Bókbindarinn - 01.03.1956, Side 4

Bókbindarinn - 01.03.1956, Side 4
GUÐGEIR JÓNSSON: Fyrstu samtökin Það var sunnudaginn 11. febrúar 1906, að nokkrir bókbindarar komu saman til fundar, í leiguíbúð eins þeirra, Péturs G. Guðmundssonar, í húsinu nr. 18 við Laugaveg. Fundarefnið var stofnun stéttarfélags bókbindara. Það liggur í augum uppi að veruleg undirbúningsvinna hefur verið af hendi leyst áður en til þessa stofnfundar hefur verið boðað, þó að þess sé ekki sérstak- lega getið í fundargerðinni. En m. a. sem sýnir þennan undirbúning er það, að það er ekki bókuð nein samþykkt um að stofna skuli félagið, en aðeins bókað: ,,Rætt um fyrirkomulag félagsins fram og aftur og lesið upp frumvarp til laga fyrir félagið". Þetta frumvarp var svo samþykkt með einhverjum breytingum og lögin skrifuð í fundarbókina og er 1. gr. þeirra þannig: „Félag vort heitir „Hið íslenzka bók- bindarafélag"." Og önnur grein: „Tilgangur félagsins er að efla og styðja að samheldni meðal bókbindara í Reykja- vík, að koma í veg fyrir að réttur vor sé fyrir borð borinn af vinnuveitendum, að styðja að öllu því er til framfara horfir í iðn vorri, og að svo miklu leyti sem hægt er, tryggja velmegun vora í framtíðinni". Alls eru lög þessi í 20 gr. Eg hygg að þeir Lúðvík Jakobsson og Pétur G. Guðmundsson hafi haft aðalfor- gönguna að þessari félagsstofnun. Þeir höfðu báðir kynnzt nokkuð baráttu verka- lýðsins fyrir bættum kjörum. Lúðvík hafði verið í Danmörku nokkur ár og unnið þar „til sjós og lands", hann hafði unnið þar ýmist við bókband eða verið sjómaður í millilandasiglingum, og því kynnzt nokk- uð verkalýðshreyfingunni þar í landi. Pét- ur hafði aftur á móti kynnt sér þessi mál af erlendum bókum og blöðum og jafnvel bréfaskriftum við erlenda sósíalista, þar á meðal Bebel hinn þýzka. Þegar þetta fyrsta stéttarfélag bókbind- ara var stofnað, var ekki mikið um félags- skap verkalýðsins hér á landi. Bárufélög- in höfðu að vísu starfað um 12 ára skeið, verkamannafélög höfðu verið stofnuð á Akureyri og Seyðisfirði, Hið íslenzka prentarafélag var tæpra 9 ára og verka- mannafélagið Dagsbrún aðeins nokkurra daga gamalt. Bókbindarar voru „fáir, fá- tækir og smáir" og ekki margra kosta völ fyrir verkafólk á þeim tímum. Sáralítið var um vinnu hér frá því að skútunum var lagt á haustin og þar til þær fóru aftur út á veiðar í febrúar eða marz. Þetta er vert að hafa í huga, þegar athuguð er aðstaða verkalýðsins um þess- ar mundir. Það var ekki sérlega góð atvinna að vera bókbindari hér, um og eftir aldamót- in. Kaupið var lágt, vinnutíminn langur og vinnan svo stopul að þó að bókbindarar væru fáir, þá reyndust þeir æði oft of

x

Bókbindarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókbindarinn
https://timarit.is/publication/951

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.