Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 16
Actavis-félagakeðja Björgólfs Thors tapaði langmestu B jörgólfur Thor Björgólfsson bjó til flókið eignanet líkt og margir aðrir útrásarvík- ingar. Félaganet hans í kringum kaupin á Actavis árið 2007 slá þó líklega flest met. Á toppnum trónir Actavis hf. Það er í eigu Actavis Group PTC ehf., sem er í eigu Actavis Group hf., sem er í eigu Actavis eignarhaldsfélags ehf., sem er í Novator Pharma Holding 5, sem hét áður Actavis Pharma Holding 5, sem er í eigu Nova- tor Pharma Holding 4, sem hét áður Actavis Pharma Holding 4, sem er í Novator Pharma Holding 3, sem hét áður Actavis Pharma Holding 3, sem er í eigu Novator Pharma Holding 2, sem hét áður Actavis Pharma Holding 2, sem er í eigu Novator Pharma Holding 1, sem hét áður Actavis Pharma Holding 1, sem er í eigu Novator Pharma S.á.rl. í Lúxemborg, sem er í eigu Tortólafélagsins Novator Pharma Holdings Limited, sem er aftur í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Ef litið er á listann yfir þau fimmtíu félög sem töpuðu mest á árinu 2009 og Creditinfo tók saman að beiðni Fréttatímans, má sjá að sex af ofangreindum félögum raða sér í sjö efstu sætin. Inn á milli skýst ALMC ehf., áður fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás, sem var tekinn yfir af Fjármála- eftirlitinu í mars 2009 og gekkst undir nauðasamn- inga á síðasta ári. Stærstu hluthafar Straums, áður en bankinn var tekinn yfir, voru Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson. Ef mið er tekið af ársreikningi Actavis Group hf., sem er sjálfur lyfjarisinn, skýrist tapið af gríðarlegri niðurfærslu á viðskiptavild vegna fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar fyrirtækisins. Þetta tap hefur síðan flust niður í öll hin félögin. Tap Straums skýrist að stærstum hluta af afskriftum lána viðskiptavina bankans. Svart hjá Sjóvá Eins og sjá má á listanum hér á síðunni skilaði SJ eignarhaldsfélag, sem áður hét Sjóvá, 18,3 millj- arða króna tapi á árinu 2009. Þar vegur þungt tap dótturfélaganna SJ 1, sem tapaði 10,4 milljörðum, SJ Properties Ghent FinanceCo og SJ Properties Ghent BuyCo ehf. sem töpuðu fimm milljörðum hvort um sig. Ríkið setti inn tólf milljarða í félagið til að bjarga því frá gjaldþroti eftir meðferð Karls Wernerssonar og félaga hans hjá Milestone. Það var í söluferli sem fékk snöggan endi þegar hópur fjárfesta, undir for- ystu Heiðars Más Guðjónssonar, var dæmdur óhæfur til að eiga félagið þrátt fyrir að vera með langhæsta tilboðið. Ævintýri í Englandi Á þessum lista er einnig félagið Northern Lights Leasing, sem átti breska flugfélagið XL. Það var keypt af Eimskipum árið 2006 en fór í gjaldþrot síðla árs 2008. Móðurfélag Northern Lights Leasing AAI Holding ehf. tapaði 9,7 milljörðum og Northern Lights Leasing 6,5 milljörðum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is MESTA TAPIÐ (í milljörðum króna) Félag Eigendur Tengdir útrásarvíkingar Tap Actavis Pharma Holding 4 Actavis Pharma Holding 3 BTB -294,2 Actavis Group hf. Actavis eignarhaldsfélag ehf. BTB -231,7 Actavis eignarhaldsfélag ehf. Actavis Pharma Holding 5 BTB -228,8 Actavis Pharma Holding 5 Actavis Pharma Holding 4 BTB -228,7 Actavis Pharma Holding 2 Actavis Pharma Holding 1 BTB -193,3 ALMC hf. (Straumur) Kröfuhafar BTB -180,2 Actavis Pharma Holding 3 Actavis Pharma Holding 2 BTB -167,1 Atorka Group Kröfuhafar (íslenskir bankar) ÞV -23,5 SJ Eignarhaldsfélag ehf. (Sjóvá) Íslenska ríkið KW -18,4 Geysir Green Energy Kröfuhafar (íslenskir bankar) ÞV -17,6 1998 ehf. Arion banki JÁJ -14,9 Renewable Energy Resources Volcano Holding BV (Atorka) ÞV -12,6 Gift Fjárfestingafélag Eignarhaldsfélagið Samvinnutr. -11,3 Icelandair Group hf. Kröfuhafar (íslenskir bankar) KW -10,7 SJ 1 ehf Sjóvá KW -10,4 Skipti hf. Exista (kröfuhafar) LG/ÁG -10,2 Drög ehf. Arion banki (átti ÍAV) -10,1 Reitir fasteignafélag Kröfuhafar (íslenskir bankar) JÁJ -9,8 Síminn ehf. Skipti hf. LG/ÁG -9,8 AAI Holding ehf . Nokkrir einstaklingar BG/MÞ -9,7 Hver 01 Holding ehf. Geysir Green Energy ehf. ÞV -8,7 Þyrping ehf. Arion banki JÁJ -7,5 Wendron ehf. Líklega skel fyrir erlent félag -7,4 Straumborg ehf Norvik ehf. JHG -6,9 Laugarakur ehf. Miðengi ehf. (Íslandsbanki) -6,9 Northern Lights Leasing ehf. AAI Holding ehf. BG/MÞ -6,5 Eignarhaldsfélagið IG ehf. Brim/Gunnvör -6,5 GLB Holding ehf Glitnir banki JÁJ -5,9 Alcoa á Íslandi ehf. Alcoa Luxembourg S.à.rl. -5,7 Eyrir Invest ehf. Nokkrir einstaklingar -5,6 Frontier Travel ehf. Straumur/Burðarás BTB -5,6 Stytta ehf. Blackstar Ltd/Stoðir JÁJ -5,5 Hagar hf. 1998 ehf. JÁJ -5,3 SJ Properties Ghent FinanceCo Sjóvá KW -5,1 SJ Properties Ghent BuyCo ehf. Sjóvá KW -5,0 Lýsing hf. Exista (kröfuhafar) LG/ÁG -4,9 Materia Invest ehf. ÞMJ/MÁ/KS ÞMJ/MÁ -4,6 Ármannsfell ehf. Drög ehf. -4,5 101 Skuggahverfi ehf. Þyrping ehf. JÁJ -4,5 Reitir II ehf. Kröfuhafar (íslensku bankarnir) JÁJ -4,5 Hilda hf. Nokkur félög (hlutur í Saga Capital) -4,1 A1988 hf. (Eimskip) Kröfuhafar BG/MÞ -4,0 Hansa ehf. Bell Global/Monte Cristo/BG BG -3,9 Avant ehf. Askar Capital KW -3,9 SJ Properties MacauOneCentral Sjóvá KW -3,6 Salt Financials Róbert Wessman RW -3,4 Hverfjall ehf Þórarinn Ragnars./Gunnar Hj. -3,4 Íslensk erfðagreining ehf. Decode genetics Inc -3,3 Félagsbústaðir hf. Reykjavíkurborg -3,2 BTB = Björgólfur Thor Björgólfsson | ÞV = Þorsteinn Vilhelmsson | KW = Karl Wernersson | JÁJ = Jón Ásgeir Jóhannesson | LG/ÁG = Lýður Guðmundsson/Ágúst Guðmundsson | BG/MÞ = Björgólfur Guðmundsson/Magnús Þorsteinsson | JHG = Jón Helgi Guðmundsson | ÞMJ/MÁ = Þorsteinn M. Jónsson/Magnús Ármann | BG = Björgólfur Guðmundsson | RW = Róbert Wessman Félög í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem tengjast með einum eða öðrum hætti Actavis, eru Íslandsmeistarar í tapi árið 2009. Eitt þeirra, Acatvis Pharma Holding 4, tapaði 294,2 milljörðum. 16 úttekt Helgin 21.-23. janúar 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.