Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 18
Kaffi á könnunni og næg bílastæði b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s Opið alla virKa daga kl. 10–18 Og laugardaga kl. 10–14 Fiskislóð 39 Fimmfalt ódýrara að nota taubleiur – og ekkert mál Áhugafólk um taubleiur segir alls ekkert svo flókið og mikið umstang að nota taubleiur. Þær séu fimmfalt ódýrari en bréfbleiur og margfalt betri fyrir umhverfið því hvert barn skilur eftir sig tonn af bréf- bleium. É g valdi að nota taubleiur af umhverfisástæðum,“ segir Áslaug Pálsdóttir einlægur og ákafur stuðningsmaður taubleia að eigin sögn. Hún er ein stofnenda Facebookshóps undir heitinu Tau- bleiutjatt, sem er vettvangur for- eldra sem vilja fræðast og fræða aðra um kosti taubleia. Meðlimir eru nálægt 300 talsins og fer ört fjölgandi. Áslaug segist finna fyrir aukn- um áhuga foreldra á taubleium. „Ástæðurnar geta verið margvís- legar. Taubleiur eru margfalt ódýr- ari en bréfbleiur en einnig eru þær mun umhverfisvænni,“ segir Ás- laug og bendir á að talið sé að hvert barn skilji eftir sig eitt tonn af bréf- bleium að meðaltali. „Taubleiurnar er hins vegar hægt að nota aftur og aftur,“ segir hún. Kostnað- ur við taubleiur er á bilinu 30-50 þúsund og þær nýtist jafn- framt áfram á næsta barn. „Kostnaður við bréfbleiur er á bilinu 180-250 þúsund og má því spara umtalsverða upphæð með notkun taubleia,“ segir Áslaug. „Tau- bleiurnar fara jafn- framt bet- u r me ð húð barnsins en bréfbleiur og valda síður bleiuút- brotum.“ Aðspurð segir hún alls ekki svo mikið umstang við notkun taubleia. „Tau- bleiurnar hafa breyst mjög mikið frá því að kynslóð foreldra okk- ar var að brjóta saman tuskudulur og vefja inn í plast utan um rassinn á börnunum sínum. Nú til dags eru taubleiur handhægar, notendavænar og úrvalið er gífur- legt,“ segir Áslaug. „Það er alls ekk- ert jafnmikill þvottur af taubleium og fólk ímyndar sér ef til vill. Ég þvæ eina þvottavél aukalega þriðja hvern dag,“ segir hún. Hún viðurkennir að taubleiu- heimurinn geti virkað flókinn fyr- ir þá sem ekki þekkja til. „Þetta er dá- lítill frum- skógur en það er u allir í Tau- bleiutjatt- inu boðnir og búnir að aðstoða og gefa ráð. Svo mælum við með að fólk skoði kennslu- og upplýsingamyndbönd á YouTube, þau eru til bæði á ensku og íslensku. Við höfum sjálfar verið dugleg- ar að búa til myndbönd og setja inn. Þar erum við til að mynda að útskýra mis- mundandi bleiu- tegundir fyrir byrjendum og gera samanburð. Svo er hafsjór af fróðleik hjá Taubleiut- jattinu því við erum búin að taka saman fullt af skjölum og ábend- ingum sem hægt er að nálgast þar, til dæmis um hvernig best er að þvo bleiurnar og þess konar,“ segir Ás- laug. Hún mælir með því að foreldrar sem hafi áhuga á að nota taubleiur á börnin sín prófi sig einfaldlega áfram. „Það er þokkalega öflugur markaður með notaðar taubleiur þannig að maður getur alveg leyft sér að kaupa eina og eina nýja teg- und og prófa. Maður getur bara selt þær aftur ef þær henta manni ekki því það er misjafnt hvað fólki finnst best að nota. Það eru líka rosalega flottir söluaðilar á Íslandi og mikið úrval í boði, meira að segja íslensk hönnun og framleiðsla,“ bendir hún á. Til eru taubleiur sem eru nánast eins og hefðbundnar bréfbleiur og kallast „All-in-one“ þar sem bleian er öll í einu lagi eins og nafnið bend- ir til. Einnig er hægt að fá tvískipt- ar bleiur þar sem skipt er um innra byrði. Fyrir þá sem veigra sér við því að skola úr kúkableium er hægt að kaupa innlegg úr hríspappír sem notað er sem innsta lag í bleiuna og hent í klósettið ásamt hægðunum áður en bleian er þvegin. „Margir sjá fyrir sér fullan bala af kúka- bleium í baðkarinu, en þetta er ekk- ert svoleiðis. Ég nota til að mynda sérstakan poka úr vatnsheldu efni, sama efni og ytra byrði á bleiunum og nefnist pul. Ég set bleiurnar þar í og þvæ þegar pokinn fullur. Ég þarf ekki að snerta bleiurnar, hvolfi bara út pokanum inn í þvottavélina. Sumir vilja hins vegar láta bleiurnar liggja í bleyti og gera það þá enda er hægt að fá alls konar fötur með loki.“ Hún segist ekkert finna fyrir þess- ari aukavinnu. „Það er bara spurn- ing um hvað maður gírar sig inná. Ég ákvað að gera þetta og því vex þetta mér ekkert í augum. Ég er sannfærð um að miklu fleiri myndu nota taubleiur ef þeir vissu hvað það er auðvelt,“ segir Áslaug. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  AIO (allt-í-einni) bleia er einfaldasta gerðin af taubleium og einna líkust bréfbleium. Mjúkt efni næst húðinni, fast innlegg þar fyrir innan og ysta lagið er vatnshelt. Ekki er þörf á neinum auka- hlutum en í sumar gerðir er hægt að setja auka innlegg. Fest með riflási eða smellum. Helstu kostir: Allt í einni bleiu, einföld, fljótleg og þægileg (einstaklega leikskóla væn). Helsti ókostur: Getur verið lengi að þorna.  AI2 (allt-í-tvennu) bleiur eru í tveimur hlutum, skel/cover og innlegg/ bleia. Þegar pissað hefur verið í bleiuna er innlegginu skipt út fyrir hreint en co- verið notað áfram. Fest með riflási eða smellum. Helstu kostir: Þegar nokkur innlegg eru notuð á móti hverju coveri er þetta kerfi ódýrt, fljótara að þorna en AIO, mismunandi efni í innleggjum. Helstu ókostir: Í tveimur hlutum og þarf því að setja innleggið í.  Vasableia er bleia í tveimur hlutum. Bleian sjálf er úr mjúku efni næst húðinni og vatnsheldu efni yst, á milli myndast vasi þar sem innlegg er sett í. Með sumum tegundum fylgir innlegg með bleiunni en með öðrum þarf að kaupa þau sér. Fest með riflási eða smellum. Helstu kostir: Fljót að þorna, einföld og þægileg í notkun, hægt að auka rakadrægnina með mismunandi innleggjum og/eða fjölda innleggja. Helsti ókostur: Það þarf að setja innlegg innan í bleiuna.  One-size bleia er bleia sem hægt er að stilla í mismunandi stærðir svo hún passi frá fæðingu þar til bleiutímabilinu lýkur. Fest með riflási eða smellum. Til eru AIO og AI2 bleiur, vasableiur, fitted bleiur og cover sem eru one-size. Helsti kostur: Ódýrari kostur til lengri tíma litið en bleiur í stærðum (ein bleia á móti small, medium og large). Helstu ókostir: Gæti verið heldur stór og fyrirferðar- mikil á minnstu börnin fyrstu dagana og/eða vikurnar, einnig gæti hún orðið of lítil í lok bleiutímabilsins (ef barn er mjög stórt).  Fitted bleia er úr mjúku rakadrægu efni sem er sniðin að barninu, jafnvel með teygjum um lærin og í mittið. Sumar sniðnar bleiur eru með vasa fyrir auka innlegg til þess að auka rakadrægnina, en aðrar eru með föstu innleggi eða engu innleggi. Fest með riflási, smellum eða án festinga. Helstu kostir: Venjulega ódýrari en AIO og vasa- bleiur, mjúkt efni sem tekur við miklu. Helstu ókostir: Þarf cover yfir og sumar gerðir eru án festinga.  Prefolds er forbrotin bleia þar sem búið er að sauma saman nokkur lög af efni í ferhyrning til þess að gera hana rakadræga. Oft er henni skipt í þrjá hluta þar sem miðjan er þykkari en hliðarnar og eru merktar t.d. 3-6-3 eða 4-8-4 sem gefur til kynna fjölda efnis- laga í hliðum og miðju. Nokkrar aðferðir eru notaðar við ásetningu og eru oftast leiðbeiningar á pakkningunni. Helstu kostir: Mun ódýrari en AIO, vasa og fitted bleiur, einfaldari en gasbleia, nýtist sem innlegg þegar bleian sjálf er orðin of lítil. Helstu ókostir: Þarf að setja cover yfir, er án festinga.  Gasbleia er ferhyrnt bómullarefni sem þarf að brjóta á ákveðinn hátt til að passi á barnið. Helstu kostir: Ódýr, fljót að þorna, hægt að nota allt bleiu- tímabilið, nýtist áfram eftir að hún hefur þjónað bleiuhlutverkinu (t.d. í tuskur). Helstu ókostir: Þarf að brjóta á ákveðinn hátt, þarf cover yfir, er án festinga.  Cover/bleiubuxur eru notaðar utan yfir bleiur sem eru ekki með vatnsheldu ysta lagi, svo sem fitted bleiur, prefolds og gasbleiur. Úr vatnsheldu efni (PUL, ull eða flís) sem andar.  Innlegg er sá hluti bleiunnar sem tekur við vætunni og heldur henni í sér. Innlegg eru úr mismunandi efnum, microfiber, hamp, bambus, bómull eða ull. Af bambus.is Spurt og svarað um taubleiur Hvað þarf margar bleiur? Fyrir nýbura er gott að miða við u.þ.b. 10-12 bleiur fyrir hvern sólarhring. Smátt og smátt fækkar þeim niður í u.þ.b. 5-8 bleiur. Fjöldinn fer þannig eftir því hversu oft er þvegið. Hvernig eru óhreinar bleiur geymdar? Best er að geyma bleiur með PUL-efni á þurrum stað (ekki í bleyti). T.d. í bala eða sér- stökum taubleiupokum. Fitted bleiur, prefolds og gasbleiur er hægt að geyma eins eða í bleyti. Hvernig eru bleiurnar þvegnar? Flestar bleiur má þvo á mest 60°C. Ágætt er að þvo bleiurnar á frekar löngu þvotta- kerfi, jafnvel með forþvotti. Hægðir eru skolaðar úr fyrir þvott (þó ekki nauðsynlegt þegar um mjólkurhægðir er að ræða). Notið aðeins milt þvottaefni og lítið magn í einu. Ágætt getur verið að setja á auka skolun til þess að vera viss um að allt þvottaefni hefur skolast úr. EKKI nota mýkingar- eða bleikiefni. Hversu oft eru þær þvegnar? Á hverjum degi, annan hvern dag eða jafnvel þriðja hvern dag (ekki er mælt með því að þvo sjaldnar en það). Þarf að þvo bleiurnar fyrir notkun? Já, allar bleiur og innlegg þarf að þvo fyrir fyrstu notkun. Bleiur og innlegg úr náttúru- legum efnum þarf að for-þvo sér, jafnvel nokkrum sinnum, fyrir notkun til að ná upp rakadrægni. Hvernig er best að þurrka bleiurnar? Til þess að bleiurnar endist sem lengst er betra að hengja þær upp í stað þess að setja þær í þurrkara. Vasableiur þorna fljótt á snúrunni. AIO eru lengur að þorna en spara má tíma með því að setja þær á ofn. Innleggin má hengja upp eða setja í þurrkara. Ef þurrkari er notaður fyrir bleiurnar þarf að fara eftir ráðleggingum á bleiunum um hita- stillingar þurrkarans, sérstaklega þarf að passa bleiur með riflás. Hvernig nást blettir úr? Besti blettaeyðirinn er sólarljós. Hengdu blettóttar bleiur út í sólina og hún sér um vinnuna. Virkar jafnvel þó það sé skýjað, tekur bara aðeins lengri tíma þá. Af bambus.is Helstu hugtök í taubleiuheiminum Taubleia eða pappírs- bleia, það er spurningin. Taubleiurnar eru ódýrari og betri fyrir umhverfið en pappírsbleiurnar eru einfaldar í notkun og freista margra. 18 úttekt Helgin 10.-12. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.