Fjarðarpósturinn - 03.06.1993, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 03.06.1993, Blaðsíða 4
BflRÐfK pbstWM Útgefandi, ritstjóri og ábyrgöarmaður: FRlÐA PROPPÉ Auglýsingastjóri: HANNA FRIÐJÓNSDÓTTIR íþróttir: ÞÓRÐUR BJÖRNSSON OG SVEINBJÖRN BERENTSSON Dreifingarstjóri: HALLDÓRA GYÐA MATTHlASDÓTTIR Ljósmyndir og útlit: FJARÐARPÓSTURINN Innheimtustjóri: INGA JÓNA SIGURÐARDÓTTIR Prentvinnsla: GUÐMUNDUR STEINSSON OG BORGARPRENT Skrifstofa Fjaröarpóstsins er aö Bæjarhrauni 16, 3. hæö. Póstfang 220, Hafnarfirði. Opið er alla virka daga frá kl. 10-17. Símar: 651945, 651745. FAX: 650745. Fjaröarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Verðugur minningarsjóður Þaö var tímabært og vel til fundið hjá nokkrum einstak- lingum og fyrirtækjum hér í bæ aö heiðra minningu hjón- anna Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Sverris Magnússonar meö stofnframlagi í minningarsjóö, en frá þessum viöburöi er sagt í frétt á forsíöu. Þaö var Árni Grétar Finnsson, fyrrum forseti bæjarstjórn- ar, sem afhenti gjöfina fyrir hönd gefenda viö hátíðlega athöfn sem fram fór í Hafnarborg í tilefni þess aö tíu ár eru liðin frá því að þau hjón afhentu gjafabréf sitt til Hafnfirð- inga. Meö gjafabréfi sínu dagsettu 1. júní 1983 afhentu þau bæjarbúum stórgjöfina Strandgötu 34, ásamt veglegu lista- verka- og bókasafni, sem lagöi grunninn aö Lista- og menn- ingarmiðstööinni Hafnarborg. í gjafabréfinu, sem Árni Grétar afhenti sl. þriöjudagkvöld, er reifuð sú hugmynd, að framvegis verði 1. júní nefndur „Sverrisdagur" í Hafnarborg og sjóöurinn nýttur þann dag ár hvert til að veita viðurkenningu þeim einstaklingi eða ein- staklingum í bænum, sem vakið hafa veröskuldaöa athygli á sviöi menningar og lista. Minningu þeirra hjóna veröur vart betur á lofti haldiö, svo annt sem þeim var um lista- og menningarlíf í bænum. Vandi að þiggja stórgjafir Lista- og menningarmiöstööin Hafnarborg hefur vakiö gífurlega athygli jafnt hérlendis sem erlendis. Bestu meö- mælin meö starfseminni er sú, aö allir bestu listamenn þjóð- arinnar sækjast eftir að sýna í Hafnarborg. Hiö sama er að segja um listamannaíbúðina, sem Sverri heitnum Magnús- syni var mjög umhugað um. Umsækjendum um íbúðina fjölgar stööugt, jafnt erlendum sem innlendum. Pétrún Pétursdóttir, listfræöingur, hefur veriö forstöðu- maður Hafnarborgar frá upphafi. Hún á stóran þátt í því hversu traustar undirstöðurnar eru nú þegar. Pétrún geröi gestum í Hafnarborg grein fyrir árdögum Hafnarborgar í ræöu sl. þriðjudagskvöld. Þar minnti hún m.a. á, aö þaö er vandi að þiggja stórgjafir sem Hafnarborg er, auk stórra listaverkagjafa eins og hjónin gáfu og síðar hefur stööugt bæst í, m.a. frá listamönnum eins og Eiríki Smith, Elíasi B. Halldórssyni og Gunnari Hjaltasyni. Hún sagöi einnig: Það er von mín aö við berum gæfu til að reka Hafnarborg með þeirri reisn og þeim sóma sem ríkti hjá þeim sem stóöu aö stofnun Hafnarborgar. Ekki nóg að klippa borða Fjarðarpósturinn hefur áöur gert það aö umtalsefni og ítrekar hér, að það er ekki nóg aö byggja hús, klippa á borða, koma stofnunum á fót og berja sér á brjóst fyrir aö koma hlutunum í verk. - Þaö þarf einnig aö reka stofnanir og ráöa til þeirra starfsfólk, annars veröa þær tómar og til einskis gagns. Þaö er nöturlegt, ef stórkostlegar listaverkagjafir til bæjar- búa skemmast vegna aöstööuleysis. Það er heldur ekki hægt að ætlast til aö tveir starfsmenn Hafnarborgar sinni einir 48 þúsund gestum á einu ári, eins og var sl. ár. - Gleypugangur er ekki til góös. Ræktum þaö sem viö eigum. Rætt við kjólklædda starfsmenn Sorpu í lok athafnasýningarinnar Vor '93: Mestu sóðarnir við gámastöðina okkar við landamörkin í Garðabæ Kynning Sorpu, þ.e. Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins b.s., á at- hafnasýningunni Vor '93 í Kaplakrika vakti athvgli fyrir frumlega uppsetningu. Starfsmenn Sorpu kynntu bás sinn kjólfataklæddir og gengu í kjóli og hvítu um sýningarsvæðið með hjólbörur á undan sér sem voru fullar af snyrtilegum sorpböggum. Tíðindamaður Fjarðarpóstsins ræddi eftir sýninguna við tvo af þessum kjól- klæddu mönnum, þá Halldór Sigurðsson, umsjónarmann gáma- stöðva, og Magnús Stephensen, tæknifræðing. Þeir sögðu klæðnað- inn lið í því að benda á, að með réttri umhirðu og frágangi sorps sé ekkert eðlilegra en að umgangast þennan hluta dagslegs lífs íklædd okkar besta skarti. Hlutverk og tilgangur Sorpu virðist þó hafa farið eitthvað öfugt ofan í hluta íbúa Stór-Hafnarfjarð- arsvæðisins, ef marka má um- gengni manna við gámastöðina okkar, sem staðsett er í landi Garðabæjar við landamörk Hafh- arfjarðar. Gámastöðin þar er opin alla daga frá kl. 13-22, nema mánudaga og á stórhátíðum. Hvem þriðjudag síðustu vikumar hafa starfsmenn gámastöðvarinnar mætt þeirri ótrúlegu framkomu og sóðaskap, að einhverjir óprúttnir hafa losað heilu haugana af úr- gangi framan við hliðin. Skýring- arinnar er ekki að leita í því að hvergi sé unnt að losna við sorp þann daginn, því næsta gámastöð, þ.e. í Kópavogslandi við effi Reykjanesbraut, er opin á mánu- dögum. Sú stöð er aftur á móti lok- uð á miðvikudögum og þá geta þeir sem þangað leita dags dag- Íega komið í okkar stöð. Sóðarnir verða eltir uppi Halldór og Magnús sögðust að vonum orðnir nokkuð þreyttir á þessum sóðaskap en kváðust vera að leita úrlausna. Aðspurðir um hugsanlegar leiðir sögðu þeir, að t.d. mætti hafa opið allan sólar- hringinn alla daga vikunnar, en það væri mjög kostnaðarsöm leið sem auðvitað bitnaði fyrst og síð- ast á íbúunum sjálfum. Þá mætti kanna, hvort menn vildu hafa lok- að á einhveijum öðrum degi en mánudegi. Slík könnun í Mos- fellsbæ hefði leitt í ljós að menn vom ánægðir með að lokað væri á mánudögum. Aðspurðir sögðu þeir að þetta vandamál væri mest í okkar gámastöð og aðspurðir hvort það væri kannski vegna þess að stöðin væri staðsett í skjóli frá umferð sögðu þeir það ólíklegt því hið sama ætti ekki við um stöðina við Ananaust, sem þjónaði mjög stóm hverfi í Vesturbæ í Reykja- vík. Þar virtist fólk ekki eins mikl- ir sóðar. Þeir bentu einnig á, að þeir sem viðhefðu þennan sóðaskap væm að bijóta lögreglusamþykktir og mættu eiga von á hörðum viður- lögum. - A næstu vikum yrði hert allt eftirlit t.d. með vaktmanni all- an sólarhringinn eða myndbands- upptökum, þannig að sóðamir yrðu væntanlega kærðir, ef ekki yrði á bragarbót hið fyrsta. 2/3 hiutar í endurvinnslu - En getur skýringarinnar ekki verið að leita í því að það sé orðið alltof dýrt að losa sig við sorp. Að menn geri þetta viljandi og vitandi vits? Magnús varð fyrir svömm: „Þegar Sorpa var stofnuð kostaði það 600-700 kr. á íbúa að losna við sorp í Reykjavík. Sum sveitar- félög á höfuðborgarsvæðinu sluppu vel, önnur verr. Með til- komu Sorpu var áætlað að kostn- aðurinn myndi þrefaldast, þ.e. fara í kr. 2.000 pr. íbúa. Reyndin er að kostnaðurinn fór í kr. 1.800 á íbúa. Varðandi Sorpu þá verður enn að ítreka og útskýra, að Sorpa var stofnuð aðeins um sorpeyðingu ekki sorphirðu. Sorphirðan er enn á vegum viðkomandi sveitarfél- aga. Gámastöðvamar em reknar af Sorpu sem þjónusta við viðkom- andi sveitarfélög. - Það er sveitar- félaganna að hirða sorpið og þau annast það hvert á sínu svæði.“ - Það er samt sem áður deilt hart á ykkur fyrir að það sé dýrt að losa við sorp og sumir vilja meina að þetta haft verið í miklu betra horfi hér áður? „Það em þá helst atvinnurek- endur sem kvarta. Það var einnig reiknað með í upphafi að atvinnu- lífið tæki að sér einn þriðja af þess- um kostnaði, enda eðlilegt þar sem stærsti hluti sorps kemur ffá at- vinnufyrirtækjunum. Sveitarfélög- in greiða nú 1.170 á hvem íbúa en atvinnulífið afganginn. Þetta er talin eðlileg hlutdeild og ætti að vera hvati til að betri ffágangs og nýtingar" svaraði Magnús. Halldór bætti við: „Ef við lítum síðan á árangurinn af starfsemi gámastöðvanna, þá er ánægjuleg- ast að í dag fara tveir þriðju af inn- komnu sorpi í endurvinnslu en að- eins einn þriðji í urðun. Ársinn- koma á gámastöðvar nemur um 15 þúsund tonnum. Hendum bestu gróðurmoldinni Við flokkum pappa, dagblaða- pappír, timbur, málma, spilliefhi og fleira, svo sem garðaúrgang í Halldór, kjólklœddur í bás Sorpit á Vor '93 með hjólbörumar góðu. A bak við hann, lengst til vinstri, sést í Magnús Stephensen. NÝJA BÓNSTÖÐIN S 652544 Trönuhrauni 2. Opið frá kl. 9.00-18.00 alla daga, nema sunnudaga Viö þvoum og bónum bílinn þinn jafnt utan sem innan Einnig sækjum við hann og skilum aftur. ATH.: DJÚPHREINSUM OG VÉLARÞVOUM Verið velkomin Reynið viðskiptin 4

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.