Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 10.08.2012, Blaðsíða 54
www.veidiflugur.is hilmar@veidiflugur.is LANGHOLTSVEGI 111 REYKJAVÍK SÍMI 527 1060 Exceed flugustangirnar hafa slegið í gegn á Íslandi, enda frábærar stangir hannaðar af einum besta flugukastara heims Klaus Frimor. Klárlega bestu kaupin á markaðnum í dag! Einhendur frá 43.900 kr. Tvíhendur frá 64.900 kr. Switch 52.900 kr.  Fitness einhildur Ýr á leið á tvö mót Keppir á Arnold-móti á Spáni Fitnesskonan Einhildur Ýr Gunnars- dóttir æfir nú af kappi fyrir tvö mót og lætur sig ekki muna um að vakna fyrir sex alla daga til að ná mark- miðum sínum. É g æfi tvisvar á dag og passa að borða hollan og góðan mat,“ segir Einhildur Ýr Gunnarsdóttir fitnesskona sem undirbýr sig af krafti fyrir tvö mót á næstunni. Einhildur, eða Einý eins og hún er jafnan kölluð, er ein af þekktari fitnes- skonum landsins. Hún varð í þriðja sæti á Grand Prix-mótinu hér á landi fyrir tveimur árum og fór svo út og keppti á Arn- old Classic- mótinu í Ohio. Nú ætlar hún að keppa á Arnold Classic Europe sem haldið verður í Madríd á Spáni í október og bikarmótinu hér heima í nóvember. Arnold Classic-mótið er að sjálfsögðu nefnt í höfuð Arnolds Schwarzeneggers og er einn af aðalviðburðum ársins í líkamsræktarheiminum. Einý, sem er nýorðin 25 ára, starfar sem snyrti- fræðingur á Guinot stofunni á Grensás- veginum. Hún æfir bæði kvölds og morgna í World Class undir hand- leiðslu Konráðs Vals Gíslasonar. „Ég vinn níu tíma á dag og þetta er áhugamál númer eitt, tvö og þrjú. Þetta er náttúrlega lífs- stíll. Ég æfi alltaf klukkan sex á morgnana og svo eftir vinnu klukkan sex. Ég myndi ekki gera þetta ef ég hefði ekki ánægju af þessu.“ Einý fór í myndatöku hjá ljós- myndaranum Arnold Björns- syni í vikunni og var ánægð með útkomuna. „Hann er náttúrlega snillingur. Við fórum á æskuslóðir Arnolds í Þorlákshöfn, á ströndina þar. Við vorum búin að ætla að gera þetta lengi, enda hefur vantað svona ís- lenskar bikinímyndir sem teknar eru úti.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Fredrik Gunnarsson, Víkingur Kristjánsson, Ólafur Darri Ólafsson og Charlotte E. Munksgaard leika nú sem mest þau mega í Malmö.  leiklist Bastards heFja sig til Flugs í svíþjóð Taugaveiklaður leikhússtjóri í Malmö Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@ frettatiminn.is „Þegar ég frumsýndi Hamskiptin í Osló í janúar voru 20 prósent miða seldir 2 vikum áður. Það endaði í 98 prósentum. Þannig að maður er ýmsu vanur. Þetta kemur allt á endanum. Yfirleitt,“ segir Gísli Örn Garð- arsson leikstjóri. Bastards – fjölskyldusaga, samstarfsverkefni Borgar- leikhússins, Vesturports, borgarleikhússins í Malmö og Teater Får302 í Kaupmannahöfn, líklega stærsta leikhúsverkefni sem Íslendingar hafa komið nálægt, er nú til sýninga í Malmö. Lengi vel leit út fyrir að ekki færi vel en leikhússtjórinn Jesper Larsson bar sig aum- lega í samtali við SydSvenskan hálfum mánuði fyrir sýningu – aðeins tíu prósent miða voru seldir. Samkvæmt áætlun kostar uppfærslan 260 milljónir hvar af 214 eru þegar fjármögnuð með styrkjum, meðal annars af Norðurlandaráði. Afganginn stendur til að brúa með miðasölu í Malmö og í Kaupmannahöfn. „Við erum óralangt frá því núna,“ sagði Jesper Larsson. Gísli Örn hafði heyrt af hinni bölsýnu umfjöllun en lét það ekki slá sig út af laginu líkt og Larson: „Ég er enginn sérfræðingur í leikhúsmálum í Malmö. En, þeir eru kannski ekki mesta leikhúsborg í heimi.“ Gísli Örn var viðstaddur frumsýninguna 28. júlí og sá tvær sýningar eftir það en þá var sæmilega setið í tjaldi sem tekur 600 í sæti. Svo verður frumsýnt í Kaup- mannahöfn 7. september. Ráðgert er að alls verði 15 sýningar í Malmö. „Dómar hafa verið mjög jákvæðir og góð stemning í hópnum. Og ég veit að miðasala hefur gengið vel í Kaupmannahöfn.“ Verkefnið, sem er að undirlagi Dana og Svía, er ótrúlega vel fjármagnað. „Ef við hefðum aðgang að þeim sjóðum sem og þeir í Skandinavíu hafa væri þetta rosalegt. Ég sá mér leik á borði og gerði að skilyrði að sýningin yrði unnin hér heima. Það gekk eftir. Fram- lag Borgarleikhússins er í raun bara vinnuframlag. Þegar þetta kemur til Íslands mun ég endurvinna þetta hressilega en þá verða bara íslenskir leikarar og þá öðlast uppfærslan nýtt líf.“ Góð grínferð til Köben Félagarnir í grínhópnum Mið-Íslandi þeir, Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Jóhann Alfreð og Dóri DNA, gerðu góða ferð til Danmerkur í síðustu viku þegar þeir tóku hús á danska spaugar- anum Casper Christensen sem er Íslendingum að góðu kunnur úr sjónvarpsþáttunum Klovn. Casper er umsvifamikill í framleiðslu skemmti- efnis í Danmörku og fyrirtæki hans, Douglas Entertainment, hefur lagt undir sig fjögurra hæða hugmyndahús á besta stað í Kaupmannahöfn við Strikið. Strák- arnir áttu góða og skemmtilega fundi með Casper og hans fólki og gerðu nokkra sketsa sem eru að sögn drepfyndnir og sérskrifaðir með Dani í huga en meðal þess sem kemur við sögu í einu atriðanna er til dæmis kyn- lífs-LEGO. Mikael Torfason rithöfundur, sem einkum var þekktur á árum áður sem blaðamaður og umdeildur ritstjóri, virðist vera að færa sig alfarið yfir á vett- vang leikhússins. Hann hefur verið að þýða leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem til stendur að setja upp á stóra sviðinu í leikstjórn Guðjóns Pedersen eftir áramót: Fyrirheitna landið. Aðalhlutverk verður í höndum Hilmis Snæs Guðnasonar. Um er að ræða leikritið Jerusalem eftir Jez Butterworth sem farið hefur sigurför um heiminn að undanförnu og er margverðlaunað; fengið bæði Oliver- og Tonyverð- launin – leikrit sem ekki mun fyrir viðkvæma. Þá er nýlokið tökum á útvarpsleikriti Mikaels, Harmsögu, í leikstjórn Símons Birgissonar en í því leika Sara Dögg Ásgeirsdóttir úr Pressunni og Vignir Rafn Valþórsson. Mikael í leikhúsið Bjarni Ármanns fluttur til Kaup- mannahafnar Á flandri sínu um Kaup mannahöfn hittu Mið-Íslendingarnir nokkurn fjölda landa vorra sem eru margir hverjir að gera það gott í borg- inni og þá ekki síst í veitingarekstri. Félagarnir ráku hins vegar upp stór augu þegar athafnamaðurinn Bjarni Ármannsson varð á vegi þeirra en Bjarni upplýsti grínarana um að hann væri sestur að í Kaupmannahöfn en lengi vel eftir hrun ól hann manninn í Noregi. Ljósmyndir: Arnold Björnsson Förðun: Kristín R Sæbergsdóttir Hár: Guðrún Þórdís Aðstoð og stílisering: Thelma Ólafsdóttir 54 dægurmál Helgin 10.-12. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.