Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 01.07.2011, Blaðsíða 26
Víetnam Íbúar Um 90 milljónir samkvæmt nýjasta manntali. Stærð 332 þúsund ferkílómetrar, eða rúm- lega þrisvar sinnum stærra en Ísland. Höfuðborg Hanoi með um 6,5 milljónir íbúa. Stærsta borg Ho Chi Minh (áður Saigon) með 7,2 milljónir íbúa. Útflutningur Víetnam er stærsti fram- leiðandi heims á cashew-hnetum og svörtum pipar, með um þriðjungs hlutdeild á heims- markaði í báðum tilvikum, og í öðru sæti á eftir Tælandi í útflutningi á hrísgrjónum. Nágrannar Kína í norðri, Laos og Kambódía til vesturs. Strandlengja til austurs að Suður- Kínahafi. www.glowogblikk.isPantanir: og 661 3700 Þú finnur okkur líka á facebook í eitthvað allt annað en að kaupa mat handa börnunum. Sjálfboðaliðasamtök þurfa að borga stjórnvöldum í Víetnam gríðarlegar fjárhæðir til að fá að senda sjálfboðaliða, og þeir peningar renna beint til ríkisvaldsins, aldrei til barnanna. Þau fengu mat tvisvar á dag, mauksoðin hrísgrjón með smá fiski, og þeim var þröngvað til að ljúka úr skálinni. Þau kúguðust oft og það var hræðilegt.“ Engin von um betri framtíð „Einn af erfiðustu dögunum mínum þarna úti var þegar ég hafði verið að hjálpa til við enskukennslu fyrir unglingana á Social Sup- port Center. Í næsta bæ við er veitingastaður sem heitir „Streets“ og er rekinn af banda- rískum hjónum. Þau taka unglinga af munað- arleysingjaheimilum, þjálfa þau upp í að verða kokkar og þjónar og við sóttum um fyrir einn strákanna, mjög kláran strák. Ef þau komast að þarna, geta þau átt góða framtíð á veitingastöðum víða um heim. En drengurinn fékk ekki starfið og þegar það kom í ljós, þá horfðum við í brostin augu hinna strákanna. Viðhorfið var: „Úr því að hann komst ekki að, þá er þetta vonlaust fyrir okkur.“ Þarna hrundu allir framtíðardraumar þeirra á einu andartaki. Þetta voru drengir frá 11 til 16 ára og þeir sögðu: „Við komumst aldrei burt af þessum ömurlega stað.“ Við áttum erfitt með að sannfæra þá um að það borgaði sig fyrir þá að halda áfram að læra smá ensku og gefa ekki upp vonina.“ Afleiðingar efnavopnaárása Bandaríkjamanna „Síðdegis vann ég á öðru heimili, fyrir Agent Orange Victims (AOV), fólk sem hafði orðið fyrir efnavopnaárásum Bandaríkja- manna. Þessar stöðvar eru starfræktar víða í Víetnam. Þarna eyddi ég mestum kröftum mínum og var tengiliður okkar sjálfboðalið- anna við heimilið. Aðstaðan samanstóð af tveimur herbergjum en í öðru þeirra voru nýfædd börn upp í þriggja, fjögurra mánaða og í hinu börn frá fimm mánaða upp í sextán mánaða. Það voru tíu, tólf börn í hvoru her- bergi sem voru um tíu fermetrar. Þetta voru allt heilbrigð börn sem lágu saman í rúmi eða á gólfinu og tvær konur sáu um þau öll, allan sólarhringinn, allan ársins hring. Þær gerðu sitt besta, en það var ekki nógu gott. Það eru engar Pampers-bleiur í Víetnam – það eru sett handklæði um þau og bundinn klútur yfir. Það næst engan veginn að skipta á öllum þessum börnum, baða þau, klæða, gefa þeim að borða og leika við þau, enda voru mörg þeirra með mjög slæm brunasár. Þetta voru börn sem voru skilin eftir á tröppum heim- ilisins. Svo tók ég eftir einu herbergi sem var alltaf lokað og ég stalst til að fara þangað inn. Það var 40 stiga hiti en börnin voru kapp- klædd. Þarna var lítið barn, svona tveggja mánaða, með húfu og vettlinga og búið að æla yfir allan fatnaðinn. Ég byrjaði strax að klæða hann úr og starfskonurnar urðu alveg brjálaðar og sögðu að barninu yrði svo kalt. Ég sagði að það væri meiri hætta á að barnið fengi lungnabólgu af því að liggja í blautum fötum, klæddi hann úr, vafði hann í hand- klæði og hélt á honum þangað til búið var að þvo fötin hans og þurrka. Ég harðneitaði að láta hann af hendi!“ Bjargaði lífi barns fyrir 1.200 krónur Þóra segist oft hafa fyllst vonleysi á meðan á dvöl hennar þarna stóð. „Ég hefði viljað ættleiða þau öll. Það kostar um sex milljónir króna að ættleiða eitt barn frá Víetnam til Kanada og maður hugsaði: „Í hvað fara þessar sex milljónir?“ Ég veit að það er mikil skriffinnska í kringum þetta, en al- máttugur, sex milljónir! Eitt barnið á stofunni var með augnsýkingu og auðvitað fengu þá öll hin börnin sýkinguna, öll með sama tepp- ið. Ég keypti augndropa handa öllum, tveggja vikna meðferð og lyfin kostuðu 800 krónur. Ég tók upp dreng sem var með lungnabólgu; það fór ekkert á milli mála, það snörlaði í hon- um. Ég sagði að það yrði að fara strax með drenginn á spítala en mér var sagt að það væri ekki hægt af því að það þyrfti að senda manneskju með honum og vera hjá honum allan sólarhringinn. Ég spurði hvert væri eiginlega vandamálið við það? Jú, það þurfti að borga mat fyrir þá manneskju. Ég sagðist bara borga sjálf þann mat – drengurinn fór á spítala í viku og ég greiddi 1.200 krónur í fæði fyrir aðstoðarkonuna alla vikuna. Fyrir þessar 1.200 krónur bjargaði ég lífi barnsins og nú var ég að fá fréttir af því að hann hefði verið ættleiddur af góðum hjónum í Kanada. Ég var sífellt stökkvandi út á markaðina að kaupa blautþurrkur, bleiur, dót og fleira, það var ekkert til þarna. Hefði ég vitað þetta fyrirfram hefði ég leitað til birgja hér, farið í apótek og tekið með mér nokkrar töskur af kremum og því sem þarf fyrir ungbörn. Það er draumur minn að fara þangað aftur með allt þetta. Það þýðir ekkert að senda peninga því að þeir myndu bara hverfa í tollinum. Það munar um það fyrir þessi börn að fá knús og kossa, faðmlag og finna ást. Þetta var ofboðs- lega erfitt og breytti lífssýn minni algjörlega. Litlir hlutir breyta miklu. Ég veit að ég get ekki breytt heiminum en ég gat bjargað þessum eina litla dreng með lungnabólguna. Ég sá fólk berjast fyrir lífi sínu, sá fólk sem lá dáið á götunni. Ef það breytir ekki lífsmati manns, veit ég ekki hvað gerir það. Ég fékk skilaboð í fyrra á Facebook um að öll heil- brigðu börnin sem ég hafði annast á Social Support Center hefðu verið ættleidd til Ítalíu. Ég fékk tár í augun af gleði.“ Kveðjustund Hún segir að það hafi verið mjög erfitt að kveðja. „Eftir dvölina fór ég í ferðalag með vinum mínum um Taíland þar sem ég nældi mér í grunnréttindi í köfun; til Kambódíu þar sem ég skoðaði The Killing Fields og Tuol Sleng- fangelsið sem var ein helsta útrýmingarstöð Rauðu khmeranna í Phnom Penh ´75-´79. Við ferðuðumst líka um Laos en svo fór vinur minn einn að ferðast um Víetnam og á meðan heimsótti ég munaðarleysingjaheimilin aftur í eina viku, sem var nokkurs konar löng kveðjustund. Ég elska þessi börn og vona að ég hafi breytt einhverju fyrir þau því ég veit að þau breyttu mér mikið.“ Eftir þessa lífsreynslu er Þóra hætt við að fara í læknisfræði. „Maður þroskast mikið við svona upp- lifun og ég á mér þann draum að geta hjálpað meira. Ég held að ég geti gert miklu meira gagn með því að vera sjálfboðaliði á mínum forsendum og menntun í læknisfræði er ekkert endilega eina leiðin. Læknisfræðin var kannski eitthvað sem ég ætlaði alltaf að fara út í, og flestir í kringum mig stefndu á eitthvað svipað, en svo breyttust áherslurnar eftir að ég var í Víetnam, þótt ég hafi ekki áttað mig á því alveg strax. Ég sé það núna að ég þurfti svolítinn tíma til að melta það sem ég upplifði úti. Ég prófaði lífeindafræði í Há- skólanum í haust en fann þá að mig langaði að læra eitthvað allt annað, vissi bara ekki alveg hvað það var! Ég var alltaf að hugsa um flugið, hvað það væri nú gaman að vera flug- maður, og einn daginn sagði ég við sjálfa mig: „Þóra, af hverju heldurðu að þú getir ekki orðið flugmaður? Þú ert nú vön að kýla á hlut- ina. Gerðu þetta!“ Minn heimur er allur hnötturinn Nú er Þóra hálfnuð með einkaflugmannspróf hjá Flugskóla Íslands, búin að ljúka því bók- lega með hæstu einkunn og elskar að fljúga um himininn. „ Draumurinn um að verða flugmaður kom kannski snögglega en það er mikill flugáhugi í fjölskyldunni. Mér fannst æðislegt að fara úr því að læra lífeðlisfræði og efnafræði yfir í að læra vélfræði og veðurfræði og fleira sem ég hafði aldrei lært neitt í áður. Ég stefni á að fara í atvinnuflugmannsnám í haust og svo er draumurinn að komast í hjálparstarf við að fljúga með hjálpargögn til vanþróaðra landa. Þörfin er um allan heim og ég vil leggja mitt af mörkum til að hjálpa þeim sem eru hjálpar- þurfi. Eftir dvöl mína í Víetnam veit ég að mér eru allir vegir færir og ég geri mér grein fyrir því hvað ég er heppin að hafa alla þessa möguleika. Ég hvet alla sem hafa tök á að fara í sjálfboðaliðastarf. Það eru til góð og örugg samtök þar sem vel er búið að sjálfboðaliðum og það er ekkert sem gefur manni meira en að hjálpa fólki. Að fara til Víetnam og vinna með þessum krökkum er besta ákvörðun sem ég hef tekið á minni stuttu ævi. Heimur- inn minn er ekki Ísland. Heimurinn minn er þessi hnöttur sem við búum öll á.“ Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn Frá tíma Þóru á heimili fyrir munaðarlaus börn. Heilbrigðu börnin áttu von um að verða ættleidd til Vesturlanda en fötluðu barnanna beið fátt annað en meiri hörmungar. Ljósmyndir úr einkasafni. 26 viðtal Helgin 1.-3. júlí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.