Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 10.11.1983, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN Æskulýðsheimilið opnar á ny Þorgeir Haraldsson, æskulýðsf ulltrúi skrifar um starfsemi Æskulýðsheimilisins Nú er lokið þeim breylingum í ÆskulýAsheimilinu sem hófust seinni hlula sumars. Ákveðið var að reyna að fá unglinga bæjarins til að vinna við brcytingarnar og tókst það vonum framar. Flokkur úr Vinnuskóla Hafnarfjarðar vann ötullega við að brjóta niður veggi, rífa upp dúka og teppi svo og við aðra undirbúningsvinnu. I september hófst síðan upp- bygKÍng, og var auglýst í grunn- skólum bæjarins eftir sjálfboðalið- um. Mikill fjöldi unglinga vann sídan við uppbygginguna undir röskri stjórn lciðbcincndu frá ÆTH. Opnunarhátíð var haldin með pomp og prakt laugardaginn 29. okt. og var aðsókn með afbrigðum góð. í vetur verður sú nýjung að starf- ræktir verða í Æskó klúbbar sem hafa það að meginmarkmiði að fá unglingana til að taka þátt í skipu- lagningu og framkvæmd æskulýðs- starfseminnar. Einnig hafa þessir klúbbar á stefnuskrá sinni, ferða- lög, útivist og annað sem tengist því. Þorgeir Haraldsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi. Föst starfsemi í Æskó er þannig: Alla virka daga er ,,Opið hús“ kl. 16.00-19.00. Á þriðjudögum er diskótek kl. 20.00-23.00. Á föstudögum og laugardögum skemmtikvöld kl. 21.00-01.00. Allar kvöldskemmtanir eru fyrir unglinga sem fæddir eru 1970 eða fyrr nema annað sé auglýst. Skemmtanir verða fyrir yngri börn einn sunnudag í mánuði í vetur. Það sem þar verður boðið upp á fyrir utan diskótek og leik- tæki verður auglýst sérstaklega. Er það von mín að hafnfirskir unglingar verði virkir í Æskulýðs- heimilinu og þurfi ekki að leita út fyrir bæjarmörkin til að finna eitt- hvað við sitt hæfi. í grunnskólum Hafnarfjarðar er nemendum boðið að taka þátt í frjálsu tómstundastarfi (klúbba- starfi) utan venjulegs skólatíma. Tilgangur starfsins er að gefa nem- endum kost á að sinna áhugamál- um sínum, kynna þeim ný við- fangsefni, og gefa þeim kost á að vera með félögum sínum i heil- brigðu starfi eða leik. Starfið er skipulagt af æskulýðs- og tómstundaráði Hafnarfjarðar í samráði við kennara skólanna, sem jafnframt hafa umsjón með starf- inu fyrir ÆTH. Það sem notið hefur mestra vinsælda undanfarin ár er ljós- myndun, leiklist, borðtennis, billi- ard, gæludýraklúbbur, snyrting og skák. Einnig efnir ÆTH árlega til samkeppni milli skólanna í skák og borðtennis og er ætlunin að bæta við fleiri greinum. RAFHA ELDAVÉLAR OG GUFUGLEYPAR Eldavélar: Staógreiósluveró aóeins kr. 11.205.— Greiöslukjör: útborgun kr. 2.300.— og eftirstöóvar á 6—7 mánuðum. ____________Gufugleypar:____________ Staðgreiósluverð aöeins kr. 4.350.— Greiöslukjör: útborgun kr. 1.400.— og eftirstöóvar á 3—4 mánuðum. Fimm fallegir litir: Hvítur, gulur, brúnn, rauóur og grænn. RAFHA — VÖRUR SEM ÓHÆTT ERAÐ TREYSTA! $ O-h-h—ÆJ. Verslunin Rafha, Austurveri, Háaleitisbraut 68. Símar: 84445, 86035. Hafnarfjörður, simar: 50022, 50023, 50322. Hafnarfjörður,

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.