Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 27

Prentarinn - 01.09.1995, Blaðsíða 27
boð frá vinnumiðlun. Gegn því lækka bætur hans niður í 80% af atvinnuleysisbótunum sem annars hefði haft. Á sama tíma má hann hafa allt að 27.500 dkr. launatekjur á ári. Allar tekjur umfram það eru dregnar krónu f}TÍr krónu af at- vinnuleysisbótunum. Eftir 24 mánuði á atvinnulaus rétt á „sanngjörnu" árs tilboði um nám, starfsþjálfun eða blöndu af þessu tvennu. Atvinnulaus á rétt á námsorlofi í allt að 2 ár eða bamagæsluorlofi í allt að 1 ár vegna hvers bams und- ir 9 ára aldri. Orlofið kemur ekki til frádráttar bótatímabilinu. Námsorlof Námsorlof er jafnt fyrir þau sem em í vinnu og þau sem em án vinnu. Þau sem eru í vinnu, á aldr- inum 25-60 ára, hafa stutta form- lega skólagöngu, hafa unnið fulla vinnu í að minnsta kosti 6 mánuði og eiga rétt á atvinnuleysisbótum geta fengið 80% af atvinnuleysis- bótum sínum ef þau stunda tiltek- ið viðurkennt nám. Sömu megin- reglur gilda fyrir þau sem eru í vinnu. Á meðan atvinnulaus er í námsorlofi, sem getur staðið í allt að 2 ár, fær hann ekki atvinnutil- boð frá vinnumiðlun. Barnagæsluorlof Bamagæsluorlof er jafnt fyrir þau sem eru í vinnu og þau sem eru án vinnu. Þau sem eiga rétt á at- vinnuleysisbótum geta fengið 80% af aNinnuleysisbótum sínum í allt að 1 ár vegna hvers barns síns sem er yngra en 9 ára. Sömu megin- reglur gilda fyrir þau sem eru í vinnu. Á meðan atvinnulaus er í bamagæsluorlofi fær hann ekki at- vinnutilboð frá vinnumiðlun. Réttindi á seinni hluta (3 ár) Atvinnulaus, sem notfærði sér ekki rétt sinn til að reyna fyrir sér í rekstri á fyrri hluta atvinnuleysis- tímabilsins, getur nú notfært sér þann rétt. Sama á við um námsor- lof, barnagæsluorlof og sérstakt orlof í 12 mánuði. Atvinnulaus getur óskað eftir að fá en er skyldugur ef vinnumiðlun hefur frumkvæði að því að gera honum tilboð um verkefni sem kemur í veg fyrir iðjuleysi að minnsta kosti 20 tíma á viku. Atvinnulausir eiga möguleika á starfsþjálfun og námi en þeim sem geta hvorugan möguleikann not- fært sér gefst kostur á sérsniðinni starfsþjálfun. Atvinnulaus getur gert samning til eins árs um svokallað „Mimi- orlof" þar sem hann fær ekki til- boð frá vinnumiðlun. Gegn því lækka bætur hans niður í 80% af atvinnuleysisbótunum sem hann annars hefði haft. Á sama tíma má hann hafa allt að 27.500 dkr. launa- tekjur á ári. Allar tekjur umfram það eru dregnar krónu fyrir krónu af atvinnuleysisbótunum. Vinnuskipti Fyrirtæki sem hyggst taka upp nýja tækni getur sótt um styrk til þess að starfsþjálfa atvinnulausa til þess að leysa starfsmenn fyrir- tækisins af á meðan þeir eru í end- urmenntun vegna nýrrar tækni. Vinnumarkadsráðin Um það bil '/3 hluti þess fjár sem ætlað er til nýju vinnumarkaðs- stefnunnar rennur til 14 svæða- ráða. Verkefni þeirra er að sam- hæfa frumkvæði aðila vinnumark- aðarins til þess að leggja á ráðin um hvemig megi best draga úr eða eyða atvinnuleysi svæðisins. Fulltrúar launafólks eru 7, fulltrú- ar atvinnurekenda 7, ömt og sveit- arfélög eiga einnig 7 fulltrúa. Landsráð er skipað 10 fulltrúum launafólks frá LO, atvinnurekend- ur eiga 10, ömt og sveitarfélög aðra 10. Landsráðið samhæfir að- gerðir svæðisráðanna þegar það á við en leggur annars til aðgerðir á landsvísu. Sabbat Þau sem eru í vinnu og hafa stundað fulla vinnu í a.m.k. 3 af 5 síðastliðnum árum eða 2 af síðast- liðnum 5 árum í hlutastarfi, eru eldri en 25 ára og félagsmenn at- vinnuleysistryggingasjóðs geta tekið sér skilmálalaust árs leyfi frá störfum og fá 70% af atvinnuleys- isbótum. Til sölu: HP ScanJet llcx ______ Litaskanni • 24 bita flatbed litaskanni. • 216x356mm skömmnarflötnr. • 400 dpi optical resolution. • Allt að 1600 dpi í 100% stærð. • Mjög hraðvirkur. A4 síða á 15 sekúndum í 300 dpi. • Mjög þægilegt notendaviðmót í hugbúnaði. Selst á aðeins kr. 90.000,- stgr. Kostaði nýr fyrir 4 mánuðum um kr. 130.000.- hjá Tæknival. Upplýsingar hjá Axel Guðmundssyni í s. 587 5857. PRENTARINN 3/95 27

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.