Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.12.2012, Blaðsíða 16
28. desember 2012 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Gamlárshlaup ÍR hefur verið fært úr miðbænum og vesturbænum að strönd- inni austur með Sæbraut og niður í iðn- aðarhverfin við Sundahöfn. Skipuleggj- endum hlaupsins gengur gott eitt til. Þeir vilja tryggja betur öryggi hlaupara og gæslufólks vegna óþolinmóðra bílstjóra. Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég er óhress með þessar breytingar. Gamlárshlaupið hefur farið fram í 36 ár. Það er eitt stærsta götuhlaup landsins. Þátttakendur eru á annað þúsund. Ef allt væri með felldu ætti allur þessi fjöldi að styrkja þá skemmtilegu hefð að í hádeg- inu á gamlársdag njóti hlauparar og skokkarar forgangs á örfáum götum í borginni. Er sjálfgefið að á annað þús- und hlauparar eigi að víkja fyrir örfáum bílum? Er útilokað að hafa bílaum ferðina víkjandi en ekki ríkjandi í rétt rúman klukkutíma á gamlársdag? Er það eitt- hvað sem við íbúar í Reykjavík ráðum ekki við? Sérfræðingar um lýðheilsu horfa nú æ meir til lífshátta borgarbúa og til skipulags borganna. Hinn mikli áhugi á hlaupum er áreiðanlega eitt af því besta sem hefur gerst í Reykjavík og öðrum borgum undanfarin misseri. Ólíklegustu skrifstofublækur á miðjum aldri hafa dregið fram hlaupaskóna, æfa tvisvar til þrisvar í viku og taka þátt í keppnis- hlaupum sér til heilsubótar og yndisauka. Borgaryfirvöldin eru alls staðar stolt af sínum borgarhlaupum og borgarbúarnir raða sér meðfram hlaupaleiðunum í gegn- um hverfin og hvetja hlauparana til dáða með hrópum, köllum og trommuslætti. Borgarhlaupin eru gleðigjafi. Engum dettur í hug að taka mark á fáeinum pirr- uðum bílstjórum sem tóku ekki eftir margboðaðri lokun eða réttara sagt opnun fáeinna gatna fyrir þúsund hlaupurum. Félagar í Íþróttafélagi Reykjavíkur vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf í þágu lýðheilsu og almenningsíþrótta. Borgaryfirvöld vilja að Reykjavík sé frá- bær hlaupaborg. Eitt leiðarljósið í endur- skoðun aðalskipulags Reykjavíkur, sem nú er unnið að í þverpólitískum hópi, kall- ast „Borg fyrir fólk“. Þar er talað um að setja manneskjuna í öndvegi í borgar- skipulaginu. Reykjavík er hlaupaborg GÖTUHLAUP Hjálmar Sveinsson situr í skipulagsráði og í umhverfi s- og samgönguráði ➜ Hinn mikli áhugi á hlaupum er áreiðanlega eitt af því besta sem hefur gerst í Reykjavík og öðrum borgum undanfarin misseri. Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS S agan af fanganum sem strauk úr fangelsinu á Litla- Hrauni nokkrum dögum fyrir jól fékk farsælan endi á aðfangadagsmorgun. Hún hlýtur engu að síður að vekja fólk til umhugsunar um hvernig gæzlu hættulegra brotamanna er háttað á stað sem á að heita eina öryggis- fangelsi landsins. Fram hefur komið að fanginn sem strauk klifraði óséður yfir öryggisgirðinguna í kringum fangelsið. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að hann hefði verið við vinnu utanhúss, undir eftir- liti fangavarðar, er hann laumaðist burt. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vill ekki taka undir það að mistök fangavarðar hafi leitt til þess að fanginn slapp, heldur hafi öryggismyndavélar við girðinguna ekki virkað sem skyldi. Þetta kann að vera rétt, en einhver hlýtur að hafa átt að hafa eftirlit með því að öryggismyndavélarnar virkuðu. Fangelsismálastofnun getur engan veginn firrt sig ábyrgð á flóttanum og hlýtur að fara rækilega yfir vinnulag sitt í framhaldi af honum. Hitt er svo rétt hjá Páli Winkel, að naumt skammtaðar fjár- veitingar koma niður á öryggi í fangelsinu á Litla-Hrauni og þar með á öryggi almennings. Hann vísar til skýrslna og úttekta, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og sýna fram á veik- leika í öryggismálum fangelsisins. Hefði verið farið eftir þeim hefði flóttinn aldrei átt sér stað, segir fangelsismálastjóri. Á þessu ári hefur fengizt fé til að fara í einhverjar umbætur í öryggismálum á Litla-Hrauni og eftirlit með fólki og varningi sem fer inn í fangelsið hefur verið bætt. Fimmtíu milljónir hafa verið veittar til að byrja að reisa nýja, mannhelda girðingu umhverfis fangelsið en hún kostar 150 milljónir þannig að ekki lítur út fyrir að verkinu ljúki á nýju ári. Allar umbætur eru vissulega góðra gjalda verðar, en það er samt ekki hægt að búa við að eina öryggisfangelsi landsins standi ekki undir nafni. Veruleikinn í fangelsum landsins hefur breytzt talsvert á undanförnum árum. Þar eru hættulegri menn og hópar manna en áður, ekki sízt vegna þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt. Reynslan frá nágrannalöndunum sýnir að skipulögð glæpasamtök eru líkleg til að reyna að aðstoða „sína menn“ við flótta úr fangelsum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í Fréttablaðinu í gær að peningar til að bæta úr öryggisgloppum á Litla-Hrauni væru einfaldlega ekki til. Nú væri þó verið að gera bragarbót í öryggismálum og svo yrði „gjörbylting“ þegar nýtt fangelsi á Hólmsheiði kæmist í gagnið 2015. Við þessi svör ráðherrans er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi er það fyrsta skylda ríkisvaldsins að tryggja öryggi borgaranna. Í því felst meðal annars að hægt sé að loka menn, sem taldir eru hættulegir samfélaginu, tryggilega inni. Fjárveitingarvaldið verður að breyta forgangsröðinni, komi í ljós að ekki sé tryggt að þessari grundvallarskyldu sé sinnt. Í öðru lagi er það svo að þótt nýtt fangelsi á Hólmsheiði leysi ýmsan vanda, verður Litla-Hraun áfram það fangelsi sem á að hýsa hættulega glæpamenn sem fá langa dóma. Það hlýtur að eiga að vera forgangsatriði að öryggismálin þar séu í lagi. Fangelsið á Litla-Hrauni er ekki nógu traust: Öryggisfangelsi? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Af litlum neista Sigurður Ingi Jóhannsson, þing- maður Framsóknarflokksins, og Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftár- hrepps, létu hafa eftir sér í fréttum að sorpbrennslan á Klaustri mengaði minna á heilu ári en áramótabrenna sem logaði eina kvöldstund. Um- hverfisstofnun hefur nú upplýst að brennslan mengar 25 sinnum meira en brennan. Fréttastofa Stöðvar 2 bar þetta upp á Eygló, sem sagðist aðeins hafa minnst á áramótabrennuna til að setja hlutina í samhengi fyrir al- menning. Óvíst er í hvaða skyni Sigurður Ingi bar þessi ósannindi á borð fyrir almenning. Maður á að segja satt Litlu virðist sveitarstjórann skipta að það samhengi var kolrangt. Hún hefði alveg eins getað nefnt gas- kveikjara, kerti eða varðeld til saman- burðar við mengun af sorpbrennsl- unni. Eftir stendur að hún sagði hana álíka og af áramótabrennu og það er svona líka rangt. Maður á að segja satt, sérstaklega þeir sem eru í ábyrgðarstöðum. Brigslað um lögbrot Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur er ósátt við ákvörðun Samfylkingar- félagsins í Reykjavík um að aðeins þau sem greiði félagsgjald fái að kjósa formann. Á Facebook segir hún félagið enga heimild hafa til að hindra framkvæmd allsherjarat- kvæðagreiðslu. Það er satt og rétt, enda er félagið alls ekki að gera það. Samkvæmt lögum flokksins fer slík atkvæðagreiðsla fram á meðal skráðra félaga. Reykjavíkurfélagið telur aðeins borgandi félaga til skráðra. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.