Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 01.04.2011, Blaðsíða 24
Bráðabirgðasýning í gömlu Loftskeyta- stöðinni Fáist til þess fjármagn frá ríkinu. Stefnt að lítilli sýningu þar næsta vetur. N áttúruminjasafn Íslands hefur verið á hrakhólum og munir þess hafa ekki verið til sýnis frá því að sýningarsölum við Hlemm var lokað árið 2008. Stór hluti safnkostsins er í vörslu Náttúrufræðistofnunar. Um- ræður um húsnæðismál þess hafa staðið lengi. Helgi Torfason, forstöðu- maður Náttúruminjasafnsins, gerir sér vonir um að hægt verði að koma upp sýningaraðstöðu fyrir safnið til bráðabirgða næsta vetur. „Það sem við stefnum að er að opna litla sýningu í gömlu Loftskeyta- stöðinni við Brynjólfsgötu 5, sem er samhliða Suðurgötu. Við erum nú með aðstöðu í kjallara hússins en stefnt er að því að fá leigða hæð þess í sumar. Gangi það eftir, þótt ekkert sé öruggt í þessu árferði, stefnum við að því að opna sýn- ingu þar næsta vetur. Þetta er þó allt háð fjár- veitingu ríkisins,“ segir Helgi. Með setningu Safnalaga árið 2001 var tekið skref í þá átt að þjóðin eignaðist almennilegt safn í náttúrufræðum. Náttúruminjasafn Íslands var þar gert að einu þriggja höfuðsafna lands- ins. Með setningu laga um stofnunina árið 2007 var kveðið á um hlutverk og skipan í starfsemi hennar. Hlutverkið er að varpa ljósi á náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu náttúru- auðlinda og náttúruvernd, auk þess að varpa ljósi á samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu samhengi. Að auki mun safnið stunda hefðbundna safnastarfsemi sem sómir höfuðsafni landsins eins og er hjá nágrannaþjóðum okkar. Náttúruminjasafnið er annað afsprengi Hins íslenska náttúrufræði- félags sem stofnað var 16. júlí 1889. Hitt er Náttúrufræðistofnun Íslands. Helsta baráttumál Náttúrufræðifélagsins var að þjóðin eignaðist safn við hæfi. Veglega hefur verið byggt yfir Náttúrufræðistofnun í Urriðaholti í Garðabæ en Náttúruminjasafn Íslands hefur ekki aðstöðu fyrir starfsemi sína sem felur í sér sýningastarfsemi og auk þess þjónustu við skólakerf- ið, önnur söfn og almenning í landinu. jonas@frettatiminn.is  lokað safN forstöðumaður NáttúrumiNjasafNs ÍslaNds Sér Háskólabíó fyrir sér sem aðsetur Nátt- úruminjasafnsins Mun ódýrari lausn en nýbygging. Sinfóníuhljómsveitin fer þaðan í vor. Þá dregur úr notkun hús- sins, einkum í stóra salnum og anddyrinu. Minni bíósalirnir nýtist áfram sem slíkir. Stór hluti safnkostsins er í vörslu Náttúrufræði- stofnunar. N áttúruminjasafn er höfuðsafn á sviði nátt-úrufræða, segir m.a. í lögum um safnið og ekki er að efa að það býr að mörgum góðum gripum. Þeir eru hins vegar ekki til sýnis, hvorki almenningi, skólabörnum né þeim sem heimsækja landið og svo hefur verið um árabil, eftir að sýningarsölum Náttúrugripasafns Íslands við Hlemm var lokað vorið 2008. Áhuginn sást hins vegar fyrr í þessum mánuði þegar Náttúru- fræðistofnun var með opið hús í nýju húsi sínu á Urriðaholti í Garðabæ en á sjötta þúsund gesta sóttu stofnunina heim þær fjórar klukkustundir sem stofnunin var opin fólki. „Það er til stórskammar að þjóð sem sækir allt sitt viðurværi til náttúrunnar skuli ekki eiga almennilegt sýningarsafn,“ segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar. Náttúrufræðistofnun og Nátt- úruminjasafn Íslands eru tvær aðskildar stofnanir og heyra undir sitt ráðuneytið hvor; Náttúrufræði- stofnun undir umhverfisráðuneytið en Náttúruminjasafnið undir mennta- og menningarráðuneytið. Nútímalegt safn með marg- miðlunartækni Jón Gunnar segir að tvískiptingin hafi verið gerð í nokkru fljótræði og vanþekkingu, þótt hann sé ekki á móti því að Náttúruminjasafnið sé rekið sem sjálfstæð stofnun. Til að leysa húsnæðismál Nátt- úrufræðistofnunar árið 2001 hafi sýningarhlutinn verið klipptur af og settur inn í safnalög hjá menntamálaráðuneytinu. Málið hafi síðan verið klárað með lögum um Náttúruminjasafn Íslands árið 2007. Náttúrufræðistofnun haldi sinni starfsemi áfram en Náttúru- minjasafnið verði fyrst og fremst sýningar- og fræðslusafn. „Hugsunin er ekki að um verði að ræða gamaldags náttúrugripa- safn með dýrum í formalíni í krukkum heldur nútímalegt safn með margmiðlunartækni sem er ekki bara að sýna einhverja gripi úr náttúru Íslands heldur samspil manns og náttúru, sjávarútveg, orkuvinnslu og fleira. Þegar búið verður að hanna aðalsýninguna verður leitað eftir gripum til okkar og annarra.“ Um staðsetningu sýningarsalar segir Jón Gunnar að margir vilji hafa það miðsvæðis, séu dálítið fastir í fortíðinni og haldi að það sé Vatnsmýrin í Reykjavík á meðan aðrir segi að Náttúruminjasafn- ið eigi að vera einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þriðji hópurinn vilji síðan hafa það úti á landi. „Þeir sem eiga Urriðaholt eru með hugmyndir um að Nátt- úruminjasafnið geti risið hérna við hliðina á Náttúrufræðistofnun. Það er ekki vitlaust því það verða alltaf náin tengsl milli stofnananna. Það sem skiptir máli í mínum huga með svona sýningarsafn er að það séu góð bílastæði við það og góðar samgöngur að því,“ segir Jón Gunnar. Ríkið leigir hið nýja húsnæði undir Náttúrufræðistofnun af Urr- iðaholti ehf. í Garðabæ. Félagið hefur boðist til að byggja sýn- ingarsal fyrir Náttúruminjasafnið við hlið Náttúrufræðistofnunar, salurinn hefur verið teiknaður og lóðin er fyrir hendi. Hugmyndin er að sýningarsalurinn verði byggður með sama hætti og hús Náttúru- fræðistofnunar, þ.e. í einkafram- kvæmd á vegum Náttúrufræðihúss ehf., sem er í eigu Urriðaholts ehf. Stofnkostnaður ríkisins væri því enginn og aðgangseyrir gæti stað- ið undir hluta leigu- og rekstrar- kostnaðar. Háskólabíó spennandi kostur Helgi Torfason, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, telur staðsetningu sýningarsalar á Urriðaholti í Garðabæ hins vegar ekki spennandi, svæðið sé alveg í útjaðri borgarinnar. Strætisvagna- samgöngur þangað séu t.d. ekki góðar, jafnvel þótt svo kunni að verða eftir einhver ár. Helgi segir að tvennt komi til greina varðandi framtíð Nátt- úruminjasafnsins, annað hvort að byggja eða finna safninu heppilegt húsnæði. Hann segir að á sínum tíma hafi lóð verið tekin frá fyrir safnið í Vatns- mýrinni, við hlið Öskju. Sú lóð hafi verið eyrna- merkt því fram til ársins 2007 en þá hafi lóðin verið gefin Listaháskól- anum. Skólinn skipti hins vegar við Samson Proper- ties á þeirri lóð og lóð við Laugaveginn. Eftir gjald- þrot Samson Properties vissu menn lengi vel ekki hver ætti lóðina í Vatns- mýrinni en nú hefur komið í ljós að Reykjavíkurborg á lóðina enn. Hún er því enn inni í myndinni og besti kosturinn, að mati Helga, að aðstaða Náttúruminjasafnsins rísi þar. En fjármunir ríkisins eru tak- markaðir um þessar mundir. Því horfir Helgi til Háskólabíós sem heppilegs framtíðaraðseturs Nátt- úruminjasafnsins. „Sinfóníuhljóm- sveitin er að fara þaðan í vor. Þá minnkar notkunin á húsinu, sér- staklega stóra salnum og anddyr- inu. Það eru þá litlu bíósalirnir sem eru í notkun. Bíóið hefur verið notað við útskrift tvisvar á ári en er að verða of lítið til þess. Ég hef ýjað lauslega að því við Háskólann að breyta hlutverki þessa húss. Því hefur ekki verið illa tekið. Eitt- hvað þarf að gera við húsið. Þetta er ansi stórt hús til að láta standa tómt eða lítið notað. Það er því spurning hvort ekki ætti að skoða þetta alvarlega, fá arkitekta til að kanna málið og spara kannski milljarð króna, breyta kvikmyndahúsinu og setja í það millihæð og lyftu. Það eru margir kostir við húsið, t.d. að á bíósalnum eru engir gluggar sem mega helst ekki vera á söfnum. Geymslur eru undir sviðinu og kjallari eru undir húsinu, að minnsta kosti að hluta. Þar er því einnig geymslupláss. Þá eru dyr stórar svo hægt er að koma stórum hlutum inn í salinn. Anddyrið er hægt að nota fyrir veitingahús, verslun og jafnvel kennslustofur.“ Helgi segir að verði ákvörðun tekin um að breyta Háskólabíói með þessum hætti gæti það komist í gagnið sem umgörð um Nátt- úruminjasafn Íslands á tveimur til þremur árum, mörgum árum á undan nýbyggingu. Þá gæti Hagatorg nýst sem bílastæði fyrir safnið en fyrirhugað er að byggja hús fyrir stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur þar sem bílastæði eru nú austan við Háskólabíó. Að öllu þessu athuguðu segir Helgi Há- skólabíó vera mjög spennandi kost fyrir Náttúruminjasafnið. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  NáttúrumiNjasafN aðstöðuleysi Loftskeytastöðin gamla við Suðurgötu, eða öllu heldur Brynjólfsgötu 5 í Reykjavík. Þar er Náttúruminjastofnun með skrifstofuaðstöðu. Stefnt er að því að koma upp lítilli sýningu þar næsta vetur til bráðabirgða, þar til rætist úr húsnæðismálum stofnunarinnar. Lj ós m yn d/ H ar i Lj ós m yn d/ H ar i Lj ós m yn d/ H ar i Helgi Torfason, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Háskólabíó. Sinfóníuhljómsveit Íslands fer þaðan í vor. Forstöðumaður Nátt- úruminjasafns Íslands sér stóra salinn og anddyrið fyrir sér sem framtíðaraðsetur Náttúruminjasafnsins. 24 úttekt Helgin 1.-3. apríl 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.