Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 20.07.2012, Blaðsíða 24
7 mörk settu vaskir sveinar HJK í Helsinki í sigri á KR-ingum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í vikunni. KR-ingar skoruðu ekki í leiknum. 43 ár eru síðan KR- ingar máttu þola verri útreið en þetta í Evrópukeppni. Þá tapaði liðið 12-2 fyrir Feyenoord. 749 bátar hafa landað afla í strandveiðikerfinu í sumar. Í fyrra voru þeir 685 en 741 árið þar áður. 71 árs var orgel- leikarinn Jon Lord þegar hann andaðist í vikunni. Lord var einn stofnenda hinnar goðsagna- kenndu sveitar Deep Purple. 22 þúsund manns hafa nú séð frönsku myndina Intoucha- bles í kvikmyndahúsum hér á landi. 100 Vikan í tölum ár eru nú frá upphafi skátastarfs á Íslandi. Landsmót skáta verður haldið á Úlfljótsvatni um helgina í 23. sinn. Sandsílastofninn enn í lægð Sandsílastofninn við Íslandsstrendur er enn í mikilli lægð og bendir ný athugun Hafró til þess að nokkra aldurshópa vanti í stofninn. Ástandið er skást í Faxaflóa. Dregur úr vexti einkaneyslu Einkaneysla á síðari helmingi ársins þarf að aukast til að opinberar hagvaxtarspár rætist, að mati Hagfræðideildar Lands- bankans. Töluvert hefur hægt á vexti einkaneyslu síðustu vikur. Auglýsa ætti embættið Auglýsa ætti embætti ráðuneytisstjóra í nýju atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neyti, segir varaformaður Bandalags háskólamanna. Ætlunin er að velja einn úr hópi ráðuneytisstjóra í ráðuneytunum sem sameinuð verða. Aldrei eins mörg geitungabú Geitungabú hafa aldrei verið eins mörg á höfuðborgarsvæðinu og í sumar, segja meindýraeyðar. Mestu þurrkar í 60 ár Úrkoma á Suðurnesjum í júní og júlí hefur ekki verið jafnlítil síðan mælingar hófust fyrir 60 árum. Tún og engjar eru orðin gul og sums staðar hafa slökkviliðsbílar verið notaðir til að vökva. Rigningar er að vænta. Nubo segir samning í höfn Kínverski viðskiptamaðurinn Huang Nubo segist í samtali við fréttaveituna Bloomberg hafa náð samkomulagi um leigu á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. Þýsk hjón fundust Þýsk hjón sem leitað var að fundust á gönguleið milli Egilssels og Múlaskála sem er á leiðinni suður í Lón. Um 50 björg- unarsveitarmenn og þyrla Landhelgis- gæslunnar leituðu. Ekkert amaði að þeim. Hvað vill þessi karlpungur uppá dekk? Mikill fögn- uður braust út á Face book í vikunni í kjölfar pistils sem Freyja Haraldsdóttir skrifaði en þar sendir hún Sigurði Líndal lagaprófessor tóninn. Birna Sigbjörnsdóttir Stórkostleg kona hún Freyja, margir mættu taka hana sér til fyrirmyndar. Helga Vala Helgadóttir Fíla þessa meintu mann- réttindafrekju. Fanný Heimisdóttir tek ofan fyrir þér Freyja... við þurfum meira af svona kröftugu fólki... Sigrun Haraldsdottir Magnaður pistill !! :) Jóhanna Gréta Guð- mundsdóttir Svo réttmæt skrif hjá Freyju og ég er full aðdáunar á þessari dugnaðar konu. ;D Er ekki verið að kalla eftir betri lesendum? Koma frægðarmenna úr Hollywood til landsins, þeim Ben Stiller, Russel Crowie og Darren Aronofsky fór ekki fram hjá Facebook-verjum fremur en öðrum landsmönnum; sannarlega ekki. En, athygli þeirra var þó einkum lituð pirringi yfir því að aðrir hefðu áhuga á þessu líka. Örn Úlfar Sævarsson Spái algjöru media-meltdown á Íslandi ef Russel Crowe hittir Ben Stiller. Thorfinnur Omarsson „Russell Crowe fór út að hjóla“, „Ben Stiller tók ljósmynd á Íslandi“, „Russell Crowe bauð góðan dag á Íslandi“... Æsispennandi samkeppni um innihaldslausar fyrirsagnir af fræga fólkinu á Klakanum! Fylgist með, enn er hægt að toppa hallærisganginn ;) Sindri Freysson Er að hugsa um að fara til Hollywood til að losna við allar þessar stjörnur Hinir uppblásnu verj- endur hatursáróðurs En hvað sem líður frægðar- innar mönnum úr henni Hollywood var Snorri í Betel maðurinn á Facebook lengi vel framan þó mál hans hafi komið upp í síðustu viku. Brott- rekstur hans úr kennarastöðu á Akureyri vakti mikla athygli á Facebook og sitt sýndist hverjum. Þar tókust á hugmyndir um tjáningarfelsi og meintur hatursáróður Snorra uppúr Biblíunni. Felix Bergsson úff hvað hinir uppblásnu verj- endur hatursáróðurs (sem þeir rugla saman við tjáningafrelsi) hafa beðið eftir máli eins og barnaskólakennarans á Akur- eyri. Ég tek hatt minn ofan fyrir hugrökkum bæjaryfirvöldum og foreldrum fyrir norðan. Kennum börnum okkar að hatur í ræðu og riti sé ekki líðandi. Og ég hvet menn til að kynna sér skrif kennarans áður en þeir halda áfram að halda því fram að þarna sé hann einfaldlega að halda fram „skoðunum“. Hatursáróður er ekki skoðanir. Hatursáróður er glæpur. Vidar Eggertsson Snorri, sem ekki hikar við að úthúða öðru fólki, samkyn- hneigðum t.d., fer í fórnar- lambshaminn þegar hastað er á hann. Mér finnst sauðagæra ekki fara úlfum vel... Magnea J. Matthiasdottir þætti fróðlegt að vita afstöðu Snorra í Betel til fleiri fyrirmæla Biblíunnar, td. um þrælahald og dauðarefsingar. Góð Vika fyrir Skúla Mogensen, stjórnarformann Vow air Slæm Vika fyrir Gulla Helga, húsasmíðameistara og leikara Aðferðir þáttastjórnandans stórhættulegar Vinnueftirlitið gerði alvarlegar athugasemdir við vinnulag í sjón- varpsþáttunum Gulli byggir sem sýndir eru á RÚV. Vinnueftirlitinu þykja aðferðir þáttastjórnandans oft og tíðum stórhættulegar og segir að einföldum vinnureglum á byggingasvæði sé ekki full- nægt. Þættinum stjórnar Gunnlaugur Helgason, húsasmíðameistari og leikari. Gagnrýnt er að þáttastjórnandinn hafi unnið á þaki húss án þess að hafa nokkra fallvörn. Í einu tilviki lá við slysi þar sem hann var nærri dottinn. Þá er bent á glæfraleg vinnubrögð þegar mænisás var hífður þannig að fólk stóð undir. Sama má segja um þegar burðarbita var lyft þannig að mikið ójafnvægi var á honum. Starfsmenn hafi svo nýtt handafl langt yfir höfuðhæð svo veruleg hrun- og fallhætta skapaðist. HEituStu kolin á Stundvísasta flugfélagið Öll íslensku flugfélögin voru mjög stundvís í fyrri hluta júlí, þrátt fyrir miklar annari á háannatíma, að því er ferðavefurinn Túristi greinir frá. Þar kemur fram að vélar Vow air hafi staðið sig best á þessum tíma, en 96 prósent ferða félagsins voru á tíma. Tafir í mínútum voru litlar, um eða innan við mínútu. Það ætti að kæta Skúla Mogen- sen, stjórnarformann Vow air. Icelandair, sem er með langflestar brott- farir þessar tvær vikur, stóð sig einnig vel. 90 prósent ferða voru samkvæmt áætlun og tafir 3 mínútur. Svipað gildir um Iceland Express en 96 prósent ferða voru á áætlun og tafir 8 mínútur. Nýjung! D-vítamínbætt LÉttmJÓLK Hitabylgja gengur nú yfir í Washington í Bandaríkj- unum. Þessi tveggja ára drengur fékk að kæla sig í gosbrunni með afa sínum. Mynd Nordicphotos/ Getty 24 fréttir vikunnar Helgin 20.-22. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.