Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 2
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Dala Feta fyrir þá sem gera kröfur ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Mikil fjölgun gjaldþrota Alls voru 172 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í maí síðastliðn- um samanborið við 96 fyrirtæki í maí 2010, sem er 79% fjölgun á milli ára, að því er Hagstofa Íslands greindi frá í gær. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu fimm mánuði ársins er fjöldi gjaldþrota 699 sem er um 53% aukning frá sama tímabili í fyrra þegar 456 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Í maí 2011 voru skráð 108 ný einkahlutafélög samanborið við 161 í maí 2010, sem jafngildir um 33% fækkun á milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í fasteignaviðskipti. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 696 fyrstu fimm mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um 7% frá sama tímabili árið 2010 þegar 749 ný einkahlutafélög voru skráð. -jh 79% Fjölgun gjAld- þrotA milli árA Maí 2011 Hagstofa Íslands Samið í flugmannadeilunni Félag íslenskra atvinnuflugmanna og icelandair gengu frá kjarasamningi í gærmorgun eftir tuttugu tíma langan fund. Yfirvinnubanni flugmanna var aflýst um leið en Icelandair hefur þurft að aflýsa flugferðum undanfarna daga vegna þess. Haft var eftir Kjartani jóns- syni, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í frétt mbl.is í gær að samningurinn yrði nú kynntur flugmönn- um. þeir munu síðar greiða atkvæði um hann. Hann vildi ekki tjá sig um hvað fælist í hinum nýja samningi en sagðist ánægður með að samningar hefðu náðst eftir langa fundarsetu í Karphúsinu að undan- förnu. Kjartan sagði á vef ríkisútvarpsins að einhver skref hefðu verið stigin til lausnar á helstu kröfu flugmanna um aukið atvinnuöryggi. málið væri stórt og þyrfti að taka það í nokkrum skrefum. - jh umsjónarsamningur um dyrhólaey samþykktur Umhverfisráðuneytið hefur staðfest samning Umhverfisstofnunar og sveitar- félagsins mýrdalshrepps um umsjón og rekstur friðlandsins í dyrhólaey sem Umhverfisstofnun og sveitarfélagið höfðu gert. Í samningnum er m.a. kveðið á um réttindi og skyldur samningsaðila, mannvirkjagerð og aðrar framkvæmdir, landvörslu, menntun starfsmanna, móttöku ferðamanna og fræðslu. Hlut- verk Umhverfisstofnunar er m.a. að hafa eftirlit með því að umsjónaraðili uppfylli samningsskuldbindingar. ráðuneytið harmar, að því er fram kemur í tilkynn- ingu þess, það ástand sem ríkt hefur vegna friðlandsins í dyrhólaey og átök innan sveitarfélagsins vegna þess og beinir þeim tilmælum til sveitarstjórnar að unnið verði að því að skapa sátt í sveitarfélaginu um svæðið. - jh Vill 120 milljarða í samgönguátak þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, lagði til á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins um samgöngumál á miðvikudaginn að stjórnvöld, í samvinnu við aðila vinnumark- aðarins, tækju ákvörðun um að á næstu tólf árum yrði ráðist í stórframkvæmdir í samgöngumálum fyrir 120 milljarða króna, eða tíu milljarða á ári, að því er fram kemur á síðu SA. Í tillögunni felst að lífeyrissjóðirnir láni til framkvæmdanna og settur verði á laggirnar stórframkvæmda- sjóður sem verði fjármagnaður með sérstökum hætti utan hefðbundinna fram- laga til samgöngumála. Í erindi sínu fór Þorvarður yfir umferð á Suðurlandsvegi síðastliðinn áratug, sem numið hefði sex til tíu þúsund bílum á sólarhring. Aukningin á tíu árum væri 45%. Framkvæmdastórinn segir að umferðin muni tvöfaldast næstu tvo áratugi. - jh  Dómsmál Niðurstaða í ExEtEr-máliNu „Lærdómurinn er að sakborningar njóta vafans“ Dómur í svokölluðu Exeter-máli þar sem þrír einstaklingar, Jón Þorsteinn Jónsson, Ragnar Z. Guðjónsson og Styrmir Bragason, voru ákærðir af embætti sérstaks saksóknara fyrir meðal annars umboðssvik og peningaþvætti, féll á miðvikudag. Allir þrír voru sýknaðir af ákærum en þriggja manna dómur var klofinn í afstöðu sinni til brota Jóns Þorsteins og Ragnars. Einn dómaranna, Ragnheiður Harðardóttir, taldi þá félaga hafa brotið lög. Óvíst er hvort dómnum verður áfrýjað en að því er Fréttatíminn kemst næst þykir lík- legast að sýknu Jóns Þorsteins og Ragnars verði áfrýjað en sýknu Styrmis unað. Þótt þetta sé annar dómurinn sem fellur í ákærum sérstaks saksóknara er þetta í raun sá fyrsti sem snýr að starfsemi bankanna. Sá fyrsti féll þegar Baldur Guðlaugsson var dæmdur fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir í samtali við Fréttatímann að hægt sé að draga lærdóm af dómnum. „Helsti lærdómurinn er að sakborningar njóta vafans í þessum málum eins og í öllum öðrum málum sem koma til kasta dómstólanna. Þessi viðskipti eru á gráu svæði og þess vegna er ekki auðvelt að dæma í þeim. Ef sekt manna er ekki hafin yfir allan vafa á að sýkna þá og mér sýnist það hafa verið raunin í þessu til- viki,“ segir Brynjar. Brynjar Níelsson, formaður lögmannafélags Íslands. Ljósmynd/Hari F agráð um kynferðisbrot hefur til meðferðar mál sem beinist að meintum brotum kaþólska prestsins Sæ- mundar F. Vigfússonar upp úr 1995. Sæmundur lést árið 2008. Ásakanir hafa komið fram um að Sæmundur hafi beitt mann andlegu ofbeldi og áreitt hann kynferðislega. Lögregla hefur tekið skýrslu af manninum vegna málsins. Hann lýsti upplifun sinni og samskiptum við Sæmund í Frétta- tímanum 17. júní. Í viðtalinu segir maðurinn, sem nú er um fimmtugt, að 35 ára hafi hann leitað til prestsins vegna mikillar vanlíðanar. Sæmundur hafi verið prestur fjölskyldunnar og vinur. Á milli þeirra hafi myndast trún- aðarsamband sem presturinn hafi síðar notfært sér. Segir mað- urinn að Sæmundur hafi í fjöl-  KaþólsKa KirKjaN Fagráð sKoðar brot séra sæmuNDar Íslenskur prestur sakaður um áreitni Eitt af málunum sem Fagráð um kynferðisbrot hefur til meðferðar og tengist kaþólsku kirkjunni beinist að séra Sæmundi F. Vigfússyni. Sæmundur var prestur í Hafnarfirði í mörg ár og að- stoðarprestur í Kristskirkju í reykjavík. Séra Sæmundur F. Vigfússon lést árið 2008. Hann er sagður hafa áreitt upp- komið sóknarbarn sitt kynferðislega. Hann segist ítrekað hafa upplýst kaþólsku kirkjuna um kynferðislega áreitni séra Sæmundar; fyrst árið 1997 og nokkrum sinnum síðar. mörg skipti gert honum að bera sig fyrir framan hann. Maður- inn segir að af ýmsum ástæðum hafi honum liðið eins og hann ætti ekki annarra kosta völ en að gera það sem presturinn sagði honum. Hann segist ítrekað hafa upplýst kaþólsku kirkjuna um kynferðislega áreitni séra Sæmundar; fyrst árið 1997 og nokkrum sinnum síðar. Hann fór meðal annars á fund með kaþ- ólska biskupnum, Pétri Bürcher, í september í fyrra og greindi honum frá málinu. Séra Sæmundur var aðstoðar- prestur við Kristskirkju í Reykja- vík og prestur í Hafnarfirði í mörg ár. Hann bjó í prestahúsinu við Landakot og aðstoðaði við messuhald í kirkjunni þar. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Sjá einnig fréttaskýringu bls. 14 og 16 2 fréttir Helgin 1.-3. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.