Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 2
Er þinn auður í góðum höndum? Okkar viðskiptavinir velja óháðan aðila sem hefur skynsemi og áhættumeðvitund að leiðarljósi. Borgartúni 29 S. 585 6500 www.audur.is • Séreignarsparnaður • Eignastýring • Langtímasparnaður Taktu góða ákvörðun  Lúxemborg HúsLeit Leitað í Lúxemborg Embætti sérstaks saksóknara og breska efnahagsbrotadeildin gerðu á þriðjudag, í samstarfi við lögregluna í Lúxemborg, húsleit í þremur fyrirtækjum og á tveimur heimilum eftir því sem fram kom í tilkynningu frá embættinu. Þetta er liður í rannsókn beggja á starf­ semi Kaupþings fyrir hrun. Fast­ lega má búast við því að nokkur tími líði þar til gögnin, sem hald var lagt á í þessari hrinu, koma til landsins. Leitað var meðal annars á heimilum Hreiðars Más Sigurðs­ sonar og Magnúsar Guðmunds­ sonar en fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því að um væri að rann­ sókn á 30 milljarða láni til félags í eigu stjórnenda Kaupþings rétt eftir að Seðlabanki Íslands hafði veitt bankanum 80 milljarða neyð­ arlán. -óhþ  Lögmenn FjárHagsLegt sjáLFstæði Greiðsluaðlögun annað form á gjaldþrotameðferð L ögmannafélag Íslands hefur áhyggjur af því að lögmenn í greiðsluaðlögun uppfylli ekki þau lagaskilyrði um lögmenn er varða lögmannsréttindi. Lítill munur sé á greiðsluaðlögun og gjaldþrotameðferð. „Hefði greiðsluaðlögun verið þekkt er ekki ólíklegt að á þeim tíma sem lög um lögmenn voru samþykkt árið 1998 hefði hún verið tekin inn í aðra grein í þriðja kafla laganna þar sem fjallað er um lögmannsréttindi. Þar er ein­ göngu minnst á gjaldþrot en auðvitað er greiðsluaðlögun bara annað form á gjaldþrotameðferð,“ segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands. Félagið hefur fjallað um þetta mál að undanförnu og segir Brynjar að menn þar á bæ hafi áhyggjur af því að trú­ verðugleiki stéttarinnar bíði hnekki ef ekkert er aðhafst í málinu. „Við höfum rætt þetta innan félagsins og velt því fyrir okkur hvort við eigum að óska eftir lagabreytingu. Trúverðugleiki lögmanna verður að vera hafinn yfir allan vafa. Það þarf hins vegar laga­ breytingu til að breyta þessu og það er eingöngu á færi Alþingis,“ segir Brynjar. Hann segist þekkja þess dæmi að lögmenn hafi nýtt sér úrræði á borð við greiðsluðalögun. „Ég veit hins veg­ ar ekki hversu stórt vandamál þetta er í lögmannastéttinni. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að staða fólks í greiðsluaðlögun er ekki glæsileg og varla er hægt að segja að einstaklingar sem notfæra sér slík úrræði hafi forræði yfir sínum fjármun­ um,“ segir Brynjar. Fréttatíminn greindi frá því fyrir skömmu að hæstaréttarlögmaðurinn Dögg Pálsdóttir hefði sótt um greiðslu­ aðlögun hjá umboðsmanni skuldara stuttu áður en gera átti fjárnám hjá henni. Þar með komst hún í skjól fyrir 31 milljónar króna skuld sem hún var dæmd til að greiða tveimur verktökum sem höfðu unnið fyrir hana. Dögg get­ ur því sinnt lögmennsku næstu mánuði í friði fyrir öllum skuldum – allt þar til ljóst er hvort umboðsmaður skuldara samþykkir umsókn hennar eða ekki. Dögg hefur ekki viljað tjá sig um eigin stöðu – segist ekki tjá sig um fjármál sín í fjölmiðlum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, hefur áhyggjur af lög­ mönnum sem sækja um greiðsluaðlögun. Þráast við að fækka frímiðum Þjóðleikhúsið þráast við að fækka frí­ miðum sínum, samkvæmt eftirfylgni­ skýrslu Ríkisendurskoðunar í kjölfar úttektar á málefnum leikhússins árið 2008. Í úttektinni kom fram að frímiðar væru á bilinu 16 til 19 prósent af öllum miðum í leikhúsinu, sem væri mun hærra en til að mynda í norska þjóðleikhúsinu þar sem aðeins um 6 til 7 prósent af miðum væru frímiðar. Skorað var á leikhúsið að fækka frímiðum. Samkvæmt eftirfylgni­ skýrslunni telur Ríkisendurskoðun það ekki hafa verið gert og ítrekar ábendingu sína til forsvarsmanna leikhússins um að fækka frímiðum. ­óhþ a lls hafa 26 prósent af frambjóðend­um til stjórnlagaþings í nóvember á síðasta ári skilað inn uppgjöri til Ríkisendurskoðunar vegna framboðs eins og kveðið var á um í lögum um stjórn­ lagaþing. Skilafrestur rann út 28. febrúar og sendi Ríkisendurskoðun út ítrekun til frambjóðendanna í gær, fimmtudag, í kjölfar fyrirspurnar Fréttatímans. Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisend­ urskoðunar, segir í samtali við Fréttatím­ ann að þessar heimtur séu alls ekki nógu góðar. Embættið hyggst birta upplýsingar um þá frambjóðendur sem hafa skilað upp­ gjöri 5. apríl næstkomandi. Alls hafa 138 frambjóðendur skilað inn uppgjöri. Allir nema Þorkell Helgason skiluðu inn yfir­ lýsingu um að kostnaður þeirra hefði verið undir 400 þúsund krónum. Þorkell skilaði inn uppgjöri sem sýndi að kostnaður hans við framboðið var yfir 400 þúsund krónum. Spurður sagði Lárus að um helmingur þeirra, sem þegið hafa boð um að taka sæti í nýsamþykktu stjórnlagaráði, hafi skilað uppgjöri. Hann vill ekki gefa upp hverjir hafa skilað og hverjir ekki. Hann sagði það ekki við hæfi að upplýsingar, sem ekki hefðu birst á vef Ríkisendurskoðunar, birt­ ust í fjölmiðlum. Hann sagði það þó sæta furðu að skil á uppgjöri úr kosningunni til stjórnlagaþings væru ekki betri en raun bæri vitni. Fréttatíminn sendi öllum þeim 25, sem þegið hafa boð um að taka sæti í stjórnalaga ráði, fyrirspurn um hvort þau hefðu skilað inn uppgjöri. Þegar blaðið fór í prentun höfðu borist svör frá þrettán þeirra. Staðfest er að Þorkell Helgason hef­ ur skilað inn uppgjöri. Dögg Harðardóttir, Eiríkur Bergmann, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason, Silja Bára Ómarsdóttir og Þorvaldur Gylfason staðfestu að þau hefðu skilað inn uppgjöri. Ástrós Gunnlaugsson sagði að það myndi koma í ljós 5. apríl, þegar Ríkisendur­ skoðun birtir lista sinn, að hún hefði skilað inn uppgjöri. Ómar Ragnarsson og Pawel Bartoszek hafa ekki skilað inn uppgjöri. Kostnaður Ómars var rétt rúmar 60 þús­ und krónur í formi auglýsingar á RÚV þar sem fólk var hvatt til að taka þátt í stjór­ nlagaþingskosningu en Pawel eyddi 580 þúsund krónum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Úrslit Músiktil­ rauna á laugardag Úrslitakvöld Músíktilrauna 2011 verður haldið laugardaginn 2. apríl í Íslensku óperunni og hefst klukkan 16. Undankvöld til­ raunanna fóru fram í Tjarnarbíói 25. til 28. mars og keppa alls 11 hljómsveitir á úrslitakvöldinu. Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti, hljómsveit fólksins og ein­ staklingsverðlaun fyrir söngvara og hljóð­ færaleikara Músíktilrauna 2011. Böndin sem keppa í úrslitum í ár eru: Primavera, My Final Warning, Súr, Samaris, Askur Yggdrasils, Murrk, For the Sun is Red, The Wicked Strangers, Joe and the Dragon, Postartica og Virtual Times. ­óhþ Hann sagði það þó sæta furðu að skil á uppgjöri úr kosn- ingunni til stjórnlaga- þings væru ekki betri en raun bæri vitni.  UppgjörsskiL kosning tiL stjórnLagaþings Helmingur stjórn­ lagaráðs virðir ekki skil á uppgjöri Lokafrestur til að skila inn uppgjöri til Ríkisendurskoðunar vegna stjórnlagaþings rann út 28. febrúar. Alls hafa 138 af 522 virt skilafrestinn. Þorvaldur Gylfason, Ómar Ragnarsson og Gísli Tryggvason taka sæti í stjórnlagaráðinu sem byrjar að funda 6. apríl. Ljósmynd/Motiv, Jón S. 2 fréttir Helgin 1.­3. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.