarfulla barna- bókaútgáfu og hefur gert bók sem nefnist Jólalögin okkar en með henni fylgir geisla- diskur þar sem kór Öldutúnsskóla syngur lögin. „Ég bjó til sögur í kringum gömlu, góðu jólalögin og lét myndskreyta þau fyrir börnin,“ segir Huginn sem hefur fengist við barnabókaskrif frá árinu 2006. „Ég á fimm ára dóttur og við lesum mikið saman. Mér finnst gaman að segja henni ævintýri en meðal bóka sem ég hef gefið út á þessu ári er Myrkfælna tröllið. Ég vil að börnin geti dregið lærdóm af sögunum án þess að gera þau hrædd og að þær hafi fræðslugildi. Ein bókin mín fjallar til dæmis um að kúka í kopp og er ætluð ungum börnum sem eru að hætta á bleiu,“ segir Huginn. „Í gamla daga sagði fólk hvert öðru sögur og afi minn var alltaf að segja brandara. Þetta sagnaform hefur haft áhrif á mig. Ég er líka að leita að fólki sem getur sagt mér gamlar munnmælasögur því ég vil gjarnan koma þeim á blað. Öllum er velkomið að Vekur gömul ævintýri til lífsins Huginn Þór Grétarsson, barnabókahöfundur og útgefandi hjá Óðinsauga, hefur mikinn metnað í að koma gömlum, þekktum ævintýrum til nútímabarna. Huginn Þór Grétarsson vill gjarnan koma gömlum munnmælasögum í bók en hann hefur mjög gaman af ævintýrum. Kringlan – Smáralind facebook.com/nameiticeland Full verslun af fallegum jólafatnaði Ný sending að koma í hús Waldorfleikskólinn Ylur og Waldorfskólinn í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar á laugardag frá 12 til 17. Margir fallegir hlutir og skemmtilegheit verða á boðstólum, þar á meðal brúðuleikhús, barnakaffihús, veiðitjörn, eldbakaðar pitsur, jurtaapótek, tónlist á vegum nemenda, tívolí og munir þar sem hugur mætir sköpunarkrafti handanna. Þeir eru allir unnir af nemendum skólans og foreldrum þeirra. Nánari dagskrá er sem hér segir: 12-17 Kaffi og kökur, handverk og jurtaapótek 13 og 15 Brúðuleikhús 12-15 Eldbakaðar pitsur og tónlist 1.-2. bekkur sér um veiðitjörn þar sem börn veiða pakka úr hafinu. 3.-4. bekkur sér um barnakaffihús en þar fá fullorðnir einungis að versla í fylgd með börnum. 5.-6. bekkur sér um tívolí. 7.-8. bekkur verður með happdrætti. 9.-10. bekkur matreiðir eldbakaðar pitsur í Skemmunni. Menningaratriði nemenda verða í Skemmunni en Brúðuleikhúsið er í höndum kennara skólans. Þar verður blandað saman brúðum, sögustund og tónlist. Jólabasar í Lækjarbotnum Flestum börnum finnst gaman að leira og skapa alls kyns lista- verk. Í leiðinni þjálfa þau fínhreyfingarnar. Hér er uppskrift að góðu leikdegi sem er eiturefnalaust og því er enginn skaði skeður þó örlítill hluti þess slæðist upp í munn og ofan í maga. Efnið í deigið er að finna á flestum heimilum og það geymist í lokuðu íláti eða poka í eina til tvær vikur. Efni Heimatilbúin listaverk Aðferð Blandið saman hveiti og salti og hellið volgu vatni út í. Ef ætlunin er að hafa nokkra liti þarf að skipta efninu í nokkra parta og hella síðan mismunandi matarlit út í. Hnoðið deigið og bætið við hveiti ef það er of blautt. Látið börnin endilega taka þátt í að útbúa deigið. Tínið svo til hættulaus eldhúsáhöld eins og köku- kefli, hvítlaukspressu, piparkökumót og bitlausa hnífa til að nota við listsköpunina. Ef börnin vilja varðveita verkin og gefa jafnvel í gjafir má láta þau standa við stofuhita í nokkra daga þar til þau hafa þornað. Eins má baka þau í ofni við lágt hitastig þar til þau eru orðin hörð. Þá má mála listaverkið og skreyta að vild. 2 bollar hveiti 1 bolli salt 1 bolli volgt vatn matarlitur ef vill

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.