Fréttablaðið - 29.11.2012, Page 30

Fréttablaðið - 29.11.2012, Page 30
29. nóvember 2012 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Nýtt vopnahlé dugar skammt þar sem ekki hefur verið tekið á rót vandans í Ísrael og Palestínu. Látum ekki blekkja okkur aftur með fagurgala og friðar- pottloki. Þegar Íslendingar viður- kenndu Ísrael sem fullvalda ríki árið 1948 var það okkar atkvæði sem tryggði sæti þeirra hjá Sameinuðu þjóð- unum. Stuðningur okkar byggði á áætlun alþjóða- samfélagsins um landamæri árið 1947. Ísrael hefur svikið samkomulag- ið og sölsað undir sig nær allt pal- estínskt land. Palestínufólkinu er haldið í gíslingu í eigin landi. Ég sá þetta með eigin augum er ég fór þarna um í 5 vikna ferðalagi. Horfði upp á fólkið í hálfgerðum fangabúð- um. Til að komast milli landshluta eða bæjarhluta þurfti palestínskur almenningur að fara um vegatálma og aðrar hindranir sem stjórnað var af ísraelskum hrokagikkjum með vélbyssur í hönd. Strákar með riffil um öxl Í víggirtum ísraelskum þorpum í miðju palestínsku landi biðu skóla- strákar eftir strætisvagni með riff- il um öxl. Framámenn þorpanna voru oftar en ekki aðfluttir mið- aldra Bandaríkjamenn með skamm- byssu í belti. Börn snæddu morgun- mat með sandpoka fyrir gluggum. Í Hebron höfðu um 100 Ísraels- menn búið um sig með hervaldi inni í miðri 100.000 manna palest- ínskri borg. Sumir muna kannski eftir ljósmyndasýningu minni í Perlunni með þessum svipmynd- um. Þeir sögðust hafa allan rétt til hertöku þar sem Abraham var þar fyrir 5.000 árum og væri grafinn þarna! Rökin eru álíka öfgafull og ef Norð- menn hertækju Austurvöll og nærliggjandi götur til að troða þar niður 20 fjöl- skyldum undir hervernd og skjóta á Íslendinga sem vilja komast í Alþingishús- ið. Ísrael var byggt á grunni hryðjuverka m.a. í King David hótelinu í Jerúsalem þar sem nær 100 manns létu lífið, helmingurinn Bretar en þá fóru Bretar með yfirráðin. Ísra- elsmenn urðu fyrstir til að beita hryðjuverkum til að knýja fram Ísraelsríki og kenndu þannig öðrum íbúum hryðjuverk. Síðan hefur Ísra- el sölsað undir sig meira og meira land með ofbeldi þannig að nú er Palestína að þurrkast út af kortinu. Vorum við Íslendingar að styðja og greiða fyrir áframhaldandi ofbeldi, hryðjuverkum og stríðs- glæpum með því að viðurkenna Ísrael sem sjálfstætt ríki? Líklegra er að viðurkenningin hafi átt að greiða fyrir því að áætlun Samein- uðu þjóðanna frá 1947 næði fram að ganga. Ábyrgð Íslendinga Íslendingar bera mikla ábyrgð í þessu máli. Eins og staðan er núna höfum við svikið íbúa Palestínu og lagt til aðstoð við ólöglega landtöku sem hrakið hefur fólk af heimilum sínum. Nú þarf frumkvæði héðan að þrýsta á Ísrael að standa við upp- runalega samkomulagið um land- skiptingu sem er eini raunhæfi byrjunarreiturinn fyrir varanlegan frið. Sambandsríki eða eitt sameig- inlegt lýðræðisríki sem sumir hafa velt fyrir sér gæti hugsanlega þró- ast frá þessum byrjunarreit. Forseti Íslands á að beita sér í þessu máli og boða Ísrael til frið- arfundar í Reykjavík til lausn- ar á deilunni. Jafnframt þarf að gera Ísrael, S.Þ. og heimsbyggð- inni grein fyrir því að íslenska þjóðin geti ekki viðurkennt ríki sem þanið hefur verið út með her- valdi á kostnað barna og annarra saklausra borgara sem þannig er haldið áratugum saman í angist og gíslingu. Slíkt ástand ógni heims- friðnum. Ísrael í dag er eitthvað allt annað en Íslendingar studdu 1948. Þess vegna neyðast Íslendingar til að draga þennan stuðning sinn til baka a.m.k. tímabundið. Innflutningsbann Á meðan hernaðarástandið varir er óhjákvæmilegt annað en Ísland setji innflutningsbann á vörur frá Ísrael. Ísland á að koma fram á alþjóðasviðið með áskorun á aðrar þjóðir að fylgja þessu fordæmi með kröfu um endanlegt friðarsam- komulag. Ísrael afhendi stjórn- völdum í Palestínu það land sem Ísrael hefur hernumið á kostnað flóttamanna. Landamærin verði færð til baka til áætlunar Samein- uðu þjóðanna frá 1947. Byggingar á herteknu svæðunum verði afhentar Palestínufólkinu sem skaðabætur frá Ísrael. Með þessu getur Ísrael sýnt raunverulegan friðarvilja og þá fyrst verið tekið aftur í sátt sem fullvalda ríki. Svíkja Íslendingar Palestínu? Efra þrep virðisaukaskatts (VSK) á Íslandi er næst- hæst í heiminum og bilið á milli þess efra og neðra er hvergi meira. Það hvetur til undanskota og mismunar atvinnugreinum. Eðlilegt er að stefna að minni mun með hækkun neðra þreps- ins og lækkun þess efra. Langt er um liðið frá setn- ingu laga um VSK og tími kominn til að ráðast í heild- arendurskoðun á VSK-kerf- inu með einföldun, jafn- ræði og skilvirkni að leiðarljósi. Í nýútkomnu riti Samtaka atvinnulífsins, „Ræktun eða rán- yrkja?“, eru stjórnvöld hvött til að minnka bilið milli þrepa í virð- isaukaskatti í áföngum á næstu árum með hækkun lægra þrepsins og lækkun þess hærra. VSK var tekinn upp hér á landi árið 1990 með einu skattþrepi, 24,5%, og skyldi hann vera almenn- ur og skilvirkur. Sú stefna stóð ekki lengi því árið 1994 var tekið upp 14% þrep fyrir matvörur, gistiþjón- ustu, fjölmiðla, bækur og húshitun. Lægra þrepið var lækkað í 7% árið 2007 og hærra þrepið hækkað í 25,5% árið 2010. Í raun eru þrepin þrjú þar sem ekki er lagður VSK á fjórðung einkaneyslunnar. Mikilvægasti tekjustofninn VSK er mikilvægasti tekjustofn ríkissjóðs, skilar 30% skatttekna. VSK er ekki eins skaðlegur og flestir aðrir skattar þar sem hann hefur tiltölulega lítil áhrif á fjár- festingar og vinnuframboð og þar með verðmætasköpun. Ríkið þarf að rækta þennan skattstofn, hafa hann sem breiðastan, hlutfall- ið sem lægst og stuðla að stækk- un hans. VSK hentar hins vegar afar illa til jöfnunar lífskjara. Rannsóknir Hagstofunnar á útgjöldum heimila sýna að lægra VSK-þrepið hafi óveruleg áhrif til lífskjarajöfnunar. Hátekjuheimili verja þriðjungi hærri fjárhæð til kaupa á mat- og drykkjarvörum en lágtekjuheimili, þótt þau síðar- nefndu verji heldur hærra hlut- falli tekna sinna til þessara þarfa. Stuðningur ríkisins við heimilin gegnum lægra þrep VSK er því þriðjungi meiri við hátekju- en lág- tekjuheimili. Í skattaskýrslu AGS um Ísland árið 2010 voru stjórnvöld hvött til þess að taka upp eitt VSK-þrep í áföngum af hagkvæmniástæðum og afnema ýmsar undanþágur. Þótt óumdeilt sé að fleiri en eitt þrep í VSK mismuni atvinnugrein- um, sé óskilvirkt og torveldi eft- irlit, er staðreyndin sú að aðeins örfá ríki Evrópu hafa eitt skatt- þrep en flest eru með ýmist tvö eða þrjú þrep. Óhjákvæmilegt er að taka mið af þessu hér á landi. Íslensk verslun og ferðaþjónusta eru í samkeppni við fyrirtæki í þessum ríkjum og almannahagur að samkeppnisstaðan sé sem jöfn- ust. Þrep virðisaukaskatts PALESTÍNA Ástþór Magnússon stofnandi Friðar 2000 SKATTAR Hannes G. Sigurðsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri SA ➜ Í skattaskýrslu AGS um Ísland árið 2010 voru stjórnvöld hvött til þess að taka upp eitt VSK-þrep í áföngum af hag- kvæmniástæðum og afnema ýmsar undan- þágur. ➜ Á meðan hern- aðarástandið varir er óhjá- kvæmilegt annað en Ísland setji innfl utningsbann á vörur frá Ísrael. Eldvarnarpakki 1 Tilboðsverð í vefverslun 14.668 kr. Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Vefverslun með öryggisvörur á oryggi.is Tilvalið í bílinn eða ferðavagninn Eldvarnarpakki 2 Tilboðsverð í vefverslun 20.937 kr. Eldvarnarpakki 3 Tilboðsverð í vefverslun 13.398 kr. Eldvarnarpakki 4 Tilboðsverð í vefverslun 7.205 kr. Eldvarnarpakki 5 Tilboðsverð í vefverslun 14.177 kr. Kertaljós og skreytingar þarf að umgangast með varúð Tryggið eldvarnir heimilisins, reykskynjarar, slökkvitæki og eldvarnarpakkar í miklu úrvali. Listaverð 22.741 kr. Listaverð 32.460 kr. Listaverð 20.772 kr. Listaverð 11.171 kr. Listaverð 21.980 kr. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 23 24 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.