Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 2
Lítilsvirðing við starfsfólk Deloitte Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri SSF.  Bankakerfið Tvö þúsund manns hafa missT vinnuna á þremur og hálfu ári Árið bankamönnum hið erfiðasta frá hruni Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is v ið sem fylgjumst með bankakerfinu héldum að 2010 yrði erfiðasta árið innan bankanna en reynslan er að árið 2011 hefur verið það erfiðasta,“ segir Friðbert Trausta- son, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF. Ástæðan er að svo langan tíma hefur tekið að koma með sameiginlegar lausnir vegna skuldavanda heimila. Þetta hefur seinkað uppgjöri um allt að einu ári. „Ýmsir stjórnmálamenn voru að lofa upp í ermina á sér um að það þyrfti að gera meira fyrir heimilin og að það yrði nú jafnvel gert. Þeir jafnvel hvöttu fólk til þess að leita ekki lausnanna,“ segir Friðbert. Hann býst ekki við uppsögnum á komandi ári því þær sem hafa verið í aðdraganda jóla í Arion og Byr-hluta Íslandsbanka. „Nei, ég held ekki. Álagið á starfsmenn fjármálafyrirtækja hefur vaxið svo mjög auk þess sem bankakerfið er komið niður í þá stærð sem það var árin 1990 til 2004. Fjöldi starfsmanna er svipaður og var þá; innan við fjögur þúsund. Þeir voru 6.000 í byrjun árs 2008.“ Þegar Friðbert lítur til ársins 2012 segir hann að enn verði mikið um úrvinnslu vegna skuld- settra heimila og fyrirtækja. „Því starfi er engan veginn lokið. Það er að koma að þeim hópi sem fékk enga lausn, þessum meðal Jóni og Gunnu.“ Friðbert telur einnig að ólíklegt sé að felldar verði niður skuldir. Aðrar lausnir, eins og að setja fjárhæðir á biðreikninga og skoða í fyllingu tímans, sé líklegri leið. „Dylgjur,“ segja bæjarfulltrúar Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri grænna um orð Gunnars I. Birgissonar og Aðalsteins Jónssonar, Sjálfstæðisflokki, þess efnis að Deloitte sé hirðendurskoðandi flokkanna. Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, lýsir furðu sinni á ummælum þeirra Gunnars og Aðalsteins sem segja einnig að tilboð Deloitte í endurskoðun ársreikninga bæjarins sé svo lágt að annað hvort verði skoðunin nær engin eða að Deloitte stóli á önnur verk hjá bænum í staðinn. Þorvarður bendir á að Deloitte sé eitt stærsta fyrirtækið í Kópavogi, með 230 starfsmenn. „Mér finnst þetta lítilsvirðing við starfsfólk okkar, sem að margt hvert býr í Kópavogi,“ segir hann og leggur áherslu á að Deloitte setji engin skilyrði um önnur verk háð þessu. „Við buðum í verkið. Við höfum þekkingu á því sem við erum að gera og vitum hvað við erum að bjóða í,“ segir hann en Deloitte bauð 27 prósent af áætluðum kostnaði í verkið. - gag Hlífðargleraugu á alla Gamla árið verður kvatt með flug- eldum að vanda. Flugeldamarkaðir björgunarsveitanna, helsta tekju- öflun þeirra, eru 110 víða um land og þar af 36 á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess selja íþróttafélög og fleiri flugelda. Það verður því væntanlega mikil litadýrð á himni þegar árið 2011 kveður og 2012 tekur við. Rétt er þó að fara að öllu með gát til þess að koma í veg fyrir slys. Í grein sem Gunnar Stefánsson, sviðstjóri björgunar- og slysavarnarsviðs Landsbjargar, birtir í Víkurfréttum bendir hann á að varlega þurfi að fara og leggur áherslu á að farið sé eftir leiðbeiningum. Skothólkar þurfa að vera öruggir og alls ekki má gleyma hlífðargleraugum og ullar- eða skinnhönskum. Gildir það jafnt fyrir unga sem aldna. - jh/Ljós- mynd Landsbjörg  Bækur velTa á Bókamarkaði Tíu söluhæstu veltu hálfum milljarði Gríðarleg velta var í kringum söluhæstu bækur ársins. Könnun Fréttatímans leiðir í ljós að þær hafi selst í rúmlega 135 þúsund eintaka og að heildarsala hafi numið um fimm hundruð milljónum. T íu söluhæstu bækur ársins 2011 veltu um hálfum milljarði samkvæmt úttekt Frétta- tímans. Bækurnar tíu seldust í um 135 þúsund eintökum en aldrei áður hafa þrjár bækur selst í yfir tuttugu þúsund eintökum á einu ári. Yrsa Sigurðardóttir, Arn- aldur Indriðason og Jonas Jonasson eru sigurvegarar bókaársins 2011 samkvæmt heildarsölulista Félag bóka- útgefenda. Allir rithöfund- arnir þrír seldu meira en tuttugu þúsund eintökum af sínum bókum. Yrsa gerði sér lítið fyrir og náði topp- sætinu því sem Arnaldur Indriðason hefur einokað undanfarin sex ár í það minnsta. Sú bók sem kom mest á óvart var örugglega Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir hinn sænska Jonas Jonas- son. Íslenskir bókaunn- endur heilluðust af sögunni og rifu bókina út í bílförm- um. Ætla má að þessar þrjár bækur hafi einar og sér velt rúmlega 230 milljónum. Bókaforlögin Forlagið (en undir þeirri regnhlíf eru með- al annars útgáfurnar JPV, Mál og menning og Vaka- Helgafell) og Bjartur/Veröld geta vel við unað. Þau eiga samtals sjö bækur á listanum yfir tíu söluhæstu bækurnar, Forlagið fjórar og Bjartur/ Veröld þrjár. Egill Örn Jó- hannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir í samtali við Fréttatímann að menn þar á bæ séu afskaplega sáttir við útkomu ársins og í sama streng tekur Pétur Már Ólafs- son, útgefandi hjá Veröld. Fastir gestir eins og árleg matreiðslubók Hagkaups og matreiðslubók Disney eru ofarlega auk þess sem sál- fræðingurinn Hugó Þórisson, sem kom út á vegum Sölku, virðist hafa náð að höfða til kaupenda. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Mest seldu bækur ársins 1 Brakið Yrsa Sigurðardóttir - Veröld 2 Einvígið Arnaldur Indriðason - Vaka-Helgafell 3 Gamlinginn Jonas Jonasson - JPV 4 Heilsuréttir Hagkaups Sólveig Eiríksdóttir - Hagkaup 5 Stóra Disney köku- og brauð- bókin Walt Disney - Edda 6 Málverkið Ólafur Jóhann Ólafsson - Vaka-Helgafell 7 Hollráð Hugos Hugó Þórisson - Salka 8 Hjarta mannsins Jón Kalman Stefánsson - Bjartur 9 Stelpur A-Ö Kristín Tómas- dóttir - Veröld 10 Konan við 1000° Hallgrímur Helgason - Mál og menning Hundruð íslenskra kvenna gætu átt bótarétt á lýta- lækna sína Lýtalæknar sem hafa notað sílikonpúða við brjósta- stækkanir frá franska fram- leiðandanum PIP ætla að senda þeim 400 íslensku konum sem bera fyllingarnar bréf með upp- lýsingum og ráðgjöf um hvað þær þurfi að gera í kjölfar þess að upplýst var um að fyllingarnar stæðust ekki gæðapróf. Tryggvi Axelsson, for- stjóri Neytendastofu, segir ríkari ábyrgð lagða á dreifingaraðila, sem eru læknarnir í þessu tilfelli,, hér á landi en í Evrópusambandinu. Lög um skaðsemisábyrgð geri líklega læknana ábyrga fyrir gölluðu sílikonpúðunum. Frönsku fyllingarn- ar hafa verið notaðar hér á landi í um tvo áratugi. Þær voru teknar af markaði í Evrópu í maí 2010 þar sem framleiðandinn notaði annað efni og lakara en það sem hann hafði fengið vottað. Þetta kemur fram á vef landlæknisembættisins. - gag 2 fréttir Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.