Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 30.12.2011, Blaðsíða 36
Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði A llt frá því að stjórnlaga-ráð skilaði Alþingi frum- varpi sínu að nýrri stjórnarskrá hinn 29. júlí síðastliðinn hef ég með viku- legum pistlum hér í Fréttatímanum leitast við að skýra út og rökstyðja til- lögurnar. Pistlarnir eru nú orðnir tutt- ugu að tölu. Þá má alla finna á vefsíðu minni: www.thorkellhelgason. is. Nú er mál að linni, að minnsta kosti að sinni. Árið framundan skiptir sköpum um framvindu stjórnarskrármáls- ins. Þingið, en ekki síst þjóðin, verður að koma því í höfn að við eignumst nýjan samfélagssátt- mála. Hvað er í boði? Frumvarp stjórnlagaráðs um nýja íslenska stjórnarskrá er afrakstur mikillar vinnu ráðsfulltrúa og sérfræðinga stjórnlagaráðs þar sem byggt er á ítarlegri skýrslu stjórnlaganefndar og starfi fyrri nefnda um málið. Þrátt fyrir vafa- saman úrskurð Hæstaréttar um ógildingu á stjórnlagaþingskosn- ingunni hafa fulltrúar ráðsins hlotið stuðning kjósenda og síðan Alþingis til verksins. Í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnar- skrá er meðal annars boðið upp á eftirfarandi: • Ákvæði um mann- réttindi eru stórefld, meðal annars ný ákvæði um rétt til upplýsinga og um frelsi fjölmiðla. • Náttúrurvernd er gert hærra undir höfði en áður. Tekið er af skarið um að auðlindir í þjóðareigu megi ekki selja, en einungis leigja og þá gegn fullu gjaldi. • Gjörbreytt ákvæði um kosningar til Alþing- is þar sem kveðið er á um jafnan atkvæðisrétt óháðan búsetu svo og því að kjósendur geti valið sér þingmannsefni. Einnig ákvæði um að lands- kjörstjórn úrskurði um gildi kosninga, en ekki þingið sjálft eins og nú. • Staða Alþingis er styrkt and- spænis framkvæmdavaldinu, meðal annars með því að öll frumvörp séu mótuð á Alþingi. Eftirlitsvald þingsins er eflt. • Ítarleg ný ákvæði eru um beint lýðræði, það að almenningur geti kallað eftir þjóðaratkvæða- greiðslu um lagafrumvörp og jafnvel lagt fram eigin þingmál. • Stjórnarskráin er vernduð með skipun Lögréttu sem gefi áliti um stjórnarskrárgildi laga- frumvarpa að ósk Alþingis, og þarf ekki meirihluta þess til. • Ákvæði um forseta Íslands eru gerð skýr en felld burt mark- lausar greinar um hlutverk hans. Honum er aftur á móti ætlað að veita öðrum valdhöf- um traust aðhald. • Lögð eru til heilstæð ákvæði um ráðherra og ríkisstjórn sem hefur skort. Með því að Alþingi kjósi forsætisráðherra er tekinn af allur vafi um þingræðið. • Ákvæði til að tryggja óháð val á dómurum og öðrum æðstu embættismönnum eru styrkt. • Sveitarfélögunum er lyft á stall í sérstökum kafla. •· Í fyrsta sinn eru stjórnarskrár- ákvæði um utanríkismál, til dæmis um að ekki megi afsala valdi til alþjóðlegra samtaka, svo sem Evrópusambandsins, án skýrs vilja þjóðarinnar. • Og að lokum, að framvegis verði þjóðin að staðfesta stjórn- arskrárbreytingar. Við, sem sátum í stjórnlagaráði, erum sannfærð um að sú stjórnar- skrá sem við gerum tillögu um sé til mikilla bóta, enda stóðum við saman að frumvarpinu í heild. Árið 2012 verði stjórnar- skránni til heilla Nú er tækifærið til treysta laga- legan grundvöll samfélagsins. Eftir tækifærinu hefur verið beðið allan lýðveldistímann. Notum komandi ár, árið 2012, til að ljúka málsmeðferðinni. Ný stjórnarskrá ætti þá að sjá dagsins ljós eftir kosningar 2013 að fengnu sam- þykki þings – en ekki síst með beinni staðfestingu þjóðarinnar með einum eða öðrum hætti. O ECD gaf í haust út skýrslu um menntamál í aðildarríkjum sínum, Education at a glance 2011. Þar kemur fram ýmislegt áhugavert um menntakerfið í aðildar- ríkjum stofnunarinnar. Við áramót langar mig að skoða svolítið fjár- mögnun þess skólastigs sem ég starfa við, há- skólastigsins. Við íslenska háskóla er víða rekið metnaðar- fullt starf og nemendur fá góða kennslu og þjón- ustu. Einnig standa sumar háskóla- deildir prýðilega í rannsóknum og eru ágætlega samanburðarhæfar við sambærilegar deildir erlendis. Þetta er mjög góður árangur í ljósi þess að í hlutfalli við önnur skóla- stig á Íslandi, eru háskólarnir hér með helming fjármögnunar á við meðaltal OECD landanna. Með- fylgjandi graf sýnir samanburð milli allra OECD landa, þar sem meðaltalskostnaður við hvern há- skólanema er sýndur sem prósent af kostnaði við hvern grunnskóla- nema. Að meðaltali kostar háskóla- neminn í OECD ríkjunum næstum tvöfalt meira en grunnskólanem- inn, eða 92 prósentum meira. Í raun má sjá það á myndinni að Ís- land sker sig algerlega úr sem eina landið í OECD þar sem háskóla- neminn er að meðaltali ódýrari en grunnskólaneminn. Þá kemur einnig fram í þessari skýrslu OECD, að heildarframlög til menntamála á hvern nemanda eru nálægt meðaltali aðildarland- anna. Skiptingin milli skólastiga er hins vegar allt öðruvísi hér en ann- ars staðar þekkist og er háskóla- stigið með miklu lægri framlög hér á Íslandi miðað við grunnskólana. Við síendurtekinn niðurskurð fjárframlaga undanfarin ár, hafa starfsmenn lagt mikið á sig til að nemendur finni sem minnst fyrir áhrifum þessa. Þó eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga. Það tekur til dæmis verulega í þegar framlög til kennslu tæknigreina eru skert sérstaklega um 12,2 prósent á einu bretti, líkt og raunin varð á fjár- lögum 2011. Sá niður- skurður kom ofan á flatan niðurskurð tvö ár í röð þar á undan. Enn er staðan sú að íslenskir háskólanemendur fá góða menntun og eiga greiða leið í framhaldsnám eða vinnu erlendis að námi loknu við íslenska háskóla. Niðurskurður á starfsemi há- skóla er þó kominn inn að beini og nauðsynlegt að snúa blaðinu við og styðja við það góða starf sem unnið er í háskólum. Í tilefni af 100 ára afmæli Há- skóla Íslands lét ríkisstjórnin einn og hálfan milljarð renna aukalega til afmælisbarnsins, og nefndi forsætisráðherra í því sambandi sérstaklega námsgreinar sem atvinnulífið kallar eftir. Væntingar standa til þess að aðrir háskólar sem sinna lykilhlutverki fyrir atvinnulífið muni njóta sambæri- legrar fyrirgreiðslu og er þá rétt að minna á að Háskólinn í Reykjavík útskrifar í dag 2/3 þeirra nemenda sem útskrifast með háskólagráðu í tæknigreinum á Íslandi. Á nýju ári er tækifæri til að rétta aftur hlut þeirra greina sem áður voru skertar sérstaklega. Verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði og raun- vísindi eru þær námsgreinar sem helst reynir á við nýsköpun og upp- byggingu tæknivædds atvinnulífs en skortur á vinnuafli með þann bakgrunn stendur hugverkaiðnaði fyrir þrifum. Ný stjórnarskrá Samfélagssáttmáli í boði Menntun á Íslandi Grunnskólanemar dýrari en þeir sem eru í háskóla Guðrún Sævarsdóttir dósent og deildarforseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Heildarkostnaður pr. nemanda á háskólastigi sem prósent af kostnaði við hvern grunnskólanema á árinu 2008. 350 300 250 200 150 100 50 0 B ra si lía M ex ík ó B an da rí ki n Þ ýs ka la nd Ch ile H ol la nd Sv is s Ís ra el Fr ak kl an d A us tu rr ík i Sv íþ jó ð Té kk la nd Fi nn la nd Ír la nd Ja pa n P or tú ga l O EC D m eð al ta l N ýj a Sj ál an d Sp án n B el gí a A rg en tí na D an m ör k St ór a B re tl an d N or eg ur K ór ea U ng ve rj al an d Sl óv ak ía A us tu rr ík i P ól la nd Ít al ía Ís la nd Ísland 539 Prósent af kostnaði við grunnskólanema Að meðaltali kostar háskólaneminn í OECD ríkjunum næstum tvöfalt meira en grunnskólaneminn, eða 92 prósentum meira ... Ísland sker sig algerlega úr sem eina landið í OECD þar sem háskólaneminn er að meðal- tali ódýrari en grunnskólaneminn. Hollara og bragðbetra - og því augljóslega betri kostur þegar nýju ári er fagnað! • Hágæða lífrænt hráefni • Lágmarks vinnsla á hráefni • Engar transfi tusýrur • Engin óæskileg aukefni • Ekkert MSG Góðgæti fyrir þá sem vilja lifa vel! www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg 10-30% áramótaafsláttur HELGARBLAÐ auglysingar@frettatiminn.is Auglýsingasími Fréttatímans 531 3300 Helgin 30. desember 2011- 1. janúar 201236 viðhorf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.