Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 21.01.2011, Blaðsíða 48
48 tíska Helgin 21.-23. janúar 2011 Átt þú góða hugmynd í fórum þínum? Rekur þú fyrirtæki og vilt þróa nýja vöru eða þjónustu? Vinnumálastofnun/Velferðarráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2011 lausa til umsóknar. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. • Verkefnið sé í eigu konu/kvenna og stjórnað af konu • Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun • Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar • Viðskiptahugmynd sé vel útfærð • Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetingar og gerðar markaðsáætlunar, þróunar vöru eða þjónustu, hönnunar og efniskostnaðar. • Ennfremur geta konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun og hafa hug á því að stofna fyrirtæki á næstunni eða hafa stofnað fyrirtæki en ekki hafið rekstur, sótt um styrk til að koma henni í framkvæmd. Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 30.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 2.000.000 en ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 300.000. Umsóknarfrestur er til og með 07.02.2011 og skal sækja um rafrænt á heimasíðu verkefnisins www.atvinnumalkvenna.is til að láta drauminn rætast Það þarf áræðni, kraft og þor Reynir að samstilla sig við nútímann Ásgeir Hjartarson, hárgreiðslumeistari hjá Circus Circus, hefur bren- nandi áhuga á tísku og á erfitt með að samstilla sig við nútímann. Hann er gjarna í fararbroddi þegar kemur að tísku og reynir að not- færa sér kunnáttu sína til hins ýtrasta. Í stólinn hefur hann fengið til sín frægar Hollywood-stjörnur á borð við Óskarsverðlaunaleikkonuna Marissu Tomei og leikarana Matt Dillon og Gerald Butler. F yrir nokkrum árum var aðeins ein klipping sem allir fóru eftir en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tískan hefur breyst mikið í gegnum árin og nú er ekki einhver ein ákveðin stefna sem fólk fylgir. Það er næstum allt leyfilegt. Persónulegi stíllinn er áberandi og það er rosalega einstaklingsbundið hvaða klipping hentar hverjum og einum,“ segir Ásgeir þegar hann er spurður út í hárgreiðslu 2011. „Andlitsfallið skiptir miklu máli og það er nauðsynlegt að hver og einn átti sig á því hvar hann stendur í þeim efnum. Millisítt hár er til dæmis vinsælt í vetur og hentar nærri öllum. Ég mæli sérstaklega með þess- ari sídd fyrir konur sem eru komnar yfir þrítugt því sítt hár getur dregið andlitið niður og gerir lítið sem ekkert fyrir þær. Ennistoppur er einnig að koma gríðarlega sterkt inn. Hann er orðinn svona klass- ískur – breyting án þess að fara alla leið. Þessi breyting þarf ekki að vera endanleg því toppurinn er alltaf fljótur að vaxa. Skemmtileg breyting sem setur sterkan svip á andlitið. Það sem kemur þó mest á óvart nú í vetur er stutta hárið sem heillar marga. Breska leikkonan Emma Watson er líklega helsti frumkvöðullinn í þeim málum. Ég myndi nú ekki ráðleggja öllum að fara þá leið. Andlitsfallið þarf að vera í réttum hlutföllum til að þetta virki.“ Fer fram úr sjálfum sér „Það eru tískuhönnuðir úti í heimi sem setja línurnar og svo fylgja hárgreiðslumeistarar á eftir. Tískan er dálítinn tíma að berast til Íslands svo að við erum alltaf örlítið á eftir. Oft lendi ég í því að vera beðinn um að gera eitthvað ótrúlega flott sem virðist svo ekki vera kúnnavænt. Ég tel mig vera frekar meðvitaðan um það hvað muni komast í tísku seinna svo að ég á heldur erfitt með að sam- stilla mig við nútímann; á auðvelt með að fara fram úr sjálfum mér og er heldur framtíðarsinnaður. Nú er að bresta á bylting í hártískunni. Skinkan er komin yfir síðasta söludag og stelpur eru farnar að leita meira í hlýja liti eins og hnetubrúnan. Þetta hvíta dæmi er ekki alveg að virka. Liðir eru alltaf klassískir, sérstaklega rómantísku liðirnir, og Kim Kardashian er helsta fyrirmyndin í þeim efnum. Hárgreiðsla á borð við ballerínuhnútinn er mjög áberandi og sést mikið á sýningarpöllunum í vetur. Þetta er einföld greiðsla; hárið tekið frá andlitinu og sett í hnút. Hver segir að allt þurfi að vera flókið til að vera flott?“ Tískan 2011 Tískugagnrýnendur úti um allan heim spá því að 2011 verði ár tískunnar. Tískuveltan mun vera mikil og fjölbreytnin ekki af verri endanum. Klossarnir Þó að skótískan í ár sé ansi fjöl- breytileg þá eru klossar líklega mesta nýjungin. Hönnun þeirra hefur breyst til muna og þetta eru ekki lengur óþægilegu tréklossarnir sem maður gekk vanalega upp úr. Hægt er að nálgast þá bæði opna og lokaða, úr leðri eða tré, háhælaða eða ekki. Þeir henta betur á heitum sumarmánuðum en í hálku og munu því líklega ná mestum vinsældum þá. Klossarnir fást í Friis & Company og kosta 10.194 kr. Ójafnar flíkur Ekki telst nauðsynlegt að flíkin sem við klæðumst sé endilega jafn síð á öllum hliðum. Nú er mikið lagt upp úr bolum, kjólum og peysum sem eru helst síðari að aftan en framan. Þetta er frábær hönnun sem hentar vel við leggings eða sokkabuxur. Sautján selur boli sem eru síðari að aftanÞeir fást í gráu, hvítu og svörtu á 4.990 kr. Mittisháar buxur Ekkert telst jafn heitt í dag og mitt- isháar buxur. Í rauninni hafa þær lengi verið í tísku en nú í allt öðrum búningi. Helst eru þær í jarðar- litunum og niðurþröngar en þó ekki límdar við líkamann. Þær eru nothæfar bæði í hversdagsleikanum sem og í samkvæmum og passa vel við hvað sem er. Mittisháar buxur fást í Topshop á 12.990 kr. Pönkið Þróun tískunnar er óútreiknanleg og alltaf komast ákveðin „trend“ aftur og aftur í tísku. Á sínum tíma var pönk lífsstíll sem nú hefur breyst í ákveðna tískustefnu. Nú sést mikið til leðurs og bendir það til inn- blásturs frá pönkinu. Leðurjakkar, buxur og skór eru mjög áberandi og jafnvel rifnir bolir, mikið skart og villt útlit er sýnilegt. Hvítar sokkabuxur Litaðar og mikið mynstraðar sokka- buxur með blúndum sáust mikið í fyrra en nú munum við sjá minna af þeim, að mati sérfræðinga, og eru hvítar, hefðbundnar sokkabuxur að detta inn. Hvítar sokkabuxur fást á 2.190 kr. í Cobra. Mittistöskur Fylgihlutir hafa verið gríðarlega áberandi á síðustu árum; stórir skartgripir og töskur. Mittistösk- urnar höfum við þó ekki séð síðan þýsku ferðamennirnir í sandölunum heimsóttu landið fyrir tíu árum en það fer nú að breytast. Töskurnar eru að koma sterkt inn í ár og við sjáum líklega mun meira af þeim þegar líður á sumarið. Loðnir skór Loðfatnaður náði miklum vinsældum á síðasta ári en nú hafa skór sem eru loðnir að innan náð enn meira stökki og ekki dvína vinsældirnar. Þeir eru bæði hlýir og mjúkir en það er ekki eina ágæti loðskinnsins. Mikið er lagt upp úr útlitinu og þykir flott að bretta skóna niður svo að fóðrið fái að njóta sín betur. Ofurlína frá MAC Það vantar ekki fjölbreytnina hjá snyrtivörufyrirtækinu MAC. Framleitt er endalaust af nýjum vörum ár hvert og heilu snyrtivörulínurnar spretta fram. Sú nýjasta frá fyrirtækinu mun koma á markað í Bandaríkjunum 11. febrúar og nefnist Wonder Women, eða Ofurkonur. Línan er ólík öðrum snyrtivörum að því leyti að áhöld og snyrtivörur eru í örlítið stærri pakkningum en venjulega. Umbúðirnar eru ansi litaglaðar miðað við þær hefð- bundnu; rauðar eða bláar með áberandi áletrun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.