Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.12.1995, Blaðsíða 19
Félagsmönnum FBM ætti að vera ljóst að innan okkar vé- banda hefur verið nokkur vakning varðandi jafnréttismál- in undanfarin misseri. Á því eru vafalaust margar skýringar en ýmislegt má þó tína til í því sambandi. Eins og allir muna þá fjöl- menntu bókagerðakonur á Nordiskt Forum í Turku '94 og hittu þar stallsystur frá hinum Norðurlöndunum til skrafs og ráðagerða. í janúar '95 var haldin jafnréttisráðstefna á vegum NGU í Noregi og svo var haldin karlaráðstefna á vegum norrænu ráðherranefndarinnar um jafn- réttismál í Stokkhólmi í apríl. Ýmislegt í þjóðmálaumræð- unni hefur líka verið heilmikill aflvaki. Má nefna hina kröftugu umræðu sem fór í gang fyrir Al- þingiskosningarnar í apríl. Stjómmálamenn hvar sem þeir stóðu í hinni pólitísku flóru, kepptust hver um annan þveran við umfjöllun um „mjúku" mál- in og ófært ójafnréttið, sem skyndilega var orðið augljóst öll- um og ætlaði nú hver kjaftur að sjá til þess að lögbundnu jafn- rétti yrði skilyrðislaust komið á strax eftir kosningar, en heldur hvarf þessi umræða í skuggann af öðrum „mikilvægari" málum þegar nýja ríkisstjómin var tekin við taumunum. Tuttugu ára afmæli kvennafrí- dagsins 24. október 1975 varð enn á ný hvatning til umræðu um jafnréttismálin ekki síst sláandi upplýsingar um hversu skammt við erum á veg komin miðað við t.d. hin Norðurlöndin, en við þau viljum við gjaman miða okkur, eftir tveggja áratuga baráttu. SAMEINING LÍFEYRISSJÓÐANNA Síðast en ekki síst má neíría heimsókn norskra stallsystra okkar í september s.l. en viku samvera með kollegunum var mikil vítamínsprauta fyrir okkur sem tókum þátt í dagskránni. í kjölfar fundar sem var haldinn í félagsheimili okkar á Hverfisgöt- unni undir yfirskriftimú „Konur & karlar - jafnrétti" var stofnað- ur kvennahópur innan FBM. Þessi hópur hefur það að mark- miði að halda reglulega fundi þar sem er skapaður vetrí'angur til skoðanaskipta, upplýsinga- miðlunar og til að styrkja sam- takamáttinn. Fundir kvenna- hópsins sem enn er nafnlaus (uppástungur óskast), verða haldnir annan miðvikudag í mánuði hverjum kl. 20.00 á Hverfisgötumii. Einn liður í að viðhalda vakn- ingunni er að fara á stað með sérstaka kvennasíðu í Prentaran- um, sem verður vonandi fastur liður í framtíðinni eða þar til fullkomnu jafnrétti hefur verið komið á. Hugmyndina að nafni síðunnar „Rifíð úr síðunni" og útfærsla á merki hennar, er hug- verk Ágústu Þórðardóttur, sem að sjálfsögðu er félagsmaður FBM. Stelpur! Nú er bara að láta sjá sig á fundunum, við erum ekkert að láta okkur leiðast þama og svo látum við ljós okkar skina og mundum pennami, skrifum og komum á framfæri hverju þvi sem tengist áhuga- og málefnum kvenna til jafríréttis. Meðfélagskveðju, Margrét Friðriksdóttir. Á aðalfundi FBM í maí s.l. var samþykkt að Lífeyrissjóður bóka- gerðarmanna sameinaðist Samein- aða lífeyrissjóðnum. Þetta ár hefur verið notað til að koma sameining- unni á með sem bestum hætti. í vor var gerð tryggingafræðileg út- tekt á sjóðunum báðum og eins Lífeyrissjóði garðyrkjumanna sem sameinast Sameinaða lífeyrissjóðn- um um leið. Það má segja að út- tektin sem er bráðabirgðarúttekt hafi komið vel út fyrir bókagerðar- menn og lofi góðu um framhaldið. Þó er ekki hægt að segja til um hver endanleg niðurstaða verður. Nú er unnið hörðum höndum við að núvirða allar eignir Lífeyris- sjóðs bókagerðarmanna svo hægt DAGSBRÚN SIGRAR ENN FBM og Dagsbrún leiddu saman skákmenn sína 5. nóvember sl. Teflt var á 13 borðum tvær um- ferðir 30 mín. atskákir og tvær umferðir 5 mín. hraðskákir. Úrslit urðu sem hér segir: 1. umferð at- skák 8V2 - 472 Dagsbrún í vil. 2. umferð atskák IOV2- 3'/2 Dags- brún í vil. Hraðskák 2OV2- 5’A Dagsbrún í vil. Þetta er þriðja árið í röð sem Dagsbrún hefur betur í þessari keppni og sigraði því verð- launaskjöldinn til eignar. Ljóst er að bókagerðarmenn þurfa að taka á öllu sínu til að eiga von til sigurs á komandi ári gegn feiknasterku liði Dagsbrúnar. sé að fá sem réttasta mynd af eignastöðu sjóðsins á móti skuld- bindingum sem hann hefur tekið á sig. í þessu felst m.a. að koma öll- um lánum sjóðfélaga á hreint og innheimta vanskil. Ef lánþegar hafa verið illa í skilum hefur þeim verið boðið að skuldbreyta láni eftir nýju lánareglunum sem er að upphæð kr. 1.300.000 til 20 ára. Úm næstu áramót verður end- anlega gengið frá sameiningu sjóð- anna og þann 1. apríl 1996 verða allir lífeyrisþegar endurreiknaðir miðað við nýjar forsendur. OGMUNDUR MEISTARI Meistaramót FBM1995 í skák var haldið 30. nóvember sl. Aðeins sex þátttakendur mættu til leiks og tefldu allir við alla. Tvöföld umferð var tefld og urðu úrslit eftirfarandi: 1. sæti Ögmundur Kristinsson, 2. sæti Jón Úlfljótsson og 3. sæti Eggert ísólfsson. PRENTARINN 4/95 19

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.