Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 forgang Starfslið eldhúss spítalans. mjög góð. Starfsfólki spítalans finnst gaman að takast á við nýtt verkefni, og sjúklingarnir hressa upp á heilsuna og eru í mörgum til- fellum betur undir það búnir að dvelja lengur heima eftir dvölina hér. Þá má ekki gleyma því að ein aðalástæðan fyrir því hve þetta hefur heppnast vel, er gott skipulag og samstarf við heimilislæknana og þá sem annast heimahjúkrun í bænum. Við endum þetta spjall um rekst- ur St. Jósefsspítala á því að spyrja Gunnhildi, hjúkrunarforstjóra, um andann og samstarfið innan veggja sjúkrahússins. Eg get fullyrt að hér ríkir góður andi og samstarf starfsfólks og vilji til góðrar þjónustu við sjúklingana er eins og best verður á kosið. Hér starfar margt vel menntað fólk sem er mjög hæft, hvert á sinu sviði. AUir eru áhugasamir um nýjungar í fagi sínu og endurmenntun þegar hún býðst, og öll leggjum við okkur fram um að ná sem allra bestum árangri og auka veg okkar stofn- unar. Þá megum við ekki gleyma því að sjúkrahús er tímabundið heimili þeirra sem þar þurfa að dvelja, og með hliðsjón af því reynum við að skapa hér þægilegt andrúmsloft og með það í huga sinnum við dagleg- um þörfum sjúklinganna, auk læknisþjónustunnar. Þegar hér var komið sögu barst talið að alvarlegu máli, sem þessa dagana er ofarlega í hugum okkar: Væntanlegri sölu spitalans. Þau mál og umræður um þau eru til um- fjöllunar í næstu opnu blaðsins. Friðrikka Sigurðardóttir deildarhjúkrunarfræðingur á skurðstofu. Berber acryl frá kr.: 319w’ m' Berber ullarblanda frá kr.: 45300 m2 Berber aluilarteppi frá kr.: 649°° m' Teppi á herbergi frá kr.: 275°° m2 Stigahúsateppí frá kr.: 54700 mz VVorid Carpets frá kr.; 570°° m BRAUN ■ MULTIPRACTIC hrærlvélin býður upp á ótrúlega möguleika. RAFBÚÐIN Álfaskeiði 31 - Sími 53020 Trúlofunarhringar í miklu úrvali LARA gullsmiður Austurgötu 3 - S. 53784 220-Hafnarfirði Úr þvottahúsi spítalans.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.