Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 10.06.2011, Blaðsíða 50
42 dýrin okkar Helgin 10.-12. júní 2011 N ú er sumarið loks gengið í garð og margir farnir að huga að ferða-lögum í sumarfríinu. Gæludýraeig- endur standa þá frammi fyrir því að ákveða hvort dýrið geti komið með í ferðalagið eða hvort það komist í pössun. Kettir eru yfir- leitt frekar sjálfstæðir og þola ágætlega að vera einir í svolítinn tíma, svo lengi sem einhver kemur daglega að gefa þeim að borða og sinna þeim örlítið. Það sama á í raun við um nagdýr og páfagauka, en öll þessi dýr þurfa að sjálfsögðu félagsskap og verða einmana ef þau eru skilin eftir í lengri tíma. Enn betri lausn er því auðvitað að fá ættingja eða vin til að hafa gæludýrið í pössun hjá sér. Ef köttur fer í pössun á annað heimili verður þó að hafa í huga að hann mun líklega leita að útgönguleið og reyna að komast aftur til síns heima. Fjölmargir kettir hafa týnst á þennan hátt og það er jú sorglegur endir á annars skemmtilegu sumarfríi. Því miður eru ekki allir sem eiga þess kost að hafa dýrin í pössun hjá vinum eða ættingjum, en þá eru nokkrar aðrar lausnir í boði. Kettir geta farið í pössun í Katt- holt (kattholt.is) og það eru að minnsta kosti tvö hundahótel á Íslandi, á Leirum á Kjalarnesi (hundahotel.is) og á Arnar- stöðum (simnet.is/hundahotel). Það er einstaklingsbundið hversu vel dýrin þola slíka vist; sum eru hæstánægð en önnur verða vansæl í þessu nýja umhverfi sem er þó nokkuð ólíkt heimili þeirra. Hundar eru mjög háðir fólki og geta ekki verið einir heima yfir helgi líkt og kettir. Ef þeir verða stressaðir á hundahóteli getur heima- pössun hentað betur og hægt er að borga öðru hundaáhugafólki fyrir slíka pössun. Á vefsíðunni hundahanna.is er miðlun fyrir hundapössun sem eflaust getur nýst mörgum vel. Ef ferðast er innanlands velja margir að taka hundinn eða hundana með og er það oft besti kosturinn en þó ekki alltaf. Hundurinn er þá nálægt eiganda sínum sem veitir honum ánægju og öryggi, en ferðalög geta reyndar valdið hundum mikilli streitu. Sumum hundum líður illa í bíl og verða stressaðir í löngum bílferðum. Þegar á áfangastað er komið er umhverfið nýtt og framandi og það getur verið erfitt fyrir suma hunda, en alls ekki alla. Það eru ekki mörg hótel á Íslandi sem leyfa hunda en það eru samt sem áður nokkrir gististaðir. Á vefsíðu Hundarækt- arfélags Íslands (hrfi.is), undir flipanum „hundarnir“ og „hótel&gisting“, er listi yfir nokkra gististaði sem leyfa hunda. Flest tjaldsvæði leyfa hundahald að því gefnu að hundarnir séu alltaf í taumi, en það er ým- islegt áreiti á tjaldsvæði sem getur truflað marga hunda og valdið þeim hugarangri. Það má því ekki koma hundaeigendum á óvart ef hundurinn hagar sér öðruvísi en venjulega meðan á ferðalagi stendur, geltir ef til vill meira, á erfitt með að róa sig niður og fleira í þeim dúr. Hundar sem að jafnaði eru gæðablóð og rólegir heima við geta jafnvel átt það til að glefsa á ferðalagi, og því er mikilvægt að eigendur sjái til þess að börn eða ókunnugir séu ekki að skottast í kringum hundinn án eftirlits og huga að því að hundinum líði sem best á meðan á ferðalaginu stendur. Að lokum er vert að minna hundaeig- endur á að þó að við búum á kalda Íslandi getur orðið lífshættulega heitt í bílum á sumrin. Ef hundurinn er skilinn eftir úti í bíl verður að leggja bílnum í skugga, skrúfa rúðurnar örlítið niður og hafa helst vatnsskál hjá hundinum. Freyja og dýriN  Bestu vinir mannsins HuNdar og kettir Freyja Kristinsdóttir freyja@frettatiminn.is Það má því ekki koma hunda- eigendum á óvart ef hundurinn hagar sér öðruvísi en venjulega meðan á ferðalagi stendur ... Hundum getur þótt gríðarlega gaman að koma með í tjaldútileguna en ferðir á ókunnar slóðir geta líka valdið þeim streitu. Ljósmyndir/Nordicphotos É g hef mjög gaman af að fylgjast með því hvernig hundar hegða sér. Hver einasta litla hreyfing hefur þýðingu, hvort sem það eru eyru sem sperrast, tunga sem sleikist hratt yfir nefið, skott sem dillast eða höfuð- hreyfing upp, niður eða til hliðar. Hundar tala saman með líkamstjáningu. Gelt, urr, væl og spangól er aðeins notað til að undirstrika það sem þeir hafa þegar sagt með líkamstján- ingunni, eða við aðstæður þar sem líkams- tjáningin dugar ekki til. Svo eru líka margir hundar sem hafa uppgötvað það að flest fólk skilur engan veginn þetta líkamstjáningar- form hunda, og hafa því gripið til þess ráðs að gelta, urra og væla meira því mannfólkið virðist bregðast mun betur við því. Margir eigendur skilja ekki hundana sína, ég sé það oft í mínu starfi. Það getur verið mjög sorglegt því atferlisvandamál hunda verða oftar en ekki til vegna misskilnings milli hunds og eiganda. Hundsbit geta einnig verið byggð á þessum sama misskilningi, og þá oft þar sem hundurinn er bundinn fastur eða króaður af. Við aðstæður þar sem hundur getur ekki flúið, getur hann orðið óöruggur þegar ókunnug manneskja eða barn nálgast til að klappa honum. Hundurinn sýnir þá ýmis merki sem þýða í raun „mér finnst þú frekar ógnandi, vinsamlega komdu ekki nær“ og þessi merki geta til dæmis verið lækkuð höfuðstaða, gjóa augunum til hliðar, sleikja út um, geispa eða vera grafkyrr. Ef manneskjan skilur ekki þessi merki og færir sig nær hund- inum þarf hundurinn að grípa til ör- þrifaráða. Ef við lentum í svipuðum aðstæðum væri líklegt að við myndum reyna að hrinda viðkomandi frá okk- ur, en hundar eru ekki með hendur og það er þeim ekki eðlislægt að ýta frá sér með fram- fótunum. Þeir geta hins vegar urrað eða gelt með tilætluðum árangri og við mannfólkið hörfum nánast alltaf. Ef hundur hef- ur aftur á móti oft verið skammaður fyrir að gelta eða urra, getur verið að hann fari beint yfir í glefsið. Og það eru þessi tilvik sem síðar er lýst sem „hundurinn glefsaði algjörlega upp úr þurru!“, en í raun var hundurinn búinn að gefa ýmis merki sem mann- eskjan hunsaði. Það er því mikilvægt að skilja lík- amstjáningu hunda áður en maður klappar þeim. En besta reglan, sú sem við eigum að kenna börnunum okkar, er að sjálfsögðu að klappa aldrei ókunnugum hundum. Klöppum aldrei ókunnugum hundum Til umhugsunar í fríinu Mismunandi möguleikar í boði fyrir ferfætlingana. Freyja Kristinsdóttir freyja @frettatiminn.is BS nám í náttúrufræði og skógfræði/ landgræðslu Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest um BS nám í náttúrufræði annars vegar og skógfræði/ landgræðslu hins vegar. Nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands. www.lbhi.is Umsóknarfrestur er til 15. júní Getur þú verið heimilisvinur Abigale? www.soleyogfelagar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.